Click here to join the meeting
Könnun um ágreining. Farið verður yfir niðurstöður á viðburðinum.
Við vitum að það að takast á, skiptast á skoðunum, rökræða og vera ósammála er einn af lykilþáttum góðs teymis, heilbrigðs samstarfs og sambanda og leiðir ósjaldan til betri niðurstöðu en þegar ekki er tekist á.
En færnin og getan til að taka þátt í ágreiningi á uppbyggilegan máta er ekki sjálfgefin og kemur sjaldnast af sjálfu sér. Þröskuldur okkar er mishár og viðbrögð okkar ólík, hvenær við tökum ágreining persónulega og hvenær ekki, hverjir okkar „trigger“ punktar eru og hverjum við þolum að ýta á þá og hverjum ekki, og hvenær og hvenær ekki.
Í erindi sínu mun Sigríður fjalla um hvernig markþjálfun getur hjálpað okkur að takast á við ágreining á uppbyggilegan hátt, þjálfað okkur til þátttöku í ágreiningi og átökum. Segja frá þeirri nálgun sem hún notar í starfi sínu við ágreiningsþjálfun og eflir fólk í lífi og starfi með aukinni sjálfsþekkingu og vitund í kerfjandi aðstæðum.
Sigríður Ólafsdóttir er PCC markþjálfi, eigandi Mögnum og hefur m.a. lokið námi í markþjálfun til að takast á við ágreining (conflict management coaching). Nánari upplýsingar um Sigríði á https://www.mognum.is/