Markþjálfun: Liðnir viðburðir

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45.

Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin. 

Alda ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni. 

Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísis þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu og það er fjöldatakmörkun. Einnig þurfum við að senda þér leiðbeiningar um bílastæði. Þessum viðburði verður EKKI streymt.

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Teams Linkur á viðburð hér
Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Eigum við að eiga samtal um það?

Oftast er umræðan um gervigreind tengd því hvað hún nýtist okkur vel, hvaða ógnir fylgja henni og hvernig þarf að huga að lagaramma. Hér  verður ekki horft á neitt af þessu heldur er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar skoðuð frá öðrum sjónarhóli.

Við allar okkar ákvarðanir og athafnir erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að samnýta vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Gervigreindin er hönnuð til að leysa verkefni sem við notum vitsunagreindina okkar til að gera. En enn sem komið er, getur hún að mjög takmörkuðu leyti leyst verkefni sem við notum tilfinningagreindina okkar til að leysa. Hvaða áskoranir fylgja þessu?

Hér verður skoðað:

  • Hvað er sameiginlegt með vitsmunagreind og gervigreind?
  • Hvað er tilfinningagreind og hversu mikilvæg er hún?
  • Hvernig notum við tilfinningagreind og vitsmunagreind í starfi?
  • Hvaða áhrif hefur tilkoma gervigreindar á áherslur okkar við nálgun úrlausna á verkefnum? Hverjar eru nýju áskoranirnar okkar? 
  • Hvernig mætum við þessum nýju áskorunum?

Það skemmtilega í öllu þessu er að við sem einstaklingar getum unnið með, þjálfað og þroskað tilfinningagreindina okkar með markvissum hætti.   

Hjördís Dröfn er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0)  ogNBI-Practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugalangri reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, greinandi og nú síðast sem markþjálfi.

 

 

 

Teams Linkur á viðburð hér

Gervigreindar markþjálfun - tækifæri og áskorun ?

Teams linkur hér

In this session Trausti Björgvinsson will lead an interview session where Sam Isaacson (coach and AI coach developer) helps us get more familiar with some of the opportunities and challenges that arise with emerging AI based coaches. 

Content includes:

-Human vs. AI coaches - advantages and disadvantages

-Understand real-life possibilities for AI in coaching

-Identify opportunities for human-AI co-existence

-Realtime showcase on an AI based coachbot

This online session is suitable for coaches, managers, HR specialists at all levels as well as people who are curious of learning more about the applicability of AI coachbots. Join us for some inspiration on the topic. 

Sam Isaacson is an enthusiastic coach and award-winning thought leader in the coaching profession. Sam is the founder of the Coachtec Collective, a global community of fantastic coaches grappling with the cutting-edge of technology. He's co-founder of AIcoach.chat, an AI-enabled tool providing non-directive coaching to those who wouldn't have access without it and co-hosts The Future of Coaching podcasts with Nina Salomons. Before becoming a coach Sam worked with big consulting firms in technology and governance risk advisory and assurance. He led the creation of Grant Thornton’s award-winning coaching services practice, establishing England’s biggest coaching qualification and building the UK’s biggest provider of employed coaches along the way. He then led CoachHub's global consulting work before starting his own business. He’s the first person in the world to have delivered executive coaching in virtual reality.

Teams linkur hér

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldin þriðjudaginn 14. Maí kl.16:00 á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • kosning til stjórnar
  • önnur mál

Stjórn faghópsins skipuleggur og sér um fundarstjórnina. Allir þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlega sendið tölvupóst á formann faghópsins Ástu Guðrúnar Guðbrandsdóttur asta@hverereg.is

Teams linkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YzIxNDIwNjUtODMwYy00ZGI4LWE1YTctZTA4ZjdmZmFkMWI2%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Linkur hér 

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Hvers vegna örugg tengsl svona mikilvæg í okkar nútímasamfélagi?

Hvernig nýtist markþjálfun sem tæki til að valdefla stjórnendur?

Hvaða mismunandi leiðir er hægt að nýta í nýtingu markþjálfunar í fyrirtæki?

Hvaða tengsl eru á milli öflugra spurninga, hlustunar og virkni starfsmannaþ?


Þessar spurningar mun Guðrún Snorra, PCC stjórnendamarkþjálfi ,leitast við að svara á örfyrirlestri um valdeflingu stjórnenda með verkfærum markþjálfunar.

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

Guðrún Snorradóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.  Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.

Linkur hér

 

Kynning - Faghópur Markþjálfunar

Viðburðurinn er á TEAMS og linkurinn er hér.
Markþjálfun (coaching) hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd árangursrík aðferðafræði.

Teymisþjálfun (team coaching) er tiltölulega ný grein innan markþjálfunar og er hún í örum vexti. 

Hraði, breytingar, áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Þar kemur markþjálfun að góðum notum. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.

Markþjálfar sérhæfa sig á ólíkum sviðum innan markþjálfunar s.s. stjórnun af hvaða tagi sem er, heilsu, fjármálum, sjálfeflingu, ADHD og innan skólakerfisins.

Fyrirkomulag starfs faghóps um markþjálfun er þannig að á hverjum viðburði er tekið fyrir málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir.

Á Íslandi er starfandi eitt félag markþjálfa. ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi skv. alþjóðlegum og evrópskum stöðlum. Nánari upplýsingar: www.icficeland.is 

 

Viðburðurinn er á TEAMS og linkurinn er hér.

"Thrive to Perform & Perform to Thrive”

TEAMS linkur HÉR
We all deserve to thrive and we all want to perform, What if you could reach both!

SSSTOPPPP Intervention:

Experience the groundbreaking SSSTOPPPP emotional goal setting trick for instant recalibration and peak performance.

SSSTOPPPP is a positive psychology intervention I have developed to enable leaders to 'pause' themselves either in the middle of a meeting, in the midst of a conversation, or to prepare for the day, evening, meeting, project, and so on. 

SSSSTOPPPP is part of the Thrive to Perform multidimensional wellbeing and leadership development programme, a research (experiment) I am currently conducting on future and current leaders.

SSSTOPPPP is crafted from empirical research in emotional intelligence, neuroscience, positive psychology, mindfulness, psychological capital, goal setting, and cardiac coherence.

Our agenda:

Who am I? 

SSSSTOPPPP FULL

SSSSTOPPPP Quick

Client’s feedback and experiences.

Questions and Answers"

Access the app now (level 1 is free): https://positive-performances.passion.io/

 

Krumma Jónsdóttir - KJ MAPPCP

People Development Professional
Management Mentor and Executive Coach

Management Mentor & Executive Coach. With over 20 years in international hospitality, Krumma is more than an Executive Coach—she's a Performance Strategist. As the founder of "Positive Performances," she customizes positive psychology coaching to elevate individual, team, and organizational performance. Specializing in immediate well-being and performance enhancements, Krumma is an active member of both the International Coaching Federation (ICF) Iceland and the European Mentoring and Coaching Council (EMCC). Currently pursuing a Ph.D. in Leadership and Strategic Management, her research focuses on bridging higher education and organizations for unparalleled leadership growth.

Discover Thrive to Perform, the ultimate mental health app: https://positive-performances.passion.io/

Latest press:
• Forbes France: https://www.forbes.fr/mediasfrance/krumma-jonsdottir-une-executive-coach/
• Brainz Magazine: https://www.brainzmagazine.com/post/from-iceland-to-paris-a-journey-with-krumma-jonsdottir-exclusive-
interview
• Brainz Magazine Podcast: https://www.youtbe.com/watch?v=wLzi5TbYXWM

TEAMS linkur HÉR

Hvað gerir stjórnanda árangursríkan?

Click here to join the meeting


Nýlega kom út íslensk þýðing á bókinni The Effective Executive eftir Peter Drucker. Bókin heitir á íslensku Árangursríki stjórnandinn og fjallar um hvernig stjórnendur taka við stjórnvölinn í eigin lífi og ná árangri í starfi. Bókin kom fyrst út árið 1967 og hefur reynst stjórnendum um heim allan sem ómetanlegur leiðarvísir í starfi.


Í kynningunni mun Kári Finnsson, þýðandi bókarinnar, fara yfir þau fimm grundvallaratriði sem Drucker dregur fram í bókinni og reynast ættu öllum stjórnendum gott veganesti:

• Hvernig við nýtum tíma okkar á árangursríkan hátt
• Hvernig við uppgötvum og nýtum styrkleika okkar
• Hvernig við finnum út hvað við getum lagt af mörkum
• Hvernig við einbeitum okkur að því sem skiptir máli
• Hvernig við tökum árangursríkar ákvarðanir

Bókin gagnast öllum sem bera ábyrgð í starfi, hvort sem að það er í fyrirtæki, á sjúkrahúsi, í skóla eða opinberri stofnun.  

Peter F. Drucker (1909-2005) er frumkvöðull á sviði stjórnunarfræða og hafa verk hans verið nýtt sem kennslurit í háskólum, fyrirtækjum og stofnunum um heim allan. Eftir Drucker liggja samtals 39 bækur og yfir hundrað greinar sem lögðu grunninn að því sem á okkar dögum kallast stjórnunarfræði.

Nánari upplýsingar um Árangursríka stjórnandann og Peter F. Drucker er að finna á arangursrikur.is


Kynning á fyrirlesara:

Kári Finnsson
Þýðandi Árangursríka stjórnandans er Kári Finnsson, hagfræðingur og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Creditinfo. Kári hefur margra ára reynslu af skrifum, kennslu og fyrirlestrahaldi.


Fundarstjóri er Harpa Hallsdóttir, faghópur um mannauðsstjórnun.

Hvað ef vinnan væri góð fyrir geðheilsuna?

Click here to join the meeting

Helena Jónsdóttir, sálfræðingur og stofnandi Mental ráðgjöf, heldur fræðslufyrirlestur sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja viðstadda til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað.

Farið er yfir þær helstu áskoranir sem stjórnendur fyrirtækja og stofnana standa frammi fyrir
þegar kemur að geðheilbrigði á vinnustað. Farið er yfir þau helstu atriði í stjórnun og
vinnufyrirkomulagi sem líkleg eru til að draga úr eða efla geðheilsu starfsfólks og um ábyrgð
fyrirtækja, stjórnenda og starfsfólksins sjálfs í að hlúa að geðheilbrigði á vinnustað.
Fjallað verður um helstu einkenni geðvanda sem starfsfólk getur fundið fyrir sem og
möguleg áhrif slíks vanda á frammistöðu, líðan og starfsánægju. Farið verður yfir það
hvernig starfsfólk og stjórnendur geta lært að bera kennsl á þessi einkenni og hvenær og
hvernig er rétt að grípa inn í áður en vandi verður að krísu.

Að lokum verður fjallað stuttlega um þær leiðir sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri í
að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru og bæta líðan starfsfólks á
vinnustað.

Fyrirlesturinn verður 45-50 mínútur og tími verður gefinn fyrir spurningar og umræður að
honum loknum.

Fyrirlesari:
Helena Jónsdóttir er klínískur sálfræðingur og hefur starfað sem slíkur um árabil. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar og velferðar. Hún hefur borið ábyrgð ábyrgð á því að setja ný verkefni á laggirnar, stýrt stórum sem smáum nýsköpunar- og þróunarverkefnum, stýrt mannmörgum sölu- og þjónustudeildum, unnið sem framkvæmdastjóri sálfræðiþjónustu hjá Læknum án landamæra um allan heim og komið sem ráðgjafi að vinnu í tugum fyrirtækja í ólíkum geirum. Svo stýrði hún stofnun Lýðskólans á Flateyri og var þar skólastýra í eitt ár. Eitthvað sem hana dreymdi aldrei um en naut auðvitað í botn þegar á hólminn var komið. Og nú er hún stofnandi og framkvæmdastjóri hjá Mental ráðgjöf.

Nýir straumar og stefnur í markþjálfun.

TEAMS linkur finnur þú hér.

Þrír félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2023 ráðstefnunni sem haldin var í Florida síðastliðin ágúst.  Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Lilja, Ásta Guðrún og Rakel hvað þeim fannst markverðast. 

Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.

Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu. 

Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur.

Lilja Gunnarsdóttir, PCC vottaður markþjálfi.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, MCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun og formaður ICF Iceland.

Rakel Baldursdóttir, ACC vottaður markþjálfi og gjaldkeri ICF Iceland.

TEAMS linkur finnur þú hér.

 

 

Sjálfsvitund stjórnenda

Click here to join the meeting

Sóley Ragnarsdóttir kemur og kynnir niðurstöður lokaritgerðar sinnar um Sjálfsvitund stjórnenda. Umfjöllun um sjálfsvitund stjórnenda er fremur ný af nálinni í stjórnendafræðum en lengi hefur verið fjallað um mikilvægi tilfinningagreindar stjórnenda. 

Í ritgerðinni er rakið hvers vegna sjálfsvitund stjórnenda er sérlega mikilvæg fyrir vinnustaði sem og stjórnendurna sjálfa. Farið er yfir hversu mikil áhrif stjórnendur hafa á starfsmenn sína, bæði verkefnalega séð sem og tilfinningalega og það kemur fram að í raun hafa stjórnendur miklu meiri áhrif á starfsfólk en oft hefur verið talið. Þess vegna skiptir framkoma og hugarheimur stjórnenda svo gríðarlegu miklu máli, þ.e. sjálfsvitund þeirra. Það sem ritgerðin snýst um í grunninn er að því meiri sjálfsvitund sem stjórnandi hefur því meiri ánægja er hjá starfsmönnum hans sem leiðir til betri frammistöðu þeirra. Þetta samþættast svo í betri árangri fyrir vinnustaðinn. Það er því til alls að vinna að gera stjórnendur meðvitaða um betri sjálfsvitund.

Í ritgerðinni er gerð grein fyrir niðurstöðu könnunar sem gerð var meðal stjórnenda á Íslandi en þar kemur meðal annars fram að flestir stjórnendur telja sig hafa góða sjálfsvitund . Hins vegar er fjallað um það í umræðukafla hvers vegna ástæða er til að draga það sjálfsmat að einhverju leyti í efa. Bent er á umfangsmikla rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem fram kom að 95% fólks telja sig hafa góða sjálfsvitund en að raunin sé sú að einungis 12-15% hafi raunverulega góða sjálfsvitund. Það er því raunverulega ástæða til að efla frekar þekkingu á sjálfsvitund.

Um fyrirlesara: 

Sóley er lögfræðingur í grunninn og fór svo í mastersnám í verkefnastjórnun hjá Háskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist sl. vor með MSc gráðu. Í náminu lagði hún sérstaka áherslu á mannauðs- og stjórnendafræði sem leiddu til skrifa um sjálfsvitund stjórnenda.  

Sóley starfar nú sem deildarstjóri á skrifstofu forstjóra hjá Lyfjastofnun. 

