TEAMS linkur finnur þú hér.
Þrír félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2023 ráðstefnunni sem haldin var í Florida síðastliðin ágúst. Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Lilja, Ásta Guðrún og Rakel hvað þeim fannst markverðast.
Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.
Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu.
Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur.
Lilja Gunnarsdóttir, PCC vottaður markþjálfi.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, MCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun og formaður ICF Iceland.
Rakel Baldursdóttir, ACC vottaður markþjálfi og gjaldkeri ICF Iceland.
TEAMS linkur finnur þú hér.