Háskólinn í Reykjavík, stofa M104 Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði, Markþjálfun, Verkefnastjórnun, Framtíðarfræði,
Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun! - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík, Stofa M104.
Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.
Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.
Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.