Stjórnunarstraumar

Click here to join the meeting

Áherslur í mannauðsmálum 2024

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári. Eigendur Dale Carnegie á Íslandi munu kynna þessar áherslur og setja þær í samhengi við aðgerðir sem hægt er að grípa til.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson. Unnur er með yfir 20 ára reynslu sem þjálfari og ráðgjafi og hefur komið að greiningarvinnu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks margra stærstu fyrirtækja landsins. Jósafat hefur 25 ára reynslu sem stjórnandi og er framkvæmdastjóri Dale Carnegie og viðskiptaráðgjafi. 

Fyrirlesturinn verður á netinu og hlekkur verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur. 

 

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Stjórnendaþjálfun

Click here to join the meeting

Ása Karín Hólm hjá Stratagem fer yfir áherslur stjórnendaþjálfunar og áskoranir stjórnenda. Hún fjallar um hvaða straumar í ytra umhverfi hafa áhrif á stjórnun og hvað þýða þeir straumar fyrir skipulag mannauðsmála og fyrir fyrirtækjamenningu og hvaða stjórntækjum er þá hægt að beita. 

Ása Karín er með margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf og hefur komið víða við í þjálfun stjórnenda og annarra áhugaverðra einstaklinga. Hún er viðurkenndur markþjálfi, gaflari og hálfur dani, er forvitin, hefur gaman af fólki og samskiptum. 

Click here to join the meeting

The dynamic synergy between coaching practices and leadership

Aðferðir markþjálfunar og leiðtogafærni - The dynamic synergy between coaching practices and leadership.

Stutt vinnustofa þar sem kafað verður í samspil aðferða markþjálfunar og leiðtogafærni.

Vinnustofan fer fram á ensku.

Í þessari vinnustofu verður samspil leiðtogafærni og aðferðir markþjálfunar krufið til  mergjar. Skoðað verður hvernig meginreglur markþjálfunar geta samhæfst leiðtogavinnu í þeim tilgangi að bæta frammistöðu einstaklinga eða teymis. Þátttakendur munu öðlast færni í þeim aðferðum markþjálfunar sem efla leiðtoga til að skapa vaxandi menningu, eiga opin samskipti og efla nýja hæfnisþætti. 


Vinnustofan verður á formi fyrirlesturs og verklegra æfinga sem varpa sérstöku ljósi á umbreytandi áhrif þess að blanda saman markþjálfun og forystu sem leiðir til sterkari samvinnu, aukinnar hvatningar og sjálfbærs árangurs á vinnustaðnum.

Leiðbeinandi: Elias Scultori, MCC - Assistant Director of Coaching Education at CoachU

_______ 

The dynamic synergy between Coaching practices and Leadership is an insightful presentation that delves into the symbiotic relationship between effective coaching practices and leadership. This session explores how coaching principles can seamlessly integrate with leadership strategies to enhance individual and team performance. Attendees will discover how coaching methodologies empower leaders to cultivate a culture of growth, open communication, and skill development. With a balanced blend of information and practical exercises, this presentation highlights the transformative impact of combining coaching and leadership, ultimately leading to stronger collaboration, increased motivation, and sustainable organizational success.

 

Fyrir hverja er námskeiðið

Vinnustofan er hugsuð fyrir bæði stjórnendur og markþjálfa, og alla þá sem hafa áhuga á að að kynna sér þessa aðferð á virkan hátt. 

Skipulagið

Vinnustofan fer fram í Opna háskólanum í HR

  • Fimmtudaginn 28. september 2023
  • kl 12:00-13:30

Hagnýtar upplýsingar

Aðgangur er ókeypis, en þátttakendur beðnir um að skrá sig hér.

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Meet 3 Online Coaching Platforms

ICF Nordic Chapters invites you to learn more about Coaching with Online Platforms
Since the beginning of Covid-19 pandemic, online coaching has grown and are still growing rapidly. More and more platforms are being developed which offers easy online coaching access. During this webinar we will dive deeper into 3 platforms which offers online coaching in the Nordic region. 

You will learn direct from people who represents these platforms and you will also get the possibility to participate in breakout sessions to discuss your ideas and thoughts on online coaching.

 

Skráning hér: https://icf.confetti.events/online-coaching-platforms/

Aðalfundur faghóps um markþjálfun 2023

 

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldinn þriðjudaginn 9. Maí klukkan 10:00 til 10:30/10:45 bæði í gegnum Teams og staðarfundi í fundarhergi hjá Controlant strax á eftir lokaviðburðinum okkar hjá Controlant, Holtasmári 1, 201, Kópavogur.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á asta@hverereg.is

Linkur fyrir þá sem geta ekki mætt á staðarfund er hér.

Controlant Coaching Center

TEAMS linkur er hér.
 
Controlant býður í heimsókn í húsakynnum þeirra á 11. hæð, Norðurturni Smáralindar þriðjudaginn 9. maí kl. 9:00-10 til að fjalla um Controlant Coaching Center.
 
Unnur María Birgisdóttir, VP of Talent, Jóhanna Magnúsdóttir, Learning & Development Culture Manager og Auðbjörg Ólafsdóttir, VP of Culture & Communication, munu halda erindið saman.
 
Markþjálfun er verkfæri sem Controlant notar markvisst til að styðja við vöxt og framgang starfsmanna fyrirtækisins.
Farið verður farið yfir vegferð og framtíðarsýn fyrir markþjálfun hjá Controlant sem er mjög ört vaxandi fyrirtæki á Íslandi og á alþjóðavísu.

Controlant hefur undanfarin misseri fjárfest í markþjálfunarmenntun starfsmanna og starfrækir nú Controlant Coaching Center þar sem tíu starfsmenn Controlant sem einnig eru markþjálfar bjóða öðru starfsfólki fyrirtækisins upp á markþjálfun til að styrkja sig og efla í lífi og starfi.Viðburðurinn verður haldinn á 11. hæð Norðurturni Smáralindar.

Leading with Inclusion: Generational Diversity, and Intersectionality in the Workplace with Chisom Udeze

Join meeting here

With the wide span between generations in the workplace today, what is the best way to approach leadership? How can you include all? Chisom will dig into the topic and share her insights.

About Chisom: 

Chisom is an Economist, Organizational Design and DEI Strategist, and a 3 times founder of impact-driven companies. She has over 13 years of experience working with organizations like the European Commission, The United Nations, ExxonMobil and The Economist Group. Chisom is a data enthusiast and analytical. She is passionate about interrogating the cross-sectoral relationship between society’s inhabitants, resources, production, technology, distribution and output. She efficiently and effectively unlocks complex systems, interprets data, forecasts socio-economic trends and conducts research.

Having lived in 7 countries across 3 continents, she is highly adaptable to different circumstances and people, and thrives in uncertain environments.

As the founder of Diversify, Chisom works with companies, governments and civil society to facilitate measurable diversity and inclusion initiatives in the workplace and society. In 2020, mid-pandemic, she founded HerSpace, a diverse and inclusive co-creation community for all genders, with a particular focus on women. HerSpace is launching a Women in Tech incubator in August 2022, for women-led companies, with a focus on the inclusion of diverse founders.

Chisom is a thought leader in Diversity, Equity, Inclusion and Belonging (DEIB) and a passionate advocate for mental health and wellness. She is an entrepreneur at heart and committed to life-long learning. She enjoys playing tennis, reading, binge-watching TV shows and cooking.

Linkedin: https://www.linkedin.com/in/chisomudeze/ 

Mannauðsmál, fræðsla og samstarfsverkefni mannauðs og markaðsdeildar.

Bláa Lónið býður í heimsókn í Urriðaholtstræti 2-4 og segir okkur frá fræðslustarfi sínu.

Heimsókn í Bláa Lónið - Vinningshafi Menntaverðlauna Atvinnulífsins 2023
 
- Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mannauðs, öryggis og heilsu býður gesti velkomna.
 
- Fanney Þórisdóttir fræðslustjóri segir frá vegferð Bláa Lónsins í fræðslu gegnum umbrotatíma  
 
- Lóa Ingvarsdóttir forstöðumaður á mannauðssviði og Arndís Hákonardóttir forstöðumaður markaðsmála og PR segja okkur frá markmiðum og árangri samstarfsherferðar mannuðs og markaðsdeildar: Fólkið okkar.
 
Boðið verður uppá á léttar veitingar frá bakaríi Bláa Lónsins ásamt því að allir gestir fá húðvörugjöf úr húðvörulínu Bláa Lónsins.
 
Viðburðurinn fer fram á 3. hæð í nýju skrifstofuhúsnæði stoðsviða Bláa Lónsins í Urriðaholtsstræti 2-4.
 




 

MasterClass in Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

Zoom linkur
Faghópur markþjálfunar býður upp á vefnámskeið (Zoom) með Dr. Tünde Erdös þar sem hugtakið nærvera (Presence) verður rýnt, meðal annars út frá því hvernig við getum notað nærveru til að skapa betri sambönd, ná betri árangri og eiga í betri samskiptum. Nánari lýsing á námskeiðinu er hér fyrir neðan á ensku frá Dr. Tünde.

Athugið að námskeiðið sjálft verður á ensku.

Þau sem taka þátt í námskeiðinu bjóðast aðgangur að lokuðum facebook-hóp þar sem Dr. Tünde Erdös mun taka þátt í samtali með okkur um nærveru og deila efni þessu tengdu og fer það samtal fram áður en námskeiðið er haldið í febrúar. Þátttaka í þessu samtali og samfélagi mun gefa okkur aukið virði þegar það kemur að sjálfu námskeiðinu. Hér er hægt að óska eftir aðgangi í hópi “hlekkur á facebook-hóp”.

Frekari upplýsingar hér á ensku:

Based on my credo, I’m delighted to deliver a MasterClass for you to explore a key theme that helps us serve better relationships, better results, and better interactions:

Presence: The importance of nonverbal dynamics in every-day interactions

What’s happening in our world?
83% of leaders drown in over-commitments, the issue being that:



- Priority issues erode attention,


- Double risk of shallow work vs. deep work


-Double risk of low contribution vs high contribution 
(Hack Future Lab, 2021)

Why is presence the right approach to solve these issues?


It’s because meaningful decisions are born in the space of presence. And leadership is a lot about making meaningful decisions and taking choices that help rather than harm. Those decisions and choices help leaders ask powerful questions, the way they do in coaching. 

Latest research shows that presence is about mastering somatic responsiveness in our interactions. And somatic responsiveness is not lodged in the mind. It’s lodged in the body, which is the cradle of our five senses. As such it’s the most reliable instrument that can tell how we’re doing and how we’re performing any given moment.

Priority issues, disengagement, lack of focus, shallow work and overwhelm are all about a lot of loss: losing out on being productive, losing money and time, missing out on having effective relationships, and losing out on your own capacity to have a fulfilled life at work and beyond.

Because we human beings tend to have a default setting about everything - money, love, relationships, work -, we are unaware of the scope of choices we have as we disown aspects of ourselves, among other things, our five senses. This disowning limits our potential.

In our MasterClass, we will explore, reflect and jointly make meaning of the somatic nature of presence as a growth and performance intervention. We will create space for



a) leaving our own default state of presence that feels most comfortable, 


b) reflecting the consequences of our presence-less-ness in our comfort zone.

You will take away deeper understanding around

  1. why presence is relevant in your leadership,
  2. what you can learn from coaching presence for better relationships, better results, and better interactions.


Tünde Erdös, PhD, MSc Executive Coach ICF MCC, EMCC Senior Practitioner 1st degree connection

www.tuendeerdoes.com
www.coachingdocu.com
www.integrative-presence.com

NOTE: if you are going to join this event we ask you to be a part of this group here:https://www.facebook.com/groups/5552106184826942

Zoom linkur

See less

Markþjálfadagurinn 2023 - Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað

Markþjálfunardagurinn verður haldinn þann 2. febrúar næstkomandi undir yfirskriftinni ,,Velsæld og árangur á framsýnum vinnustað”. Þar mun ICF Iceland að venju leiða saman alþjóðlegt fagfólk sem deilir reynslu sinni af því hvernig þörf á nýrri nálgun í átt að árangri fyrirtækja byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu forsenda þess árangurs.

Aðalfyrirlesarar Markþjálfunardagsins eru frumkvöðullinn og manneskja ársins Haraldur Þorleifsson, Tonya Echols margverðlaunaður alþjóðlegur PCC markþjálfi, og Kaveh Mir, stjórnendamarkþjálfi MCC sem situr í stjórn ICF International ásamt Tonya.

Harald þekkir hvert mannsbarn hér á landi fyrir m.a. Römpum upp Ísland verkefnið, auk þess sem hann var kosinn manneskja ársins. Hann hefur náð ótrúlegum árangri í sínum verkefnum hvort sem það eru hans persónulegu verkefni eða fyrirtækið Ueno sem hann byggði upp og seldi til Twitter. Hans erindi nefnist Function + Feelings. Tonya var valin stjórnendamarkþjálfi ársins af CEO Today Magazine, hún situr í ráðgjafateymi Forbes, hefur skrifað fjölda greina í Forbes og er í markþjálfateymi TED Talks. Kaveh hefur komið að stjórnendaþjálfun, breytingastjórnun, teymis-uppbyggingu, leiðtogaþróun og vinnustaðamenningu hjá fjölda alþjóðlegra fyrirtækjarisa á borð við Warner Bros, Google, Amazon, Lego, Deloitte, HSBC, Mars, Salesforce og CNN og verður gjöfull á reynslu sína í erindi sínu.

Það er okkur sannur heiður að fá stórstjörnur frá ICF International til okkar á Markþjálfunardaginn í ár, fólk með áratuga reynslu á stóra sviði markþjálfunar. Þau ætla að opna upp á gátt reynslu sína og viðskiptamódel á vinnustofunum sem ætlaðar eru fyrir markþjálfa og erum við mjög spennt að læra af þeim.

Auk þeirra Haraldar, Tonyu og Kaveh munu stíga á stokk þrjú fyrirlesarateymi: Aldís Arna PCC markþjálfi og Jón Magnús Kristinsson læknir, markþjálfarnir Anna María Þorvaldsdóttir ACC og Inga Þórisdóttir og Kristrún Anna Konráðsdóttir ACC markþjálfi og Davíð Gunnarsson framkvæmdastjóri Dohop. Þá mun þróunarstjóri hjá ICF International Malcom Fiellies PCC markþjálfi og þjálfunarstjóri hjá ICF Global vera með erindi um stuðning við starfsfólk í gegnum skipulagsbreytingar.

 

Markþjálfunardagurinn er stærsti árlegi viðburður félagsins. Vinnustofurnar verða haldnar 1. febrúar en ráðstefnan 2. febrúar. Miðasala er hafin á Tix og hvetjum við alla félaga að njóta dagsins, uppskerunnar og tengslanetsins. Viðburðirnir gerast ekki stærri.

