Hlekkur á viðburð
Lára Kristín og Kristrún Anna ætla að fjalla um reynslu þeirra af því að leiða hönnunarspretti og sýn þeirra á hvernig árangur sprettanna og hugrekki leiðtoga tengist sterkum böndum.
"Lærdómurinn sem við höfum dregið af þeim hönnunarsprettum sem við höfum leitt, er að leiðtogar þurfa stóran skammt af hugrekki til að treysta ferlinu (sem er á tímum mikil óvissuför) og þeir þurfa þor til að taka ákvarðanir á staðnum. Einnig krefst það berskjöldunnar að sýna viðskiptavinum ófullkomna prótótýpu og kjarks að hlusta á endurgjöf viðskiptavina. Það að fara úr "inn-á-við" hugsun í viðskiptavina-miðaða hugsun krefst sterkra leiðtoga - ekki bara stjórnenda heldur allra þátttakenda í sprettinum. Þegar þetta er til staðar fara töfrarnir að gerast"
Kristrún Anna Konráðsdóttir er teymisþjálfi, markþjálfi, verkefnastjóri og Agile-ráðgjafi. Hún hefur ástríðu fyrir því að hjálpa fólki og teymum að takast á við & leiða breytingar í síbreytilegu og flóknu umhverfi. Kristrún hefur leitt árangursrík tækniverkefni, þjálfað teymi í átt að meiri árangri og gleði, þjálfað leiðtoga í Agile hugarfari auk þess að hanna og leiða vinnustofur og hönnunarspretti. Kristrún er nú sjálfstætt starfandi og vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem miða þó öll á einhvern hátt að því að efla og styrkja fólk í sínum hlutverkum. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri/ráðgjafi hjá VÍS, verkefnastjóri hjá Skapalóni og sem markaðsstjóri hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér heima og í Bretlandi. Kristrún er ACC vottaður markþjálfi, MPM frá HR og rekstrarfræðingur frá HA
Lára Kristín Skúladóttir er lóðs (facilitator) og leiðtogaþjálfi. Hún hefur á undanförnum árum unnið að fjölbreyttum verkefnum í samvinnu við stjórnendur, verkefnastjóra og starfsfólk bæði fyrirtækja og stofnana. Þar á meðal lóðsað stefnumótun, hannað og leitt stjórnendamót og starfsdaga, leitt stjórnendur og verkefnateymi í stefnumarkandi ákvarðanatöku, haldið ýmiss konar vinnustofur t.d. hönnunarspretti fyrir verkefnateymi í stafrænum verkefnum, leitt teymi í sjálfsskoðun og styrkleikavinnu og þjálfað stjórnendur í að stíga betur inn í hlutverk þjónandi leiðtoga. Lára er sjálfstætt starfandi í dag en starfaði áður sem stjórnunarráðgjafi, markþjálfi og Lean sérfræðingur hjá VÍS, sem greinandi og sérfræðingur í gæðamálum hjá Arion banka og sem stjórnunarráðgjafi hjá ParX. Lára er með MSc gráðu í alþjóðastjórnun og markaðsfræði frá Copenhagen Business School og er markþjálfi frá Evolvia.