Helga Margrét Clarke lýðheilsufræðingur kemur í heimsókn og segir okkur frá því hvernig hún nýtti sér markþjálfun til þess að klára meistararitgerðina sína, bæði við skipulag verkefnisins í heild, undirbúning fyrir meistaravörn og streitustjórnun.
Ólöf Björg Björnsdóttir listakona og nemi í heimspeki í HÍ talar um hvernig hún notaði markþjálfun til þess að fá skýrari sín á nútímann og framtíðina í sínu lífi og starfi.
Annetta Ragnarsdóttir markþjálfi og leikstjórnarnemi við KVÍ ræðir um hvernig hún nýtir sér markþjálfunarnámið þegar það kemur að því að leikstýra og halda utan um teymi allt frá byrjun til loka verkefna.
Fundurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík stofa M 216