 

Ef fyrirtækið þitt vill fá 8 manna borð eða bás er best að senda póst á icf@icf.is. Það er 20% afsláttur af miðaverðinu ef keyptir eru 5 miðar eða fleiri. Þetta er frábær dagskrá og hvetjum við alla sem hafa áhuga að skrá sig, þú ferð ríkari heim eftir þessa ráðstefnu. Að sjálfsögðu verður Stjórnvísir með bás eins og venjulega, þar sem Gunnhildur ofl. munu taka vel á móti þér/ykkur.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Hvað er teymi og hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel teymismarkþjálfa (Team Coach)?

Linkur á streymi hér
Teymisvinna er sífellt að verða algengari í fyrirtækjum og félagasamtökum ásamt samvinnu teyma þvert á deildir, skrifstofur og fyrirtæki. Það eru nokkur atriði sem mikilvægt að skoða áður en lagt er af stað í teymisvinnu með teymismarkþjálfa.

Í þessu erindi verður farið yfir „T-in 3“ Teymi, Teymismarkþjálfun og Traust og leitast við að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvað teymi er og hvað ekki?
  • Hvað felst í teymismarkþjálfun og hvað ekki?
  • Hver er ávinningurinn af teymismarkþjálfun?
  • Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar þú ræður teymismarkþjálfa?
  • Hvað er og hvernig kemur traust inn í þetta?

 

Fyrirlesarari:

Lilja Gunnarsdóttir  er teymismarkþjálfari (Team coach) með vottun frá ICF og EMCC, PCC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun ásamt diplóma í opinberri stjórnsýslu.  Lilja er sjálfstætt starfandi teymismarkþjálfi og markþjálfi ásamt því að starfa sem sérfræðingur á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. Mottó: Lengi getur gott batnað.

Viðburðurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavík

Linkur á streymi hér

 

 

Hvernig fáum við fólkið með ? Fræðsluerindi um breytingastjórnun og reynslusaga úr byggingariðnaði

Click here to join the meeting

Mikilvægi breytingastjórnunar er að fá fólkið með !

 Við ætlum að hlusta á tvo frábæra fyrirlesara ræða um breytingastjórnun. 

  • Lára Kristín Skúladóttir leiðtogaþjálfi verður með hugvekju um það hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum.

  • Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk, fjallar um hvernig JÁVERK hefur tekist á við breytingar í tengslum við auknar áherslur á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda og lærdóminn sem hefur orðið á þeirri vegferð.

-----------------------------------------------------

Dagskrá: 

09:00-09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun - kynnir og stýrir fundinum​

09:05-09:20  Lára Kristín Skúladóttir, leiðtogaþjálfi – hugvekja um hvernig setja má fólk í forgrunn í breytingaverkefnum

09:20-09:50  Sigrún Melax, gæðastjóri JÁVERK – breytingar á auknum áherslum á umhverfismál og vottanir byggingaframkvæmda 

09:50-10:00  Umræður og spurningar

-----------------------------------------------------

Hlökkum til að sjá ykkur ! 

 

Streita eða slökun í desember - þitt er valið

Video frá viðburðinum

Njóta eða þjóta - er valið þitt?

IOGT á Íslandi bjóða okkur til sín í nýtt húsnæði sitt í Hverafold 1-3, næg bílastæði fyrir framan og neðan hús. Viðburðinum verður jafnframt streymt hér

Skoðum DESEMBER og allar þær áskoranir sem fylgja því að forgangsraða tíma sínum þegar um margt er að velja þennan annasama jólamánuð.

Við skyggnumst inn í atvinnulífið og kynnumst því hvað fyrirtæki gera fyrir starfsfólkið sitt á álagstímum og heyrum að auki mikilvæga umfjöllun um starfsumhverfi barna í desember.

Erindin efla þátttakendur til að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum njóta okkar í leik og starfi í desember. 

Dagskrá:

  • "Verndaðu þínar 90 mínútur" Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu gefur okkur góð ráð um hvernig við getum forgangsraðað tíma okkar og komið því mikilvægasta að fyrst.
  • Hvernig halda stjórnendur VIRK utan um starfsfólkið sitt og styðja það í desember. Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðsmála deilir með okkur því sem þau gera.
  • Lóa Ingvarsdóttir ætlar að segja okkur frá því hvað Bláa Lónið er að gera fyrir sitt starfsfólk í aðdraganda jólanna til að minnka stress og streitu eins og kostur er. Við fáum innsýn inn í hvernig leiðarljós Bláa Lónsins Wellbeing for People & Planet endurspeglast inn í þessa þætti.
  • "Að velja einfaldleikann" Jensína Edda og Arna Guðrún frá leikskólanum Laufásborg. 
  • Umræður og spurningar

 

 

Fyrirlesarar:

  • Auður Þóhallsdóttir hefur starfað sem sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK síðan árið 2014. Áður starfaði hún sem fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi hjá Samskipum og þar áður sem leiðtogi fræðslumála hjá Ísal. 
  • Lóa Ingvarsdóttir er forstöðumaður fræðslu, gæðamála mannauðs og innri samskipta á mannauðssvið Bláa Lónsins. Hún hefur starfað í yfir 5 ár hjá félaginu í mannauðsmálum en auk þess er Lóa jógakennari og kennir jóga og hugleiðslu á The Retreat at Blue Lagoon Iceland.
  • Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu er stjórnunarráðgjafi  og hefur mikla reynslu í starfsmanna- og stjórnendaþjálfun.  Hún heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hún kennir og þjálfar starfsfólk og stjórnendur til að ná betri tökum á eigin starfi. Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.  

 

Linkur á streymi hér.

Hvernig verðum við besti vinnustaðurinn sem við getum orðið? Reynslusaga Dohop af teymis- & markþjálfun

Fyrir ári síðan ákvað Dohop að gera tilraun með því að fá til sín teymis- og markþjálfa tvo daga í viku til þess að þjálfa öll teymi fyrirtækisins ásamt því að bjóða upp á markþjálfun fyrir starfsfólk.
  • Hver er kveikjan að því að hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti (og með nóg annað að hugsa um) fjárfestir í svona  tilraun?
  • Hvernig hefur gengið?
  • Er ROI á þessari fjárfestingu?
  • Hvaða lærdómur hefur verið dreginn á leiðinni?
Davíð Gunnarsson forstjóri Dohop og Kristrún Anna Konráðsdóttir teymis- og markþjálfi ræða um vegferðina, áskoranir og uppskeru. Tími verður fyrir spurningar og vangaveltur og eru þátttakendur hvattir til að spyrja og spegla. 
 
 

Empower Now - Jafnrétti, fjölbreytni og tækni

Hlekkur á viðburð
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO og meðstofnandi Empower.

Þórey kynnir áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr könnuninni Kynin og vinnustaðurinn 2022.  Þar er lögð áhersla á að skoða upplifun mismunandi hópa á fyrirtækjamenningu út frá kyni, aldri og kynhneigð.  Verkefnið er samstarfsverkefni Empower, Maskínu, SA, Viðskiptaráðs og HÍ.

Einnig fer hún yfir það hvernig nýsköpunarfyrirtækið Empower er á einstakalega spennandi vegferð eftir að hafa tryggt 300m kr. fjármögnun í vor.  Empower er að færa sína aðferðafræði varðandi jafnrétti og fjölbreytni(DEI) á vinnustöðum alfarið inn í SaaS hugbúnað sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023.  Þar sem um er að ræða heildræna nálgun, með mælaborði, örfræðslu ofl. 

Hlekkur á viðburð

 

Stjórnunarstíll til framtíðar!

Dr. Eyþór Ívar Jónsson ætlar að fjallað um ólíka stjórnunarstíla og af hverju þeir skipta máli við ólíkar aðstæður. Sérstaklega verður fjallað um hvernig stjórnendur vita hvaða stjórnunarstíll hentar þeim best og hvernig má þróa þann stjórnunarstíl. 

Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forseti Akademias, Vice President European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Eyþór hefur sérhæft sig í kennslu í stefnumótun, nýsköpun og stjórnarháttum og hefur kennt við háskóla í Svíþjóð (Lund University), Danmörku (CBS, KU), Noregi (BI), Víetnam (NEU) og á Íslandi (HR, HÍ og Bifröst). Hann hefur skrifað hátt í 800 greinar um viðskipti og efnahagsmál og ritstýrt fjölda tímarita (m.a. Vísbendingu, Íslensku atvinnulífi, Góðum stjórnarháttum og Nordic Innovation). Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja og verkefna og stýrt stjórnarstarfi í um 200 fyrirtækjum (þ.m.t. ráðgjafarstjórnum). Eyþór hefur stofnað, skipulagt eða stjórnað mörgum viðskiptahröðlum fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki; eins og t.d. Growth-Train, CBS MBA Accelerator, StartupReykjavik og Viðskiptasmiðjunni. Ríflega 300 sprotafyrirtæki, vaxtarfyrirtæki og frumkvöðlar hafa farið í gegnum þessi prógröm.

Við ætlum að hittast hjá Akademias Borgartúni 23, 3. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar að viðburði loknum og vonumst við til að fólk gefi sér tíma til að staldra við og spjalla í lok viðburðar. 

 

Hlekkur á streymi

 

(Meeting ID: 814 8702 4267  Passcode: 071208)

 

 

 

 

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði fyrir og eftir Covid

Hérna er linkur á streymið

Takmarkað pláss er í boði á staðfund, og því mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. Einnig er hægt að skrá sig á fjarfund.

Skráning á viðburðinn fer fram HÉR!

---

Prósent í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, Samtök Verslunar og þjónustu (SVÞ) og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Kulnun Íslendinga
Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020. 

 

Rannsóknarmódelið sem notast var við til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinning fyrir lágum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement).

 

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður. Markmið fundar er að kynna hvernig staðan á vinnumarkaðinum er m.t.t. kulnunarstigs, hver staðan er fyrir og eftir Covid og þróunina á milli þessara tímabila.

 

Einnig verður kafað dýpra til að skoða hvort munur sé á milli hópa út frá starfi, fjölda tíma sem starfsfólk vinnur á viku, munur á opinbera geiranum og einkageiranum, kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

 

Dæmi um niðurstöður síðan 2021
Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Hvernig má haga sér og hvað má segja? Hver eru mörkin?

Fundurinn er fjarfundur. Hægt er að tengjast fjarfundinum með því að smella hér
E
f beðið er um kóða þá eru hér upplýsingar: Meeting ID: 373 484 673 304    Passcode: JoRDhB

 

Einelti, kynferðisleg áreitni, ofbeldi og önnur óæskileg hegðun er ekki liðin á vinnustaðnum. Hvernig geta fyrirtæki lagt línurnar og boðið starfsfólki sínu upp á öruggt vinnuumhverfi. 

  • Þórkatla Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur hjá Lífi og sál sálfræðistofu 
  • Sara Hlín Hálfdánardóttir, sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu - Vinnustaðurinn, vinnustaðamenning og EKKO

Fundarstjóri viðburðarins er Heiður Reynisdóttir, mannauðsstjóri hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

Viðburðurinn er haldinn á Teams, sjá hér efst.

Stórar breytingar í rekstri og vinnustaðamenning

Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur starfsárið með krafti með tveimur áhugaverðum fyrirlestrum.

Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti, mun fjalla um ávinning þess að setja fókus á vinnustaðamenningu til að ná árangri við innleiðingu breytinga. Tölfræðin sýnir að menning vinnustaða sé aðalorsök þess að breytingaverkefni heppnist ekki. Rætt verður hvað þarf að hafa í huga til að ná árangri.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, mun ræða þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir eftir kaup á fjölmiðlarekstri 365.  Þar reyndi á að breyta öllu vinnulagi, innri kerfum, ferlum og meðferð upplýsinga.  Eins þurfti að endurfjármagna reksturinn.  Almennt verður fjallað um hvað beri að varast þegar farið er inn í endurskipulagningu fyrirtækja og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar svo að vel takist til.

Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.

Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti

09:20 – 09:50  Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Abracadabra = Ég skapa þegar ég tala

Teamslinkur á fundinn
Til eru mismunandi sérhæfingar innan markþjálfunar eins og til dæmis stjórnendamarkþjálfun, lífsmarkþjálfun, heilsumarkþjálfun og svo er það sköpunargleðimarkþjálfun.

Markmið sköpunargleðimarkþjálfunar er að aðstoða fólk í sköpunargleðiferlinu, hvort sem það er til þess að skapa list, leysa vandamál eða skapa ný viðskiptatækifæri.

Sköpunargleði er sögð ein mikilvægasta hæfni nútímans og hefur verið skilgreind sem hugsanamynstur sem leiðir af sér nýjar og nytsamlegar hugmyndir. Góðar spurningar geta stýrt þessu hugsanamynstri á nýjar slóðir og hjálpað okkur að sjá ný tækifæri og lausnir.

Á þessum morgunfundi mun Birna Dröfn Birgisdóttir tala um sköpunargleðiferlið, töfrana sem geta gerst þegar við hugsum upphátt og hvernig markþjálfun getur nýst til þess að efla sköpunargleði fólks.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði. Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Teamslinkur á fundinn

Fjar-Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Teamslinkur á aðalfundinn

Við boðum til aðalfundar faghóps um markþjálfun

Dagskrá aðalfundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  4. Önnur mál.

Við leitum að fleirum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í starf faghópsins til að fá inn nýja strauma og auka fjölbreytileika viðburða.

Áhugasamir hafi samband við Lilju, s. 867-6981, liljagu@gmail.com eða markthjalfun@stjornvisi.is

Hvernig velur þú markþjálfa?

Viðburðurinn fer fram á Teams. Linkur hér.

Hvernig velur þú þér markþjálfa?

Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?

Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?

Hvað er mikilvægt að hafa í huga?

Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir? 

Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?” 

Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.

Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.

Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.

Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina.

Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.

Linkur á teams viðburð.

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

The Team Coaching Revolution Is here. Are YOU ready?

Linkur á viðburð: https://us04web.zoom.us/j/73699155617?pwd=iUeubM4fjwM9YxxgEFE6GApAS7uD4V.1

 

Viðburðurinn er á ensku


Lausnir dagsins í dag voru ekki hannaðar til að leysa áskoranir morgundagsins.

David Clutterbuck prófessor er einn af brautryðjendum markþjálfunar (coaching) og teymisþjálfunar (Team Coaching). David mun gefa okkur innsýn inn í hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur skilaði fyrirtækjum árangri ásamt því að svara fyrirspurnum í lokin.  

Today's solutions were not designed to solve tomorrow's challenges. Companies are facing a new set of obstacles and are struggling to solve them using yesterday's solutions.

Few organizations are prepared for the transition from the "heroic CEO" model to the cohesive team approach needed in an increasingly VUCA world.

A new model of leadership is needed. One that can deliver swift results and remove the limits of traditional organizational development.

Team coaching requires a significantly different set of additional skills compared to one-to-one coaching. David will give us insight into what team coaching is and explores how it differs from team building, team facilitation and other interventions and how organization can benefit from team coaching.

 

About Professor David Clutterbuck

David is an international pioneer of coaching and mentoring. He is the author of 70 books, and is well-known internationally as a keynote speaker.

