Opni Háskólinn í HR, stofa M215 Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun, Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu mun fjalla um hvernig straumlínustjórnun og þjónandi forysta í umhverfi löggæslunnar getur tvinnast saman. Sigríður hefur áralanga reynslu sem stjórnandi og hefur í störfum sínum nýtt sér aðferðarfræði straumlínustjórnunar og hugmyndafræði þjónandi forystu.
Birna Dröfn Birgisdóttir mun hefja viðburðinn með stuttri innleiðingu og kynningu á þjónandi forystu.
Birna Dröfn er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík og hlaut nýlega rannsóknarstyrk Greenleaf Center for Servant Leadership. Doktorsrannsókn Birnu Drafnar er um þjónandi forystu og sköpun og byggir á rannsókn sem fram fór á bráðamóttökudeildum Landspítala. Birna Dröfn er með mastersgráðu frá Griffith University í Ástralíu og er með viðskiptafærðipróf frá HR. Hún hefur líka numið mannauðsstjórnun, Neuro linguistic programming (NLP) og stjórnendamarkþjálfun.
Takmarkaður sætafjöldi.
Viðburðurinn er samstarf faghópanna um markþjálfun, lean og mannauðsstjórnun