Aðild að Stjórnvísi og félagsgjöld
Aðild að Stjórnvísi er opin öllum bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Upphæð félagsgjalda fyrirtækja fer eftir fjölda starfsfólks. Allt starfsfólk aðildarfyrirtækja fær aðgang að faghópafundum félagsins sér að kostnaðarlausu. Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi félagsins í maí ár hvert en fjárhagsárið er frá 1.janúar til 31.desember.
Smelltu hér til að sjá leiðbeiningar um hversu auðvelt er að skrá sig í Stjórnvísi.
Lykilstarfsfólk fyrirtækja hefur aðgangsheimild sem gerir þeim kleift að fylgjast með hvernig aðildin er að nýtast hverjum og einum innan fyrirtækisins. Lykilstarfsfólk smellir hér til að uppfæra upplýsingar um fyrirtækið og starfsfólk.
- Fyrirtæki geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsfólki) inná www.attin.is
-
Félagsaðild að Stjórnvísi er styrkhæf hjá Starfsmenntasjóði verslunar-og skrifstofufólks (SVS) og Starfsmenntasjóði verslunarinnar (SV) þar sem um fræðslu er að ræða til starfsfólks. Veittur styrkur er 90% af reikningi að hámarki 130 þúsund krónur per einstakling.
-
Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af félagsgjaldi.
- Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af félagsgjaldi.
Félagsgjöld starfsárið 2025 - 2026
- Fyrirtæki með 1000 starfsmenn og fleiri 329.800.-
- Fyrirtæki með 500-999 starfsmenn 240.900.-
- Fyrirtæki með 200-499 starfsmenn 228.400.-
- Fyrirtæki með 100-199 starfsmenn: 190.200.-
- Fyrirtæki með 50-99 starfsmenn: 126.800.-
- Fyrirtæki með 25-49 starfsmenn: 82.300.-
- Fyrirtæki með 10-24 starfsmenn: 63.300.-
- Fyrirtæki með 2-9 starfsmenn 44.200.-
- Fyrirtæki með 1 starfsmann 18.900.-
- Einstaklingar: 17.900
Nemendur á háskólastigi fá fría aðild að félaginu til eins árs í senn. Nemendur skrá sig sem "háskólanema" í skráningarferlinu og félagið áskilur sér rétt til að leita staðfestingar á skólavist hjá viðkomandi háskóla.