Named No. 1 Influencer on European Coaching, David is one of Marshall Goldsmith’s Global 100 leading coaches. He is also Co-Founder and Special Ambassador of the European Mentoring & Coaching Council (EMCC).

David is Practice Lead of Coaching & Mentoring International, a global educational network, and one of the international pioneers of coaching and mentoring.

David is visiting coaching & mentoring Professor at over 4 universities, including Henley Business School & Oxford Brookes.

https://davidclutterbuckpartnership.com/

Linkur á Teamsviðburð hér

Sjálfstæði - færni - framfarir

Linkur á teams viðburð hér

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar mun Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar vera með rafrænan fyrirlestur um nýtt þróunarverkefni sem Menntaskólinn Borgarfjarðar er að innleiða og starfa eftir.

Bragi hyggst fjalla um þann góða grunn sem starf Menntaskóla Borgarfjarðar byggir á og ekki síst um það þróunarverkefni sem nú er í gangi. Áhersla skólans hefur frá stofnun verið að líta til hvers nemanda sem einstaklings sem þarf mismunandi leiðir í námi til að efla sig sem best.

Bragi Þór Svavarsson

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann tók við sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í upphafi árs 2020 en þar áður starfaði hann  hjá Íslandsbanka,  frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkahlutafélag sem var formlega stofnað árið 2006. Frá upphafi undirbúnings Menntaskóla Borgarfjarðar var lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu. Meðal nýjunga í skólastarfi við stofnun skólans má nefna að stúdentsprófi luku nemendur að jafnaði á þremur árum, áhersla  lögð á leiðsagnarmat  í stað hefðbundinna prófa og nemendum skylt að nota fartölvu við nám sitt.  Við skólann er nú rekið skólaþróunarverkefnið „Menntun fyrir störf framtíðar“ það er liður í því markmiði skólans að fara ótroðnar slóðir og vera í fararbroddi þegar kemur að nái og kennslu.

Linkur á teams viðburð hér

 

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Hlekkur á TEAMS hér.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi fjallar um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun er notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjalfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir fjallar um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

 

Hlekkur á TEAMS hér.

„Markþjálfun hjálpaði mér og ég vildi gefa til baka” - Niðurstöður meistararannsóknar um innanhússmarkþjálfun hjá Íslandspósti.

Linkur á Teams viðburð - Í ljósi aðstæðna verður fundurinn einungis á TEAMS - ekki á áður auglýstum stað. 

Markþjálfun er ástæðan fyrir því að Helga Kolbrún ákvað að fara í meistaranám í mannauðsstjórnun. Til að loka hringnum og gefa til baka, ákvað hún að beina sjónum að markþjálfun í lokaverkefni sínu.

Hún rannsakaði innanhússmarkþjálfun hjá Íslandspósti og í þessum fyrirlestri kynnir hún helstu niðurstöður um reynslu starfsmanna Íslandspósts af innanhússmarkþjálfun og mat þeirra á starfsumhverfi og líðan í starfi.

Rannsóknin er tilviksrannsókn (e. case study) framkvæmd með blandaðri aðferð, eigindlegum viðtölum og spurningakönnunum. Innanhúss markþjálfi var ráðinn til starfa hjá Íslandspósti í byrjun árs 2021 og var sett af stað markþjálfunarprógramm með um 30 starfsmönnum sem fengu markþjálfun í þrjá mánuði. Tekin voru djúpviðtöl við 12 starfsmenn sem voru í markþjálfun auk þess sem spurningakönnun var lögð tvisvar fyrir hópinn. Helga Kolbrún fer yfir stöðu þekkingar á markþjálfun og rannsóknum sem hafa verið framkvæmdar undanfarin ár og ber saman við eigin niðurstöður. 

Fyrirlesari:
Helga Kolbrún Magnúsdóttir er með MS gráðu í mannauðsstjórnun en hún hóf nám í HÍ í janúar 2020 og skilaði lokaverkefninu haustið 2021. Bakgrunnur Helgu Kolbrúnar er innan tölvunarfræði og hafði hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur í tæp 13 ár, eða til lok árs 2018, þegar hún ákvað að breyta til. Áður hafði hún lokið grunnnámi í markþjálfun hjá Evolvia árið 2019. „Í gegnum sjálfsvinnuna sem fylgir markþjálfunarnáminu uppgötvaði ég ástríðu mína fyrir að vinna með fólki sem er ástæðan fyrir því að ég ákvað að breyta til og læra mannauðsstjórnun,“ segir Helga Kolbrún.

Linkur á Teams viðburð

Þarf sterka leiðtoga til að hönnunarsprettir (Design Sprint) skili árangri?

Hlekkur á viðburð

Lára Kristín og Kristrún Anna ætla að fjalla um reynslu þeirra af því að leiða hönnunarspretti og sýn þeirra á hvernig árangur sprettanna og hugrekki leiðtoga tengist sterkum böndum.

"Lærdómurinn sem við höfum dregið af þeim hönnunarsprettum sem við höfum leitt, er að leiðtogar þurfa stóran skammt af hugrekki til að treysta ferlinu (sem er á tímum mikil óvissuför) og þeir þurfa þor til að taka ákvarðanir á staðnum. Einnig krefst það berskjöldunnar að sýna viðskiptavinum ófullkomna prótótýpu og kjarks að hlusta á endurgjöf viðskiptavina. Það að fara úr "inn-á-við" hugsun í viðskiptavina-miðaða hugsun krefst sterkra leiðtoga - ekki bara stjórnenda heldur allra þátttakenda í sprettinum. Þegar þetta er til staðar fara töfrarnir að gerast"

Kristrún Anna Konráðsdóttir er teymisþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og Agile-ráðgjafi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi. Kristrún hefur leitt árangursrík tækniverkefni, þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í Agile hugarfari auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er nú sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða þó öll á einhvern hátt að því að efla og styrkja fólk í sínum hlutverkum. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA

Lára Kristín Skúladóttir er lóðs (facilitator) og leiðtogaþjálfi. Hún hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk bæði fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnateymi í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur t.d. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.

 

 

 

 

Að nýta aðferðafræði markþjálfunar (Coaching) sem stjórnandi

Að nýta aðferðafræði markþjálfunar (Coaching) fyrir stjórnendur
 
 
Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkrafti hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa fyrir. Markþjálfun (Coaching) er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.
Á þessum fyrirlestri mun Eva Karen segja frá uppsetningu á námskeiði sem hún hefur búið til og haldið fyrir stjórnendur. Einnig mun hún deila með okkur hvernig þessi aðferðafræði getur og hefur nýst stjórnendum til dagsins í dag sem hafa farið í gegnum námskeiðið.
 
Eva Karen er stofnandi og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf þar sem hún hefur starfað m.a sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur unnið sem stjórnandi í sínum eigin fyrirtækjum en einnig hjá öðrum. Eva hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og mikið unnið í stjórnendaþjálfun á Íslandi. Eva er lærður kennari frá Kennaraháskóla Íslands, lauk forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk svo MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Einnig er Eva Karen ACC vottaður markþjálfi.
 
Linkur á teamsfundinn hér.

FRESTAÐ - Stjórnendaspjall

Af óviðráðanlegum ástæðum verðum við að fresta þessum áhugaverða viðburði. Ný dagsetning kemur síðar!

Við byrjum nýtt starfsár með samtali við tvo stjórnendur sem hafa nýtt sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, og Arndís Steinþórsdóttir, skólastjóri Háteigsskóla, sem hafa bæði lært aðferðafræði markþjálfunar og nýta sér hana í störfum sínum sem stjórnendur á fjölmennum vinnustöðum.

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, úr stjórn faghóps markþjálfunar, mun ræða við Sigurð og Arndísi um markþjálfun og hvernig hún hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur.

Viðburðurinn er 30 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

Fundurinn er á Teams. 

Fjar-Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Linkur á aðalfundinn

Við boðum til aðalfundar faghóps um markþjálfun

Dagskrá aðalfundar:

  1. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  2. Kosning stjórnar
  3. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  4. Önnur mál.

Við leitum að fleirum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í starf faghópsins til að fá inn nýja strauma og auka fjölbreytileika viðburða.

Áhugasamir hafi samband við Lilju, s. 867-6981, liljagu@gmail.com eða markthjalfun@stjornvisi.is

 

Beint í mark - innanhúsmarkþjálfun hjá Póstinum

Linkur á teams viðburð

Hvernig er hægt að byggja upp leiðtogamenningu? Þær Sigga og Edda eiga það sameiginlegt að hafa leitað svara við þessarri spurningu um árabil. Sigga kynntist hugmyndum um leiðtogamenningu í meistaranámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð og hefur unnið markvisst að uppbyggingu slíkrar menningar þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri. Edda nam ábyrga stjórnun við Steinbeis háskóla í Berlín og hefur rekið leiðtogamarkþjálfun með áherslu á leiðtogaþróun og ábyrga stjórnarhætti. 

Þær sameinast í þeirri trú að leiðtogamarkþjálfun og markviss leiðtogaþróun séu lykillinn að því að byggja upp leiðtogamenningu innan fyrirtækja og stofnana. Þær segja frá innanhússmarkþjálfun hjá Póstinum og því hvernig markþjálfunin fléttast inn í starfsemi mannauðsdeildar. „Pósturinn er fyrirtæki þar sem allir eru leiðtogar. Þetta er mikilvægur hluti af innleiðingu nýrrar mannauðsstefnu okkar og þar kemur innanhúss markþjálfun sterklega við sögu ásamt markvissri leiðtogaþróun,“ segir Sigga.

Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstins býr yfir ríkulegri reynslu og þekkingu af mannauðsmálum en hún hefur starfað í greininni um 13 ára skeið. Auk MS gráðu í stjórnun og mannauðsmálum lauk Sigríður markþjálfunarnámi frá HR árið 2018 og hefur nýtt sér aðferðir markþjálfunar í starfi æ síðan. Sigga elskar að skrifa ljóð og fara á skíði. 

Edda Jónsdóttir markþjálfi Póstsins hefur starfað við markþjálfun í rúman áratug. Auk MA gráðu í ábyrgri stjórnun lauk hún markþjálfunarnámi frá Alþjóðlegu markþjálfunarakademíunni (e. International Coach Academy) í Ástralíu árið 2012 ásamt sérnámi í fjármálatengdri markþjálfun og úrvinnslu takmarkandi undirliggjandi hugmynda (e. limiting beliefs) hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum. Edda elskar bóklestur og gönguferðir í náttúrunni.

Starfsþróun & Markþjálfun: Hannaðu þína eigin starfsþróunarvegferð - með markþjálfun!

Púkarnir okkar!

“Púkarnir okkar” 

Má bjóða þér að koma í skemmtilega hugarfarseflingu?   

Kynning á hugarfarsþjálfun sérstaklega ætluð stjórnendum fyrirtækja og starfsmönnum mannauðssviða 

Ef þú ert vel á þig kominn líkamlega getur þú farið upp brattar brekkur án líkamlegs álags. Á sama hátt getur þú betur tekist á við allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða ef þú ert í andlegu jafnvægi. Það að stunda líkamsrækt byggir upp vöðva líkamans en vissir þú að einnig er hægt að þjálfa heilahvelin; „vöðvana“ í heilanum á markvissan hátt?

Eftirfarandi niðurstöður samkvæmt rannsóknum sýna fram á að:

 

  • Sölufólk selur 37% meira
  • Teymi vinna 31% betur saman
  • Þú verður þrisvar sinnum meira skapandi
  • Þú getur lifað 10 árum lengur
  • Streitustigið lækkar hjá þér og þú verður hamingjusamari

 

Okkur hjá Gift For Lifetime er ánægja að geta boðið upp á fjögurra stunda vinnustofu á Íslandi sem mun gefa þér skilning á svokölluðu PQ kerfi fyrir jákvæða hugarfarsþjálfun sem er ætluð bæði einstaklingum og teymum fyrirtækja. Þessi einfalda aðferð við þjálfun hugans hefur verið að riðja sér til rúms um allan heim þar sem starfsmenn fyrirtækja þurfa nú oftar að vinna heima og halda fjarstýrða fundi.  PQ kerfið hjálpar starfsmönnum við að leysa úr ágreiningi á auðveldan hátt, takast á við streitu, efla framleiðni og afköst og fyrirbyggja neikvæðar tilfinningar og hugsanir. Með einfaldri aðferð má þróa með sér betri hæfni til að takast á við flókin starfsmannamál og styrkja jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Við erum öll með litla púka á öxlunum og með því að læra að skilja púkana okkar og þjálfa hugann með einföldum og skemmtilegum æfingum getum við virkjað betur hægra heilavelið, en það er sá staður heilans sem skynjar jákvæðar tilfinningar eins og sköpun, kærleika og framkvæmdargleði. Við stöndum okkur mun betur í lífi og starfi og verðum hamingjusamari fyrir vikið.

 

Af hverju er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn í mannauðsstöðum að taka þátt í svona vinnustofu? 

 

  • Í dag eru mannauðsmál að þróast mjög hratt og hafa þau einnig tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar þess ástands sem geysar í heiminum í dag. Núna er enn frekari ástæða til að leggja meiri áherslu á gildi og afköst starfsmanna og þeirra félaslegu aðstæður og er hugarfarsefling nauðsynlegur þáttur í þeim efnum
  • Samkvæmt Sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna er mikilvægi sjálfbærrar mannauðstjórnunar hjá fyrirtækjum skýr. Áherslan í þróun mannauðsmála í heiminum fyrir árið 2020 var á nám, starfsreynslu og mikilvægi persónulegra heilsu- og vellíðunaráætlana sem er stór þáttur í PQ hugarfarsþálfuninni
  • Með þessari vinnustofu munt þú geta tileinkað þér eiginleika sem nýtast þér jafnt í starfi sem og einkalífi. Þetta er auðveld sjálfskoðun ásamt því að þú munt geta átt betri og dýpri samskipti við fólkið í þínu umhverfi

  

Það sem þú tekur með þér út í lífið eftir vinnustofuna:

  • Þú munt skilja sjálfan þig mun betur og sjá afhverju við hegðum okkur eins og við gerum, hvað liggur að baki þeirra neikvæðu hugsana sem við látum stýra hegðun okkar og hvernig við sjálf getum haft áhrif á þessa þætti og kosið að líða betur
  • Þegar öll deildin eða teymið lærir að þekkja sína púka og annarra verður þetta auðveld leið til að starfsfólkið í þínu fyrirtæki geti leyst deilur og áskoranir á mun hagkvæmari, jákvæðari og einfaldari máta því allir eru búnir að læra að tala sama „tungumálið“
  • Þú munt öðlast betri færni í stjórnun hugans sem færir þér aukna hamingju í lífi og starfi ásamt því að láta ekki neikvæðar tilfinningar ráða för

 

Bakgrunnur PQ Kerfisins

PQ kerfið er unnið út frá nýjustu rannsóknum á sviði taugavísinda og hafa orðið skýr tímamót í bæði hugrænni og jákvæðri sálfræði sem og árangursstjórnun (Performance Management). Rannsóknin er undirstaða metsölubókarinnar Positive Intelligence eftir Shirzad Chamine, prófessor við Stanford háskóla.

