Ragnheiður Aradóttir, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem stjórnendamarkþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún er sérfræðingur í eflingu mannauðs og hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og hefur mikinn metnað fyrir því að hámarka virkni og árangur viðskiptavina sinna á þeirra forsendum. Hennar mottó er;
„Við stjórnum hugarfari okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinningsaðstæður“
Hún ætlar að fjalla um hvernig markþjálfun og hagnýting jákvæðrar sálfræði er dúndur blanda, til að stuðla að velsæld í starfi og leik.
Jákvæð sálfræði er ný fræðigrein sem beinir sjónum að heilbrigði, hamingju og því sem gerir venjulegt líf innihaldsríkara, frekar en að fást við sjúkdóma og vandamál. Hún rannsakar hamingju og hvað það er sem stuðlar að hamingju. Hvernig við getum kappkostað að eiga innihaldsríkt líf. Jákvæð sálfræði rannsakar samhengi milli hugsana – tilfinninga og hegðunar og einmitt þar er markþjálfun því afar tengdur þáttur – í ferlinu að þjálfa sig til að hagnýta jákvæða sálfræði með það að markmiði að vinna með hugarfarið, gildin okkar og eigingleika til að stuðla að velsæld í starfi og leik.
Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.