Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!-Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk

Ný karlmennska: Nýjar aðferðir í stjórnun!  - Rýnt í stjórnunarhlutverkið og viðteknar hugmyndir um konur, karla og kynhlutverk.
Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.
Háskólinn í Reykjavík,  Stofa M104.

Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið býður upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna.

Í fyrirlestrinum mun Pauline fjalla um nauðsyn þess að endurskilgreina karlmennskuna til að stuðla að friðsælli og framsæknari heimi. Segir hún að margt megi betur fara í stjórnunarháttum samtímans og að eitt af helstu vandamálunum sé skökk sýn á karlmennskuna og kynhlutverkin eins og þau hafa verið skilgreind af menningu og trúarbrögðum. Það sé kominn tími fyrir mannkynið að leita að öðrum leiðum til forystu sem ekki byggja á slíkum hugmyndum eða á aðferðum feðraveldisins. Stjórnun og forysta sem byggi á viðteknum karlmennskuhugmyndum grafi undan fjölskyldum, fyrirtækjum og möguleikum þjóða til að sækja fram á við. Eina leiðin til að koma á réttlæti og sjálfbærri þróun byggi á algjörri endurskilgreiningu á karlmennsku á öllum sviðum lífsins.

Pauline er stofnandi Future African Leaders Project og er félagi í Center for Health and Social Policy. Hún starfaði sem ráðgjafi fyrir UNAIDS um árabil og sinnir stjórnar- og ráðgjafastörfum, þar á meðal hjá Foundation for Sustainable Development og The Circle of Concerned African Woman Theologians. Pauline rekur fyrirtækið African Women & Youth sem er skapandi hönnunarfyrirtæki sem handgerir vandaðar handsmíðaðir afríkuvörur fyrir heimsmarkaðinn. Árið 2011 hlaut Pauline The United Methodist Church Global Leadership Award og Huffington Post hefur tilnefnt Pauline sem eina af 50 mikilvægustu trúarleiðtogum heims. Hún hefur meistarapróf frá Yale University Divinity School og doktorsgráðu frá Union Theological Seminary í New York. Pauline er stundarkennari í MPM náminu við Háskólann í Reykjavík þar sem hún kennir í námskeiðinu Verkefnastjórnun á framandi slóð.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Dr. Pauline Muchina frá Kenía ræddi stjórnunarhlutverkið.

Nokkrir faghópar Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið buðu upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. Fundinum var streymt af facebooksíðu Stjórnvísi og má nálgast fyrirlesturinn þar.

Eldri viðburðir

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Starfsafl býður heim

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli býður félagsfólki Stjórnvísis heim, í Hús Atvinnulífsins, til að njóta léttra veitinga og hlýða á erindi þar sem Lísbet mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal.

 Við hlökkum til að sjá ykkur!

 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Aldursstjórnun - Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár, er eitthvað að marka þetta fólk?

Hlekkur á viðburð: Join the meeting now

 

Aldur er einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á viðhorf okkar og viðmót gagnvart öðru fólki. En hvernig er hægt verða meðvitaðri um þessi viðhorf og taka tillit til hækkandi aldurs á vinnumarkaði? 

 

Hvað er aldursstjórnun og hvernig nýtist hún mannauðsfólki? Hvernig birtast aldurs-/öldrunarfordómar og hvaða áhrif hafa þeir? Er gagnlegt að flokka starfsfólk í hópa eftir kynslóðum? Hvað er verið að gera á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að sporna við öldrunarfordómum? 

 

Þetta og mögulega fleira tengt öldrun á vinnumarkaði verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni "Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár - er eitthvað að marka þetta fólk?"

Fyrirlesari: Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir, formaður faghóps um mannauðsstjórnun.

Kulnun Íslendinga árið 2024

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um Rannsóknina
Í ár var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif.

Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.

Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.

Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2024 – fimm ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.

Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.

Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: prosent@prosent.is 

Fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum

Hlekkur á viðburðinn: Join the meeting now

 

Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hjá Samtökin '78, mun koma og halda stutt erindi um hvernig mannauðsfólk getur hagað vinnuaðstæðum og þjálfað starfsfólk sitt til að gera vinnustaðinn móttækilegri fyrir fjölbreyttum hóp starfsfólks.

Erindið eru 30 mínútur, og verður tími fyrir spurningar að því loknu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?