 

Frekari upplýsingar um hvaðan þetta sprettur er að finna á https://giftforlifetime.com/welcome 

 

Verð: 

9.900,- (verð fyrir einn) 

Ef þú ert með hóp þá endilega sendu okkur tölvupóst og við gefum ykkur hópafslátt.

Hvar: 

Zoom fjarfundur

Hvenær: 

8. Apríl  frá 13 til 16

 

Til að skrá sig fylla út þetta form hér eða biðja um frekari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst á info@giftforlifetime.com eða Natkahealth@gmail.com 

 

Location:

Date:  Vinnustofa, 8 apríl 2021  

Time: 13-16

 

https://forms.gle/L8wq5QAKBB6SZVbM9

Markþjálfunardagurinn 2021. Rafræn þriggja daga veisla 17. - 19. mars

ICF Iceland – félag markþjálfa á Íslandi, heldur sína árlegu ráðstefnu, Markþjálfunardaginn, með öðru sniði í ár en undanfarin ár.

Markþjálfunardaginn er í ár 3ja daga veisla 17. til 19. mars 2021 með yfirskriftinni “ICF Iceland, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.” Öflugur hópur innlendra og erlendra markþjálfa og sérfræðinga munu fjalla um allt frá markaðsetningu á netinu að tækni í stjórnendarmarkþjálfun. 

Dagskrá og nánari upplýsingar

Markþjálfunardagurinn 2021. Rafræn þriggja daga veisla 17. - 19. mars.

ICF Iceland – félag markþjálfa á Íslandi, heldur sína árlegu ráðstefnu, Markþjálfunardaginn, með öðru sniði í ár en undanfarin ár.

Markþjálfunardaginn er í ár 3ja daga veisla 17. til 19. mars 2021 með yfirskriftinni “ICF Iceland, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.” Öflugur hópur innlendra og erlendra markþjálfa og sérfræðinga munu fjalla um allt frá markaðsetningu á netinu að tækni í stjórnendarmarkþjálfun. 

Dagskrá og nánari upplýsingar

 

 

Markþjálfunardagurinn 2021. Rafræn þriggja daga veisla 17. - 19. mars

ICF Iceland – félag markþjálfa á Íslandi, heldur sína árlegu ráðstefnu, Markþjálfunardaginn, með öðru sniði í ár en undanfarin ár.

Markþjálfunardaginn er í ár 3ja daga veisla 17. til 19. mars 2021 með yfirskriftinni “ICF Iceland, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi.” Öflugur hópur innlendra og erlendra markþjálfa og sérfræðinga munu fjalla um allt frá markaðsetningu á netinu að tækni í stjórnendarmarkþjálfun. 

Dagskrá og nánari upplýsingar

 

 

Af hverju eru markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði dúndur blanda?

Linkur á teams viðburð.

Ragnheiður Aradóttir, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem stjórnendamarkþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er;

„Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“

Hún ætlar að fjalla um hvernig markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði er dúndur blanda, til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar og einmitt þar er markþjálfun því afar tengdur þáttur – í ferlinu að þjálfa sig til að hagnýta jákvæða sálfræði með það að markmiði að vinna með hugarfarið, gildin okkar og eigingleika til að stuðla að velsæld í starfi og leik.

Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun

Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Rafrænn viðburður: Microsoft Teams meeting

Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun - Jafnvægi í lífi, leik og starfi.

Meginstef þessa erindis eru streituvarnir. Fjallað verður m.a. um gagnlegustu streituráðin, H-in 4, og lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun.

Tilgangur fræðslunnar er að þátttakandi geti eftirleiðis verið sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ með því að ná tökum á streitustigi, tilfinningum og viðhorfi til viðfangsefna lífsins á uppbyggilegan hátt. Kennt verður á Streitukortið og hvernig megi gera einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar.

Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…

Fyrirlesari: Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum

Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar.

Nánari upplýsingar um fyrirlesara: Aldís Arna

Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar

Click here to join the meeting

Í þessu erindi mun Matilda skoða hvernig markþjálfun nýtist til innri og ytri eflingar að bættum árangri og starfsþróun.

Hún mun leita svara við spurningum á borð við: 
Hvernig virkar verkfærið markþjálfun fyrir stjórnendur og hver er ávinningurinn?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla sig?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?
 
Matilda Gregersdotter er eigandi Evolvia ehf. sem kennir alþjóðlega vottað markþjálfanám og hefur verið rekið síðan 2008. Matilda er vottaður MCC markþjálfi (Master Certified Coach frá International Coach Federation) frá 2013 og er sú eina á Íslandi með slíka vottun. Hún er MFA Master of Fine Arts í Iðnhönnun frá Konstfack í Stokkholmi og er menntuð í markþjálfun frá Texas University Dallas, Professional and Executive Coaching. Matilda er frumkvöðull í hönnun á þessu alþjóðlega vottaða námi sem Evolvia kennir og hefur þjálfað hundruði stjórnenda og aðila í aðferð markþjálfa hérlendis og erlendis.
 

Má bjóða þér í hressandi salibunu með hringekju ágreinings?

Click here to join the meeting
Könnun um ágreining. Farið verður yfir niðurstöður á viðburðinum.

Við vitum að það að takast á, skiptast á skoðunum, rökræða og vera ósammála er einn af lykilþáttum góðs teymis, heilbrigðs samstarfs og sambanda og leiðir ósjaldan til betri niðurstöðu en þegar ekki er tekist á.

En færnin og getan til að taka þátt í ágreiningi á uppbyggilegan máta er ekki sjálfgefin og kemur sjaldnast af sjálfu sér. Þröskuldur okkar er mishár og viðbrögð okkar ólík, hvenær við tökum ágreining persónulega og hvenær ekki, hverjir okkar „trigger“ punktar eru og hverjum við þolum að ýta á þá og hverjum ekki, og hvenær og hvenær ekki.

Í erindi sínu mun Sigríður fjalla um hvernig markþjálfun getur hjálpað okkur að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt, þjálfað okkur til þátttöku í ágreiningi og átökum. Segja frá þeirri nálgun sem hún notar í starfi sínu við ágreiningsþjálfun og eflir fólk í lífi og starfi með aukinni sjálfsþekkingu og vitund í kerfjandi aðstæðum.

Sigríður Ólafsdóttir  er PCC markþjálfi, eigandi Mögnum og hefur m.a. lokið námi í markþjálfun til að takast á við ágreining (conflict management coaching). Nánari upplýsingar um Sigríði á https://www.mognum.is/

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Click here to join the meeting

Faghópur Markþjálfunar í samstarfi við ICF Iceland halda viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun? 

 

Arnór Már Másson deilir reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann segir frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kemur hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deilir líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu.

Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 

 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir ætlar að tala um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deila því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún segir frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.

Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum einsog að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

 

Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.

Hún ætlar að fjalla um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

 

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Hlekkur á fundinn hér:

Join Microsoft Teams meeting

Glærur af fundinum eru hér
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallar um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. 

Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi verður farið yfir hvað hluttekning sé, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá verður skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

Erindið er fyrir þá sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða og þeim sem trúa því að  aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Þetta geta verið stjórnendur, mannauðsstjórar, liðsstjórar, þeir sem vinna með ferla eða uppbyggingu menningar eða bara áhugafólk um flottar mannlegar nálganir.

 

Um fyrirlesara:

Ylfa Edith Fenger starfar sem senior sérfræðingur hjá Deloitte með áherslu á talent. Hún hefur rekið eigið ráðgjafarfélag og verið í ráðgjöf hjá Nolta ehf með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf, markþjálfun, fræðslu og þjálfun. Þá var hún mannauðsstjóri Marel í fjölmörg ár. Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá háskólanum í Lundi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ.  Hún er vottaður markþjálfi með MA diploma í jákvæðri sálfræði.

 

Nánar um fyrirlesara: https://www.linkedin.com/in/ylfa-edith-fenger-97827986/ 


 

 

Markþjálfun við stjórnun mannauðs

Click here to join the meeting
Markþjálfun er hægt að nýta á ýmsa vegu innan fyrirtækja og hefur Advania tileinkað sér markþjálfun og markþjálfunartækni víða innan fyrirtækisins.

Íris Sigtryggsdóttir er fræðslustjóri Advania og markþjálfi og ætlar að gefa okkur innsýn í það hvernig Advania nýtir markþjálfun sem stuðning við stjórnendur og teymi innanhúss ásamt því að segja okkur frá því hvernig stjórnendur hafa hlotið þjálfun í þeim hluta markþjálfunar sem snýr að samtölum og virkri hlustun til þess að efla frammistöðu síns starfsfólks enn frekar.

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Framúrskarandi skólaumhverfi 2020 - fjarráðstefna

RÁÐSTEFNA & ÖRVINNUSTOFA
21. sept frá kl.16.00-19.30

Árleg ráðstefna og vinnustofa til að koma á framfæri því sem er að gerast í íslensku skólaumhverfi.
Við vörpum fram spurningunni til allra fyrirlesaranna: Hvað þarf til þess að skólarnir okkar verði framúrskarandi?

FYRIRLESTRAR
Ástríðufullir leiðtogar deila sinni framtíðarsýn. Hvað þarf til að uppfæra skólaumhverfið?

HVAÐ ER ÖRVINNUSTOFA?
Ráðstefnugestum verður skipt niður í þriggja manna hópa (breakup rooms). Gefinn er upp tími til að hver og einn geti sagt frá sínum viðbrögðum af síðasta fyrirlestri. 

Allt um viðburðinn og skráningu finnur þú hér. Það virkar EKKI að skrá sig á viðburðinn í gegnum Stjórnvísi.

Upptaka verður send út til allra skráðra þáttakenda svo hægt verði að horfa á upptökuna hvenær sem hentar en þó innan fjögurra vikna. 

 

Ágreiningur - vesen eða vannýtt tækifæri?

Join Microsoft Teams Meeting

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, Stokku. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun og ráðgjöf og nýtir meðal annars aðferðir sáttamiðlunar í störfum sínum. Þóra hefur lengi haft áhuga á samningatækni og sáttamiðlun og tók sæti í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun, vorið 2020. 

Í lok erindisins mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, og formaður Sáttar, kynna félagið og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Fundurinn fer fram á Teams.

Invitation to an online seminar on COVID-19, AI, and the future of wor

“COVID-19, Artificial Intelligence, and the Future of Work. A Swedish and Icelandic dialogue”

 You are invited to an online seminar aiming to initiate a Nordic discussion regarding the future of work, organized by the Swedish Institute for Futures Studies, the Icelandic Centre for Innovation, the Icelandic Centre for Future Studies, and the Swedish Embassy in Iceland.

 Date and time: Friday, 12th of June at 13.00-14.30 (Swedish time) / 11.00-12.30 (Icelandic time)

Place: IFFS Virtual Meeting Room. Join by going to https://my.meetings.vc/meet/90516535

 Description:

 Even before the COVID-19 pandemic struck the world, several trends indicated that we are on the threshold to a new world of work. Rapid technological change such as the increasing powers of artificial intelligence and automation, are likely to transform and replace both blue- and white-collar jobs. The new technology also enables a fast-growing gig-economy and a radically different relationship between employer and employees. These trends have been catalyzed by the pandemic. Working from home is the new norm for many and it is uncertain what the physical workplace will look like after the pandemic.

 What are the potentials and risks when technology transforms work? What kinds of work do we want to promote in the post-pandemic world? How will the workplace and the relation between employers and employees change? Please join us and representatives from civil society, government, business, and research, in discussing some of these issues.

 The seminar will begin with introductions from Swedish and Icelandic experts on these issues. After the introductions, all participants are welcome to join the discussion, which will be moderated by the CEO of the Swedish Institute for Futures Studies, Gustaf Arrhenius. Our  hope is that the seminar will mark the start of a new Nordic dialogue, and enable mutual exchange of ideas and knowledge.

 Introductory speakers:

Moa Bursell is a sociologist at the Swedish Institute for Futures Studies and Stockholm University. Her current research studies implicit prejudice, ethnic inclusion, exclusion and boundary making in the labor market and in welfare services. She will talk about the effects of businesses implementing artificial intelligence in their recruitment process.

 Tryggvi Brian Thayer works as a researcher in the School of Education at the University of Iceland. He will talk about his area of expertise, concerning the challenges for education raised by technological and social change, in connection to different megatrends.

 Karim Jebari is a philosopher at the Swedish Institute for Futures Studies. He specializes in how we should relate to the risks and opportunities of technological innovation. He will talk about the current hype around artificial intelligence, and the way it hides that many problems the technology is supposed to solve are not problems at all.

 Sævar Kristinsson is a managing consultant at KPMG, and works with the Icelandic Centre for Futures Studies. He will talk about how COVID-19 and future trends impact the strategies of companies and organizations.

 

 

 

 

 

 

Tomorrows Leadership

Tomorrows Leadership

 
UM FJARRÁÐSTEFNUNA

Linkur með frekari upplýsingum, hér.

Karin Tenelius, sænskur markþjálfa frumkvöðull, leiðtogaþjálfi og rithöfundur bókarinnar Coaching Jobseekers.
Hún mun halda erindi um það hvernig á að þjálfa upp sjálfbær teymi. Erindið verður haldið á ensku.12 mismunandi útskriftarerindi framhaldsnema í markþjálfun veita einlægan innblástur þar sem þau lýsa sinni framtíðasýn. 

Fjarráðstefnan verður haldin í Zoom fundarherbergi þar sem aðeins fyrirlesarar verða í mynd.Þú færð aðgangsslóðina og upplýsingar sent til þín í tölvupósti eftir að þú hefur skráð þig.
 

Verð 5.300,-

Skráning hér: https://www.tomorrowsleadership.is/


Verið velkomin!

viðburður

lýsing

Fjar-Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Við boðum til aðalfundar 

Við tökum þennan fund í gegnum ZOOM og hér er linkurinn á fundinn, sem hefst kl. 12.10

Join Zoom Meeting

https://us04web.zoom.us/j/73574253649

Meeting ID: 735 7425 3649

Dagskrá aðalfundar:

  1. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.
  2. Kosning stjórnar
  3. Fyrirhugaðir viðburðir næsta starfsárs
  4. Önnur mál.

Við leitum einnig að fleirum sem hafa áhuga á að bjóða sig fram í starf faghópsins.

Áhugasamir hafi samband við Ágústu Sigrúnu, s. 899 4428, agusta@zenter.is

 

 

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

FRESTAÐ: Ágreiningur – vesen eða vannýtt tækifæri?

