Teamslinkur á fundinn
Til eru mismunandi sérhæfingar innan markþjálfunar eins og til dæmis stjórnendamarkþjálfun, lífsmarkþjálfun, heilsumarkþjálfun og svo er það sköpunargleðimarkþjálfun.
Markmið sköpunargleðimarkþjálfunar er að aðstoða fólk í sköpunargleðiferlinu, hvort sem það er til þess að skapa list, leysa vandamál eða skapa ný viðskiptatækifæri.
Sköpunargleði er sögð ein mikilvægasta hæfni nútímans og hefur verið skilgreind sem hugsanamynstur sem leiðir af sér nýjar og nytsamlegar hugmyndir. Góðar spurningar geta stýrt þessu hugsanamynstri á nýjar slóðir og hjálpað okkur að sjá ný tækifæri og lausnir.
Á þessum morgunfundi mun Birna Dröfn Birgisdóttir tala um sköpunargleðiferlið, töfrana sem geta gerst þegar við hugsum upphátt og hvernig markþjálfun getur nýst til þess að efla sköpunargleði fólks.
Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað hvernig efla má sköpunargleði á meðal starfsmanna í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík og hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði. Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.