Endurvakinn faghópur Stjórnvísi um þjónustu- og markaðsstjórnun hélt fyrsta viðburð haustsins í Björtuloftum í Hörpu föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn.
Hvert sæti var skipað þegar Ingibjörg Kristinsdóttir þjónustuhönnuður hélt erindi sitt „Frá innsýn til aðgerða“ í Hörpu. Hún leiddi þar gesti í gengum skemmtilega blöndu af fræðum og reynslu.
„Þjónustuhönnun hefur löngum sannað sig sem aðferðafræði sem eykur ánægju viðskiptavina og starfsfólks, eykur tekjur fyrirtækja, minnkar kostnað, eykur skilvirkni, minnkar áhættu, eykur tryggð viðskiptavina og eykur líkurnar á að viðskiptavinurinn velji fyrirtækið aftur og aftur“ segir í kynningu viðburðarins.
Ingibjörg fékk fjölmargar spurningar og í lokin spjölluðu gestir og nutu samverunnar í fallegu útsýni Björtulofta.
Stjórn faghópsins þakkar gestum kærlega fyrir komuna og minnir á næsta viðburð faghópsins sem verður í húsakynnum Icelandair í Hafnarfirði 27. nóvember nk.