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, STOKKU. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun frá Leadership Management International Inc. og ráðgjöf. Þóra hefur lengi verið áhugasöm um samningatækni og sáttamiðlun og sótti námskeið í Sáttamiðlaraskólanum vorið 2019. Hún hefur nýtt aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar í ráðgjöf, hvort sem ágreiningur er aðalviðfangsefnið eða hluti þess, og einnig unnið með ágreiningsmál í markþjálfun með einstaklingum (conflict coaching).

Í lokin mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, kynna Sátt, félag um sáttamiðlun, og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Viðburðurinn fer fram á Farfuglaheimilinu í Laugardal.

Hvernig notar VIRK aðferðir markþjálfunar fyrir einstaklinga í þjónustu sinni ?

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi 20. febrúar kl. 8:30 - 9:45 hjá VIRK í Guðrúnartúni 1, 4. hæð. 

Starfsfólk VIRK segir frá því hvernig markþjálfun er nýtt í starfsendurhæfingu einstaklinga í þjónustu VIRK. Auk þess mun Laufey Haraldsdóttir, ACC vottaður markþjálfi,  segja frá reynslu sinni sem þjónustuaðili fyrir VIRK. 

Viðburðurinn er fyrir alla stjórnendur, mannauðsstjóra, markþjálfa og þá sem hafa áhuga á að heyra reynslusögur af árangri í starfsendurhæfingu, og hvernig markþjálfun nýtist við að ná árangri.

Boðið verður upp á morgunhressingu 

 

Markþjálfunardagurinn 2020

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfunardeginum 2020 sem er á vegum ICF Iceland félags markþjálfa á Íslandi.

ICF Iceland er mjög umhugað um að ávinningur af markþjálfun berist sem víðast. Sem lið í því höldum við Markþjálfunardaginn og í ár er áherslan á markþjálfun hópa og teyma. Eins og við vitum þá er enginn hópur og ekkert teymi án einstaklinga. Einstaklingur sem fær markþjálfun er sterkur og nær meiri árangri. Hópur eða teymi sem fær markþjálfun styrkist og nær margföldum árangri.

ICF Iceland býður félagsmönnum Stjórnvísi sérkjör á Markþjálfunardaginn 2020. Tilboðsverð er 19.900.- (fullt verð er 24.500.-)

Miði á tilboðsverði

 

Yfirskrift dagsins er: Markþjálfun hópa og teyma

Þegar hópur fólks vinnur saman með skýran tilgang, markmið og leiðir er það teymi. Þessi munur á hópi og teymi getur skilað að minnsta kosti 20-50% meiri árangri í skilvirkni,  minni átökum og aukinni sameiginlegri ábyrgð. Í hverju liggur þessi munur á hóp og teymi og hvernig brúum við bilið og gerum teymið og hegðun þess sjálfbæra?

Nú þegar aukin krafa er í samfélaginu um styttingu vinnutíma verða fyrirtæki að bregðast við með lausnum sem auka skilvirkni og bæta framleiðni. Hvernig getur markþjálfun starfsfólks og teyma í fyrirtækjum stutt við stjórnendur við styttingu vinnutíma?

Erlendir og innlendir fyrirlesarar fylla dagskrána af þekkingu sem miðar að því að svara spurningunni hver er ávinningur fyrirtækja af því að innleiða markþjálfun í hópa og teymisstarf. Einnig skoða muninn á hópum og teymum og hvort þarfir þeirra séu þær sömu? Skoða út frá sjónarhóli einstaklingsins sem leiðir hópinn eða starfar í hópnum, hvernig megi enn betur koma máli sínu á framfæri svo mark sé tekið á. Ráðstefnustjóri er Matti Ósvald, markþjálfi, PCC.

Frekari upplýsingar um Markþjálfunardaginn og miðasala er á heimasíðu félagsins:  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í áttunda sinn á Hótel Nordica, þann 30. janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Vekjum athygli á vinnustofum 29. og 31. janúar 2020.

Nánari upplýsingar og miðasala er  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Markþjálfun gegn meðvirkni

 

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi 23. janúar kl. 8.30 á skrifstofum Póstsins, Höfðabakka 9D - gengið inn portmegin.

 Meðvirkni á vinnustað getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Meðvirkni stuðlar að vanlíðan starfsfólks og hamlar árangri fyrirtækisins í hraða og samkeppni nútímans. Það er því til mikils að vinna að taka á meðvirkni á árangursríkan hátt. Hvernig geta markþjálfar unnið með fyrirtækjum og einstaklingum að því að tækla meðvirknina og uppræta hana á vinnustaðnum?

Sigríður Indriðadóttir er mannauðsfræðingur og markþjálfi og hefur undanfarin ár unnið markvisst með að taka á meðvirkni í stjórnun. Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Sigríður starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá Póstinum.

 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Fullbókað: Hvað brennur á vörum þeirra sem hafa stundað Lean í áratugi?

Hvað hafa reynsluboltarnir lært og eru að miðla áfram?

Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.

Pétur Arason og Maríanna Magnúsdóttir munu miðla því sem þau sáu og heyrðu á ferðalagi sínu í þeim tilgangi að veita Íslendingum innblástur á sinni vegferð.


Maríanna Magnúsdóttir er umbreytingarþjálfari og breytingarafl með ástríðu fyrir því að hjálpa öðrum að ná árangri. Maríanna hefur sérstakan áhuga á því að ná rekstrarlegum árangri með því að setja fókus á að þróa fólk, byggjaupp árangursrík teymi og skapa vinnukerfi þar sem mannauður blómstrar. Maríanna er rekstrarfræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. 

Pétur Arason er Chief Challenger of StatusQuo og stofnandi Icelandic Lean Institute. Pétur er M.Sc. rekstrarfræðingur og sérhæfir sig í fyrirtækjaráðgjöf og kennslu, ásamt því að þýða fræðibækur. Pétur hefur innleitt stefnumótun, stýrt stórum breytingarverkefnum og innleitt lean aðferðir í meira en 15 ár hér heima og erlendis. Pétur hefur í nokkur ár kennt lean í HR, bæði lengri vottuð námskeið fyrir sérfræðinga og styttri námskeið fyrir stjórnendur. Pétur kennir einnig í MBA námi í Háskóla Íslands. 


Ráðstefnufréttir af ICF ráðstefnu í Prag

Fjórir félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2019 ráðstefnunni sem haldin var í Prag þann 23. - 26. nóvember.  Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Ágústa Sigrún , Ásta Guðrún, Lilja og Ragnheiður hvað þeim fannst markverðast. Við hópinn bættist svo fimmti Íslendingurinn, Kristin Jonsdottir Sedney sem búsett er í Curaçao.

Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.

Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu. 

Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur og byggja undir fjölmenna þátttöku árið 2021.

Ragnheiður Aradóttir, PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi - stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining

Lilja Gunnarsdóttir, ACC vottaður markþjálfi. Formaður ICF Iceland

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun - markþjálfi og leiðbeinandi í markþjálfanámi hjá Evolvia ehf

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, ACC vottaður markþjálfi hjá Zenter og ÁSÁ Coaching

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum

Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleynir 8-12, 112 Reykjavík

Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Hvaða þættir eru það sem stjórnendur þurfa að huga að í sinni stjórnun? Farið verður yfir það helsta sem stjórnendur þurfa tileinka sér/hafa í huga tengt breytingum.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Fyrir hverja: Viðburðurinn er gagnlegur fyrir stjórnendur, markþjálfa og alla þá sem koma að breytingstjórnun innan fyrirtækja. Einnig þá sem hafa áhuga á lean, markþjálfun og breytingastjórnun.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigenda Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

 

 

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Aðalfundur faghóps um Markþjálfun

Í kjölfar fundarins um Verkefnaiðaða Markþjálfun þann 8. maí , boðum við hér með til aðalfundar faghóps um markþjálfun. Biðjum ykkur vinsamlega að doka við eftir að viðburði lýkur og taka þátt í aðalfundinum.

Við erum einnig að leita eftir framboðum í stjórn. Vinsamlega sendið ábendingar og áhuga ykkar á agusta.sigrun@outlook.com.

Sem sagt kl.10:00 þann í Opna Háskólanum í Reykjavík í stofu  M215.

f.h. faghópsins

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, formaður

Frá ásetningi til framkvæmdar: Verkefnamiðuð markþjálfun

Hvað eiga verkefnastjórnun og markþjálfun sameiginlegt? Hvaða tækifæri liggja í að nota tæki og tól verkefnastjórnunar í markþjálfun? Hver er ávinningurinn fyrir verkefnastjóra og verkefnateymi að nýta sér markþjálfun?

Í hinni einföldustu mynd er hægt að halda því fram að hvoru tveggja verkefnastjórnun og markþjálfun snúist um að ná fram einhvers konar breytingum hvort sem um er að ræða hjá einstaklingum, teymum, stofnunum eða fyrirtækjum.  Í verkefnastjórnun eru breytingarnar settar upp sem verkefni og eru verkefni skilgreind sem viðfangsefni með skilgreint upphaf  sem og skilgreindan endi ásamt því að hafa skýr og mælanleg markmið að leiðarljósi.  

Með markþjálfun leitast markþegar eftir því að finna tilgang sinn og drauma, nýjar leiðir og lausnir að bættri frammistöðu og árangri. Líkt og í verkefnastjórnun eru markmið dregin fram í markþjálfunarferlinu sem styðja markþega við að ná fram þeim breytingum sem þeir vilja sjá í ferlinu.

Áhugavert er því að skoða samleið þessara tveggja aðferða, hvernig þær geta stutt hver við aðra og hvaða tæki og tól geta leynst í handraðanum.  

Um fyrirlesara:

  • Áslaug Ármannsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Ba gráðu í mannfræði. Jafnframt hún lokið námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR. Áslaug starfar sem sjálfstæður verkefnastjóri og markþjálfi og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.
  • Laufey Guðmundsdóttir útskrifaðist með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) árið 2015 og er með Bs gráðu í viðskiptafræði. Þar að auki lýkur hún námi í stjórnendamarkþjálfun frá Opna háskólanum í HR í maí. Laufey starfar sem verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Suðurlands og er önnur stofnenda Manifest – verkefnamiðuð markþjálfun.

 í lok viðburðarins heldur faghópur Markþjálfunar sinn aðalfund.

Ólík menning starfsfólks – ólíkir gestir – ólík þjónusta?

Margrét Reynisdóttir, eigandi Gerum betur ehf útskýrir hvernig ólík menning erlendra gesta getur haft áhrif á upplifun þeirra á þjónustu hérlendis. Þessi umræða verður einnig spegluð í hvort ólík menning starfsfólks hafi áhrif hérlendis. 

Margrét styðst við efni úr nýútgefinni bók sinni „Cultural Impact on Service Quality – Hospitality Tips for Effective Communication with Tourists“. Bókin er þegar komin í kennslu erlendis. 

Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Flyover Ísland, sem er glænýtt fyrirtæki, segir  frá hugmyndafræði fyrirtækisins og tengir við hvernig President of People and Culture  hjá móðurfyrirtækinu í USA ætlar að nota bókina frá Margréti sem þjálfunarefni. 

 Sjá má videó um bókina HÉR

 

Takmarkaður sætafjöldi

Að halda okkur heitum á tímum kulnunar

Á hádegisfyrirlestri Stjórnvísi verða kynntar leiðir til að hlúa að persónulegri velferð og faglegri ábyrgð starfsfólks með því að auka einbeitingu að réttum verkefnum, halda fókus, hlúa að eigin orku og hámarka afköst og árangur í lífi og starfi. 
Hádegisfyrirlesturinn byggir á vinnuferlinu 5 valkostir til framúrskarandi framleiðni  (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), sem sameinar klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda til aukins árangurs og ánægju starfsmanna  á þekkingaröld.   Þessi áhrifaríka nálgun til aukinnar framleiðni byggir á margra ára rannsóknum og reynslu og færir þekkingarstarfsfólki og leiðtogum viðhorf og hæfni sem nauðsynleg er fyrir hámarks árangur.

​​

 

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!-Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!  - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík,  Stofa M104.

Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.

Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Markþjálfunardagurinn 2019 - sérstök kjör til Stjórnvísifélaga.

ICF Iceland félag markþjálfa hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum Stjórnvísi sérstök kjör á Markþjálfunardaginn 2019, sem haldinn er á Hilton hótelinu þann 24. janúar kl. 13.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Tveir erlendir fyrirlesarar ásamt fjórum íslenskum munu halda fyrirlestur á ráðstefnunni, sjá neðar.
Að gefnu tilefni hefur verið útbúinn viðskiptavina-hlekkur:
https://tix.is/is/specialoffer/t5fpx3f36aclm/
Hlekkurinn er í gildi til fimmtudags 17. janúar eða á meðan miðar endast en takmarkað framboð er á þessum kjörum.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Ég vona að þú getir nýtt þér miðana og komið á Markþálfunardaginn 2019. Þú mátt endilega nýta linkinn fyrir þá sem þú vilt taka með þér og bjóða þeim að kaupa miða á sérstökum kjörum.

Stjórnvísi vekur athygli á markþjálfunardeginum 2019 sem er á vegum ICF Iceland. 
Yfirskrift dagsins í ár er: Markþjálfun til árangurs, áhrif  og arðsemi – í dag, á morgun og til framtíðar. 
Frekari upplýinsgar um Markþjálfunardaginn er á heimasíðu félagsins: https://icf-vidburdir.webflow.io/
Miðasala er hafin! https://tix.is/is/event/7236/mark-jalfunardagurinn-2019/
Markþjálfunardagurinn verður haldinn í sjöunda sinn á Hótel Nordica, þann 24 janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Hvaða áhrif hefur markþjálfun á menningaráskorunina sem blasir við í stafrænum heimi? Hvernig gagnast markþjálfun til þess að takast á við sívaxandi kröfur á tímum hraðra breytinga í viðskiptaumhverfinu? Hvaða áhrif hefur markþjálfun á árangur og arðsemi? Hvernig er hægt að nýta kraft samfélagsmiðla og markþjálfun til þess að hafa jákvæð áhrif?  

Fyrirlesarar í ár eru þau:

Örn Haraldsson, PCC markþjálfi, Kolibri.
Olga Björt Þórðardóttir, markþegi og ritstjóri Fjarðarpóstsins.
John Snorri Sigurjónsson, fjallagarpur.
Alda Karen Hjaltalín, markaðssérfræðingur.

Tveir erlendir gestafyrirlesarar eru á meðal fyrirlesara í ár, þau Nathalie Ducrot og Guy Woods. 

 

Hannaðu líf þitt

Stofa M209

Bill Burnett og Dave Evens hafa kennt afar vinsælt námskeið við Stanford háskóla sem ber heitið Designing Your Life og hefur nýst fjölmörgum við að breyta lífi sínu. Þeir félagar trúa því að breytingar krefjist ferils, hönnunarferils, til að við getum áttað okkur á því hvað við viljum og hvernig við náum því. Aðferðin felst í því að hugsa eins og hönnuðir, og hanna og búa sér líf – á hvaða aldri sem er – þar sem við blómstrum.

