Yfir fjörtíu áhugaverðir aðilar sýndu áhuga á að setjast í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun, allt afburðarfólk. Úr vöndu var að ráða við að móta stjórn hópsins.
Úr varð sextán manna stjórn, sem endurspeglar vel fjölbreytileika þeirra sem áhuga sýndu. Fyrsti fundur nýrrar stjórnar var á Kringlukránni í dag þar sem félagar kynntu sig og farið var yfir ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa Stjórnvísi. Stjórnin mun hittast fljótlega aftur til að móta hugsanlegar áherslur hópsins. Stjórnin kaus Helgu Rún Jónsdóttur sem formann og Völu Jónsdóttur sem varaformann. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér.
Stjórn faghópsins skipa: Dagný Guðsteinsdóttir Efling, Dóra Lind Pálmarsdóttir FSRE, Geir Andersen Fastus ehf, Hanna Lind Garðarsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Helga Rún Jónsdóttir Swappagency, Helgi Guðjónsson Veitur, Hildur Steinþórsdóttir KPMG, Hrefna Sif Jónsdóttir Tixly, Ingólfur Helgi Héðinsson Kilroy, Laufey Inga Guðmundsdóttir Fagkaup, Lilja Hrönn Guðmundsdóttir Strætó, María Baldursdóttir Hafnarfjarðarbær, Ólafur Ólafsson Faxaflóahafnir, Sigurður Ólafsson Gott og gilt og Vala Jónsdóttir Carbfix.