Hagvangur Skógarhlíð 12, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Fjölmörg vandamál á vinnustöðum á rætur sínar að rekja til ágreinings milli starfsmanna og fer oft mikill tími stjórnenda í það að leysa úr ágreiningsmálum.
Ágreiningur á milli aðila er óhjákvæmilegur og í mörgum tilfellum nauðsynlegur. Ef ágreiningur er hinsvegar mikill skapar það oft mikla vanlíðan hjá starfsmönnum sem getur komið út í reiði, kvíða, spennu, stressi og fleiri kvillum sem leiða gjarnan til slakari frammistöðu í starfi.
Góð kunnátta stjórnanda í sáttamiðlun getur bæði sparað dýrmætan tíma stjórnandans, sparað miknn kostnað og leitt til betri starfsanda og bættra samskipta á vinnustað. Þar að auki getur góð kunnátta í sáttamiðlun verið góður kostur í skipulagsbreytingum
Fyrirlesarar eru Gyða Kristjánsdóttir og Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
*Viðburðurinn er í matsalnum á 5. Hæð í Skógarhlíðinni. - látið vita af ykkur í móttökunni á fyrstu hæðinni.