Ragnhildur Vigfúsdóttir er ein 45 markþjálfa sem sótti þjálfun hjá þeim s.l. sumar og fékk í kjölfarið réttindi sem Designing Your Life Certified Coach. Ragnhildur nýtir aðferðafræðina með markþegum sínum á ýmsan hátt og kynnir þær á þessum fundi. Ragnhildur hefur unnið að flestum sviðum mannauðsmála sem jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrarbæjar, lektor við Nordens Folkliga Akademi, starfsþróunarstjóri hjá Landsvirkjun og sem ráðgjafi hjá Zenter. Ragnhildur er með MA í sögu og safnfræðum, með diplóma í starfsmannastjórnun og jákvæðri sálfræði, alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi, NLP master coach og Certified Daring Way™ Facilitator sem þýðir að hún má halda námskeið byggð á fræðum Dr Brené Brown. Ragnhildur hefur alþjóðleg réttindi til að leiða vinnu með teymi byggð á fræðum Lencioni og er Certified Designing Your Life Coach. Ragnhildur notar meðal annars styrkleikagreiningar, Strength Profile, fyrir markþega sína og einnig fyrir teymi og deildir innan fyrirtækja og stofnana. 

Hvernig nýtist sáttamiðlun stjórnendum í erfiðum starfsmannamálum?

Fjölmörg vandamál á vinnustöðum á rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum.

Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi. 

Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað miknn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum

Fyrirlesarar eru Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.

*Viðburðurinn er í matsalnum á 5. Hæð í Skógarhlíðinni. - látið vita af ykkur í móttökunni á fyrstu hæðinni.

Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Future of Coaching in Organisations

Þær Anna María Þorvaldsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsstjóri Arctic Adventures og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir ACC markþjálfi og mannauðsráðgjafi hjá Zenter kynna efnistök ráðstefnu sem þær fóru á í Ungverjalandi sl. vor.

ICF Hogan ráðstefnan ræðir nýjar hugmyndir um tilvist markþjálfunar innan fyritækja og reynir að sjá hverning markþjálfun muni festa sig í sessi. Leitast var við að svara spurningunni, hver væri sýnin á framtíð markþjálfunar innan fyrirtækja.

Þær stöllur fara yfir innihald áhugaverðustu fyrirlestranna sem fluttir voru og kynna PRISM verðlaun sem ICF (International Coaching Federation) veita þeim fyritækjum sem hafa unnið vel í því að innleiða markþjálfun í starfsemi sína. Viðburðurinn er samvinna faghóps Stjórnvísi og ICF Iceland – félags markþjálfa.

Ráðstefnan var haldin í samvinnu við Hogan International og ætlunin er að slík ráðstefna verði haldin árlega héðan í frá eftir góða byrjun í Budapest. Hér eru upplýsingar um efnistök ráðstefnunnar http://www.coachfederationevents.com/

Viðburðurinn er hugsaður sérstaklega fyrir starfandi markþjálfa sem og fulltrúa fyritækja sem hafa áhuga á að taka næsta skref í innleiðingu á aðferðum markþjálfunar í fyrirtækjum sínum og vilja fræðast meira um PRISM verðlaunin.

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Í kjölfar fundarins Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) þann 25.apríl nk, boðum við hér með til aðalfundar faghóps um markþjálfun. Biðjum ykkur vinsamlega að doka við eftir að viðburði lýkur og taka þátt í aðalfundinum.

VIð erum einnig að leita eftir framboðum í stjórn. Vinsamlega sendið ábendingar og áhuga ykkar á agusta.sigrun@outlook.com. Sem sagt kl.10:00 þann 25.apríl í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík.

f.h. faghópsins

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, formaður

Spennandi ný tækifæri - L.E.T. ( Leader Effectiveness Training )

 

L.E.T. ( Leader Effectiveness Training ) - Gróa, Ingólfur og Þyri Ásta ætla að kynna áhugaverða nálgun til að nýta við stjórnun, samvinnu og samskipti. LET hugmyndafræðin kemur frá Gordon Training International sem stofnað var af Dr. Thomas Gordon og á erindi til stjórnenda sem og almennra starfsmanna. LET hugmyndafræðin byggir á samskiptafærni og á að baki sér 50 ára þróun. Hún er grunnurinn að öðrum leiðum Gordons eins og P.E.T. (Parent Effectivenss Training), T.E.T. (Teachers Effectiveness Training) o.fl. Hugmyndafræðin byggir á því að nota ákveðin samskiptaleg verkfæri út frá svokölluðum hegðunarramma. Farið er yfir L.E.T. hugmyndafræðina, áhrifaþætti og niðurstöður rannsókna sem tengjast henni.

 

Gróa Másdóttir er með BA gráðu og MA gráðu í sagnfræði og fornleifafræði frá HÍ. Lauk MBA gráðu frá HR árið 2010 og Markþjálfun árið 2014. Þá hefur Gróa einnig lokið námi í leiðsögn frá MK.

Ingólfur Þór Tómasson er vottaður ACC markþjálfi og hefur verið sjálfstætt starfandi í 15 ár. Hann hefur áratuga reynslu og þekkingu á rekstri fyrirtækja og hefur verið nátengdur rekstri ferðaþjónustu á Íslandi, í Noregi og víðar.

Þyri Ásta Hafsteinsdóttir er með BSc í sálfræði. Hún er menntaður stjórnenda markþjálfi og NLP markþjálfi. Þyri hefur komið að mörgu í gegnum árin s.s. mannauðsmálum, stjórnun, kennslu, ráðgjöf og fl.

Getur markþjálfun hjálpað til við aga?

Hvernig er hægt að nýta aðferð markþjálfunar við aga?
 
Á þessum viðburði fáum við innsýn inní hvernig markþjálfun er nýtt með börnum og unglingum. Við fáum að heyra frá Gísla skólastjóra NÚ og einnig frá Markþjálfahjartanu sem mun segja frá hvað þau eru að gera. Hægt er að velta því fyrir sér, er hægt að yfirfæra þessa aðferð inní fyrirtækin og hafa þannig áhrif á starfsmenn? Einnig má hugsa geta foreldrar nýtt aðferðina heima fyrir?
 
Gísli skólastjóri NÚ sem er grunnskóli fyrir 8.-10. bekk í Hafnarfirði ætlar að segja okkur hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann deilir reynslu af markþjálfuninni með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni. 
 
 
Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslandsárið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin, hefur mikinn áhhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.
 
Hvernig skóli er NÚ?

Grunnskóli fyrir 8.-10. bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu, heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

 

Markþjálfahjartað

Styður við að skapa framúrskarandi skólaumhverfi með því að tryggja nemendum, starfsfólki og foreldrum skóla greiðan aðgang að markþjálfun - samfélaginu öllu til heilla! Markþjálfahjartað fer í skóla og markþjálfar nemendur og aðstoðar til við það í NÚ.

 

​Hvað er Markþjálfahjartað?

....hópur markþjálfa sem vinna að því að koma markþjálfun inn í menntakerfið á Íslandi.

  • Markþjálfahjartað vill sjá að nemendur, foreldrar og allt starfsfólk skóla geti haft greiðan aðgang að markþjálfun.

  • Markþjálfun er hlutlaus og uppbyggilegur vettvangur til þess að þekkja og nýta betur eigin styrkleika og tækifæri.

  • Markþjálfun hjálpar einstaklingum og hópum að kortleggja eigin væntingar og gerir framtíðarsýn hvers og eins að veruleika.

  • Markþjálfar vinna að því að virkja sköpunargleði og aðstoða marksækjendur við hrinda í framkvæmd raunhæfum og árangursríkum úrræðum.

  • Markþjálfun er langtímasamband sérþjálfaðs markþjálfa og marksækjanda sem byggir á gagnkvæmu trausti, faglegri nálgun og öflugum stuðningi við markmið.

  • Með markþjálfun er hægt að bæta samskiptahæfni og þannig stuðla að bættu andrúmslofti innan skólans.

  • Hópmarkþjálfun getur nýst teymum, vinnuhópum og öðrum hópum sem vinna að sameiginlegum viðfangsefnum og markmiðum.

  • Markþjálfun er verkfæri sem getur verið gagnlegt til að efla andlegan þroska einstaklinga og jafnframt áhrifarík leið til sjálfstyrkingar þeirra.

     

 

 

The Five Behaviors of Cohesive Teams - The Secret Sauce to Success

Opni Háskólinn - stofa M208

No one succeeds alone, however genuine teamwork in most organizations remains elusive. Effective teams accomplish goals, drive results, and move organizations forward.  Building an effective team doesn't just happen - it takes work and an understanding of the basic needs of a team. 

Pam Coffey will share how The Five Behaviors of a Cohesive Team provides teams with the foundation of a healthy, well-functioning team, from trust to accountability to results. She will outline a powerful model and actionable steps that can be used to overcome common hurdles and build cohesive, effective teams.     

Pam is a certified executive coach and experienced consultant with a long career in Human Resources for the U.S. Government. She teaches, mentors and assesses new coaches in the Georgetown University Leadership Coaching Program. Pam is dedicated to working with individuals, teams and organizations to create positive change, improve performance, and achieve desired results. She is accredited in The Five Behaviors of a Cohesive Team program and has coached hundreds of teams to end their struggles and work together effectively and cohesively.   

Ragnhildur Vigfusdottir is a coach from Coach Utbildning Sverige and Bruen (2104 - NLP Master Coach).  She is a certified Daring Way Faciltiator (based on the research of Dr. Brene' Brown). 

Viðburðurinn fer fram að mestu á ensku.

Markþjálfunardagurinn 2018

Markþjálfunardagurinn 2018

Hvernig nýtist markþjálfun fyrirtækjum?

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfadeginum 2018 í samstarfi við ICF Iceland félag markþjálfa.

Hvernig geturðu stutt við betri samskipti á vinnustað og eflt starfsfólk fyrir meiri starfsánægju og árangur - hvernig getur það hámarkað árangur og arðsemi í fyrirtækinu þínu?

Fáðu svörin á Hilton Reykjavík Nordica Hótel, 25. janúar n.k. á Markþjálfunardegi ICF Iceland, félags markþjálfa sem einblínir á hvernig markþjálfun nýtist fyrirtækjum. Ráðstefnan hefst kl.13:00 og lýkur með móttöku og léttum veitingum kl.18:00. 

Vekjum athygli á hagstæðum kjörum á fyrirtækjaborðum og kynningarbásum.

Ekki að láta Markþjálfunardaginn 2018 fram hjá þér fara – nýjar hugmyndir og verkfæri fyrir framsækin fyrirtæki.

Miðasala á tix.is

 

Styrkleikar – leysa þeir líka loftslagsvandann?

Oft heyrist sagt að við eigum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur og því sé svo gagnlegt að þekkja styrkleika sína. Við eigum að einblína á þá, nýta þá betur og hætta að velta okkur uppúr veikleikunum – sem við þekkjum þó oftast mun betur. Það er minna rætt um það að þegar við ofnýtum styrkleika geta þeir jafnvel dregið úr okkur lífsgleði og kraft. Vannýttir styrkleikar bíða hins vegar eftir því að vera virkjaðir okkur til heilla og hamingju. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin boðar einmitt er að það að nýta styrkleika á nýjan hátt getur aukið hamingju okkar.

Almenningur hefur aðgang að nokkrum styrkleikaprófum á netinu, á þessum viðburði verður eitt þeirra, Strengths Profile, kynnt til sögunnar. Strengths Profile býður upp á styrkleikamat fyrir einstaklinga og teymi. Það gefur auga leið að það að hafa yfirsýn yfir styrkleika teymis getur gagnast á ýmsan hátt, til dæmis bætt afköst og anda.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja hagnýta eigin hestöfl sem best og fá sem mesta ánægju út úr deginum. Einnig tilvalið fyrir stjórnendur til að kynna sér hvernig styrkleikamatið geti hámarkað árangur í teymisvinnu.

Ragnhildur og Ágústa Sigrún eru mannauðsráðgjafar og ACC markþjálfar hjá Zenter. Þær nýta Strengths Profiler við markþjálfun og í vinnu með einstaklingum eða teymum. Helsti styrkleiki Ragnhildar skv. Strength Profiler er kímnigáfa og Ágústa hefur hugrekki í efsta sæti.

Þátttakendum býðst að fá styrkleikamat og endurgjöf í tengslum við viðburðinn á sanngjörnu verði.

Frestað: Framsýn Menntun NÚ

Ath. Þessum viðburði (5.okt.) hefur verið frestað. Ný dagsetning tilkynnt síðar. 

Gísli Rúnar Guðmundsson er skólastjóri nýs grunnskóla í Hafnarfirði og mun hann vera með kynningu á honum. Hann ætlar að segja hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann ætlar að segja frá reynslu þeirra af notkun markþjálfunar með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni.

Hvernig skóli er NÚ?
Grunnskóli fyrir 8-10 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum er nemendum veitt frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. NÚ vill skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.

http://framsynmenntun.is

Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastersgráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin og hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Fullbókað: Árangursrík starfsmannasamtöl

Faghópur um markþjálfun byrjar vetrarstarfið á viðburði um starfsmannasamtöl, en það er við hæfi þar sem margir standa frammi fyrir því að taka þau um þessar mundir.

Lagt verður upp með að leitast við að svara: 
“Starfsmannasamtöl”
Hver á þau? Hvernig undirbúa stjórnendur sig? Hvernig er eftirfylgni háttað?

Sagt verður frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar á nýrri aðferð starfsmannasamtala. Umrædd starfsmannasamtöl eru með breyttu sniði að því leiti að þau eru tekin fjórum sinnum á ári, með ákveðið þema að leiðarljósi hverju sinni og innan styttri tímaramma en hefðbundin starfsmannasamtöl.

Í framhaldi af því verður fjallað um markþjálfun stjórnenda fyrir starfsmannasamtöl sem leið til að undirbúa stjórnendur að taka árangursrík starfsmannasamtöl og fylgja þeim eftir. Stjórnendur fá tækifæri til að nýta starfsmannasamtalið til fullnustu og til árangurs fyrir báða aðila.

Viðburðurinn er hugsaður fyrir stjórnendur með mannaforráð sem vilja nálgast verkefnið starfsmannasamtal af einurð og ánægju.  

  • Sóley Kristjánsdóttir, MS í mannauðsstjórnun og ACC markþjálfi, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar á umræddum starfsmannasamtölum.
  • Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Master í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og ACC markþjálfi, kynnir leiðir þess að markþjálfa stjórnendur fyrir starfsmannasamtöl.

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH, kynnir verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins er að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda (t.d. deildarstjóra og yfirlækna) er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Ásta segir frá því hvernig verkefnið fór af stað og greinir frá vísbendingum um árangur verkefnisins á lokasprettinum. Markþjálfun hefur einnig verið í boði fyrir stjórnendur LSH sem vilja styrkja sig enn frekar í starfi.

