Frá markþjálfun í mannauðsmál
Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember kl. 9:00-9:45.
Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin.
Alda ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni.
Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísis þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu og það er fjöldatakmörkun. Einnig þurfum við að senda þér leiðbeiningar um bílastæði. Þessum viðburði verður EKKI streymt.