Ásta Bjarnadóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra mannauðssviðs LSH í byrjun árs 2016. Hún lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá HR, Capacent og í Íslenskri erfðagreiningu. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknarverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá arínu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar.

NLP og markþjálfun með fólki á krossgötum

Átt þú þér DRAUM?

Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:

  • Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
  • Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
  • Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?

Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?

Markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir koma og veita innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun.

Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila.

Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni.
Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.

Þau starfa bæði að verkefnum fyrir Vinnumálastofnun og Velferðasvið.

Fullbókað: Hverjir eru snertifletir þjónandi forystu og Lean?

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.

Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.

Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.

Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun

Mannauðsstjórnun og þjónandi forysta

Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Kynningarerindi í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.

Erindi Sigrúnar frá 1. mars um Markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.

Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?

Kynningarerindi í samvinnu faghóps Stjórnvísis og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir verður með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræðir svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun. Þeir snertifletir gætu verið fleiri en þú heldur.

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Hvað er Neuroleadership og hvaða áhrif hefur það á árangursríka samvinnu.

Niðurstöður rannsókna á heilastarfsemi eru farnar að veita okkur þekkingu sem leiðir til endurskoðunar á stjórnunarkenningum m.a. á sviði breytingastjórnunar og árangursríkrar samvinnu.
Líffræðilegar rætur samskipta, tengsla og samvinnu hafa verið rannsakaðar á sviði „Social neuroscience“. Úr þeim rannsóknum má greina tvö megin þemu. Í fyrsta lagi að verulegan hluta hvata sem stýra félagslegum samskiptum má rekja til skipulagðrar tilhneigingar mannsins til að lágmarka hættu og hámarka ávinning. Í öðru lagi að heilastarfsemi sem rekja má til félagslegrar reynslu og því að lágmarka hættu og hámarka ávinning fer fram á sömu svæðum í heilanum og heilastarfsemi sem tengist grunn þörf mannsins til að lifa af. Þannig meðhöndlar heilinn félagslegar þarfir með svipuðum hætti og þörf á mat og drykk.

Guðríður Sigurðardóttir og Inga Björg Hjaltadóttir ráðgjafar hjá Attentus fara yfir árangursríkar aðferðir í stjórnun út frá nýjustu rannsóknum í félags- og sálfræðilegum taugavísindum “neuroscience”.

Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi hjá Attentus hefur nýlokið mastersnámi í Leadership and Organizational Coaching frá EADA Business School í Barcelona þar sem meðal annars var unnið í Neuro Training Lab og nýjustu tækni í rannsóknum á taugavísindum var beitt í stjórnendaþjálfun. Inga Björg Hjaltadóttur ráðgjafi hjá Attentus er nýkomin heim af ráðstefnu Neuro Leadership Institute þar sem þáttakendur fengu að kynnast nýjustu rannsóknum á þessu sviði.

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management

The Goal of Coaching is the Goal of Good Management: to make the most of an organisation’s valuable resources. Good coaching is simply good management.

It requires many of the same skills that are critical to effective management, such as keen powers of observation, sensible judgment, and an ability to inspire appropriate action. It sounds simple, yet many managers don’t know where to begin. It is only in more recent times that business schools have taught the “soft” people skills alongside the “hard” skills of finance and operations. People management skills and the commitment to grow and develop others is a formula for both personal and business success.

This presentation will introduce and explore the core competencies of coaching and discuss how they are applied. We will make the connection from the theory to the practical and allow plenty of time for questions and discussion in the room.

Both speakers Cheryl Smith and Hilary Oliver have corporate business experience in senior leadership roles and are masterful coaches with global experience.

Hvað er líkt og ólíkt með markþjálfun í Noregi og Íslandi?

Faghópur Stjórnvísi um Markþjálfun heldur fund í Háskólanum í Reykjavík (Opni háskólinn) 12.mars 2015 frá kl. 8:30 - 9:45.

Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.

Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun.

Markþjálfun - fleiri sviðsmyndir

Hvernig getur markþjálfun stutt við og greitt fyrir breytingum innan fyrirtækja?

Markþjálfun er sprottin úr mörgum fagsviðum, m.a. ráðgjöf, kennslu/þjálfun, breytingastjórnun og sálfræði. Nýverið hafa rannsóknir á sviði taugavísinda (neruoscience) komið fram með skýringar á því hvers vegna markþjálfun virkar. Hæfni til að stýra breytingarferli og innleiða breytingar með árangursríkum hætti er gulls ígildi í fyrirtækjaumhverfi í dag. Getur markþjálfun aðstoðað eintaklinga og teymi við að tileinka sér breytingar á betri og jákvæðari hátt? Er innri eða ytri markþjálfi hentugri í verkefnið?

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, mannauðsstjóri WOW air og markþjálfi hjá Carpe Diem segir frá verkefni sem hún vann

Hvernig lítur afkvæmið út þegar jákvæð sálfræði og markþjálfun ganga í eina sæng?
Hvað veldur því að þegar innleiða á jákvæða sálfræði er það oftar en ekki gert með markþjálfun?
Þórhildur Sveinsdóttir, iðjuþjálfi og markþjálfi með ACC vottun segir frá reynslu sinni af því að nýta þekkingu á jákvæðri sálfræði í markþjálfun.

Dagsetning: 20. nóvember 2014
Tímasetning: 08:30 - 09:30
Staðsetning: Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1.

Hvernig nýtist markþjálfun í starfi mannauðsstjóra?

Herdís Pála Pálsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála og samskipta hjá Reiknistofu bankanna mun taka á móti Stjórnvísifélögum í glæsilegum húsakynnum RB og segja frá því hvernig markþjálfun nýtist í starfi mannauðsstjóra. Jafnframt mun einn framkvæmdastjóra RB Einar Birkir Einarsson, framkvæmdastjóri Tæknireksturs og þjónustu hjá RB segir frá reynslu sinni af að nýta sér þjónustu markþjálfa.

Markþjálfunarhópur Stjórnvísi hvetur alla sem áhuga hafa á markjálfun að láta ekki þennan áhugaverða fund fram hjá sér fara.

Herdís tekur á móti Stjórnvísi á 4. hæðinni í turninum á Höfðatorgi, í fundarherbergi sem heitir Ásinn. Morgunverður í boði.

Allir velkomnir,
stjórnin

MARKÞJÁLFUN FRÁ HINUM ÝMSU ÁTTUM

Helga Margrét Clarke lýðheilsufræðingur kemur í heimsókn og segir okkur frá því hvernig hún nýtti sér markþjálfun til þess að klára meistararitgerðina sína, bæði við skipulag verkefnisins í heild, undirbúning fyrir meistaravörn og streitustjórnun.

Ólöf Björg Björnsdóttir listakona og nemi í heimspeki í HÍ talar um hvernig hún notaði markþjálfun til þess að fá skýrari sín á nútímann og framtíðina í sínu lífi og starfi.

Annetta Ragnarsdóttir markþjálfi og leikstjórnarnemi við KVÍ ræðir um hvernig hún nýtir sér markþjálfunarnámið þegar það kemur að því að leikstýra og halda utan um teymi allt frá byrjun til loka verkefna.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M 216

Markvissari markmiðasetning - aukinn árangur

Markvissari markmiðasetning - íslenskt kerfi í notkun hjá BMW
Jón Halldórsson stofnandi og eigandi Circle coach kynnir hugmyndafræðina á bak við circlecoach.com sem er hjálpartæki fyrir þá sem vilja setja sér markmið með markvissari hætti og nýtist einnig markþjálfum til að halda utan um markmið viðskiptavina sinna. Thor
Ólafsson stjórnendaþjálfari í Þýskalandi mun segja frá því hvernig kerfið hefur nýst í vinnu með risafyrirtæki á borð við BMW en hann notar Circle coach til að skoða hvernig stjórnendur eru að vinna með gildi fyrirtækisins og markmið þeim tengdum. Afar áhugaverður fundur um það nýjasta í markmiðasetningu og hvernig erlend stórfyrirtæki eru að nýta sér íslenskt hugvit í þróun starfsmanna sinna. Ekki missa af þessum fundi.

Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Opna háskólanum 2.hæð í stofu M216.

Samskiptin við okkur sjálf!

Annetta Ragnarsdóttir ACC markþjálfi og eigandi Anra markþjálfun hefur verið að rannsaka samskipti og þá helst samskipti sem við eigum við okkur sjálf.
Hversu áhrifamikil eru þessi samskipti varðandi þær ákvarðarnir sem við tökum ?
Hvernig skynjum við og túlkum umhverfið okkar?
Hverju breytir það þegar við höfum bætt okkar samskipti við okkur sjálf og aðra?
Er hugsanlegt að við getum haft áhrif á að aðrir breyti og bæti sig í samskiptum?

Hvenær á stjórnendamarkþjálfun við? Hvernig vel ég rétta markþjálfann?

„ Markþjálfunardagurinn 2013“ Markþjálfun - Best geymda leyndarmálið?

Evolvia býður á Markþjálfunardeginum sjálfum til hádegisfundar í Ofanleiti 2, 2.hæð. Evolvia hóf fyrst kennslu í markþjálfun á Íslandi og hefur verið starfandi frá árinu 2004 (var áður Leiðtogi).

Frumkvöðullinn Matilda Gregersdotter, PCC markþjálfi og eigandi Evolvia, mun fjalla bæði um ávinning stjórnendaþjálfunar og einnig sérstöðu, menntun og reynslu markþjálfa. Hver eru algeng viðfangsefni í stjórnendaþjálfun og þá ávinningur stjórnenda og fyrirtækja af þjálfuninni? Einnig mun Matilda útskýra mismunandi markþjálfunarnám og alþjóðlegar vottanir. Hvað þýða þessar vottanir og hvað er á bak við þær? Hvar hægt er til dæmis að leita að markþjálfa og hvað hafa ber í huga við valið?

Allir hjartanlega velkomnir!

Stjórnandi fær markþjálfun og Anra kynnir öflugar vinnustofur fyrir fyrirtæki

Annetta Ragnarsdóttir, ACC markþjálfi og eigandi fyrirtækisins Anra markþjálfun, ætlar að segja okkur frá öflugum og vinsælum vinnustofum sem Anra stendur fyrir. Á vinnustofunum er til dæmis unnið með framtíðarsýn og samskipti.
Einnig mun Annetta þjálfa stjórnanda á fundinum en það er Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdarstjóri Celsus hjúkrunarvörur ehf, sem þiggur markþjálfun í beinni og mun segja okkur frá sínu ferðalagi með markþjálfa.

Árangur af reglulegri stjórnendaþjálfun til lengri tíma - frá hlið stjórnandans

Svanhildur Hall, framkvæmdastjóri Úrvalshesta ehf, hefur unnið með markþjálfa í reglulegum, vikulegum viðtölum, undandfarin 5 ár. Hún ætlar að deila með okkur sinni reynslu og gefa okkur innsýn í hvaða áhrif markþjálfun hefur haft á hana sjálfa, fyrirtækið Úrvalshesta ehf, stjórnendastíl og ekki síst hennar persónulegt líf.

FRESTAÐ - Markþjálfun fyrir nýja stjórnendur

ATHUGIÐ !

Af óviðráðanlegum ástæðum þurfum við að fresta fundinum hjá Íslandsbanka sem halda átti 1. desember n.k. fram í janúar. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Nýir stjórnendur sem fá tækifæri til að vinna með markþjálfa geta aukið mjög líkur sínar á að ná góðum árangri. Íris Ösp Bergþórsdóttir, mannauðsráðgjafi og stjórnendamarkþjálfi, segir frá því hvernig Íslandsbanki hefur nýtt markþjálfun fyrir nýja stjórnendur til að auðvelda þeim að takast á við nýtt hlutverk og ná auknum árangri.

Langar þig til að mæta í vinnuna í dag?

Stjórnendaþjálfarar Vendum ehf., fjalla um starfshvatningu og hvernig aðferðir markþjálfunar gagnast stjórnendum sem vilja efla eigin áhuga og eldmóð í starfi og jafnframt hvetja samstarfsfólk sitt til að ná auknum árangri. Fundurinn verður haldinn hjá Vendum ehf. í Síðumúla 33, 3. hæð til vinstri.

Stjórnendaþjálfun í skipulagsbreytingum og markþjálfun í hópum

Sigurður Ólafsson, starfsmannastjóri og stjórnendaþjálfari Isavia ohf. mun kynna fyrirtækið sem nýverið fór í gegnum miklar skipulagsbreytingar og segja frá því hvernig Isavia hefur nýtt sér markþjálfun fyrir sína stjórnendur.
 
Sigrún Þorleifsdóttir, stjórnendaþjálfari hjá Vendum – stjórnendaþjálfun, mun fjalla um markþjálfun í hópum (Group Coaching) en aðferðir markþjálfunar henta vel fyrir liðsheildir og hópa sem vilja ná auknum árangri.
 
Fundurinn verður þann 30. mars 2011  
hjá Isavia, Reykjavíkurflugvelli við hlið flugturnsins
 
kl.08:30 - 10:00
 

Stjórnandinn sem markþjálfi

Faghópur um markþjálfun.
Fundur haldinn 22. febrúar
Efni fundar:  „Markþjálfun sem stjórnendastíll“
Fundarstaður: Capacent, Borgartúni 27 á 1. hæð (KPMG húsinu)
Fyrirlesarar verða Hinrik Sigurður Jóhannesson rannsóknarstjóri hjá Capacent
og Bergþóra Ólafsdóttir mannauðsstjóri og markþjálfi hjá Betware.

Markþjálfun stjórnenda og samskipti

Markþjálfun stjórnenda og samskipti
Sigrún Þorleifsdóttir segir frá rannsókn sinni á árangursríkum samskiptaleiðum í fyrirtækjum.  Í framhaldi af því munu Sigrún og Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Opna Háskólans, fjalla um hvernig fyrirtæki geta bætt árangur í samskiptum innan fyrirtækja með markþjálfun stjórnenda og með því að nýta hugmyndafræði markþjálfunar við stjórnun.
Fundurinn verður þann 15.nóvember 2010
kl.08:30 - 10:00
Staðsetning:  Opni Háskólinn í Reykjavík, Nauðhólsvík

Markþjálfun: Árangur markþjálfunar

Fyrsti fundur faghóps um Markþjálfun.
Fyrsti fundur: Árangur markþjálfunar
Steinunn Hall kynnir niðurstöður mastersritgerðar sinnar um áhrif stjórnendamarkþjálfunar á ákvarðanatöku og markmiðasetningu hjá íslenskum stjórnendum. 
Svanlaug Jóhannsdóttir fjallar um aðferðir stjórenndamarkþjálfunar og hvenær hún á við.
Stjórnendamarkþjálfar verða á staðnum í lok fundarins og boðið verður upp á 15 mínútna prufutíma.
Fundurinn verður þann 19.október 2010 kl.08:30 - 10:00 í húsakynnum Expectus, Vegmúla 2.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?