Handhafar 2024

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands Hr. Guðna Th. Jóhannessyni og formanni dómnefndar Borhildi Erlingsdóttur forstjóra Hugverkastofu. 

Stjórnunarverðlaunin 2024

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt 12. febrúar í 15 sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru: 

Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf útgerðafélags í Grindavík. Í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri ISAVIA ohf og Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Í flokki framkvöðla þeir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði stofnendur Oculis.  Auk þess voru afhent sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut  Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun.   

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Að þessu sinni voru afhentar tvær viðurkenningar í flokki millistjórnenda þar sem 60% tilnefninga voru í þeim flokki. Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.

Dómnefnd 2024 skipuðu eftirtalin:

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir,  framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi 

Yfirstjórnandi ársins 2024
Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf útgerðafélags í Grindavík 

Stjórnandinn er framkvæmdastjóri  sjávarútvegsfyrirtækis í Grindavík. Fyrirtækið býr yfir skipa­flota út­bún­um til línuveiða ­auk þess að reka salt­fisk­vinnslu og frysti­hús í Grindavík.

Stjórnandinn er þriðja kynslóð í rekstri útgerðar, en afi hans (Páll Jónsson) og amma (Jóhanna Gísladóttir) gerðu út tvo báta frá Þingeyri þar til afi hans fórst í sjóslysi 1943. Amma hans hélt áfram rekstri og gerði út hinn bátinn þar til hann fórst líka. Faðir hans, Páll Pálsson, byrjaði sjálfur að gera út skip þegar hann var ungur maður og stofnaði síðan fyrirtækið sem stjórnandinn stýrir árið (Vísi) 1965 þegar hann keypti bátinn Vísi og hús í Grindavík (þar sem saltfiskvinnsla Vísis er í dag).  Stjórnandinn hefur skrifað þrjár bækur, og ein þeirra “Við dagsins þögla sálarhlið” snertir einmitt á þessum uppruna.
­Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa nærri 300 manns þar af 160 manns í landi. Fyrirtækið hefur í nær 60 ár  notið mikillar gæfu og haft á að  skipa metnaðarfullu og tryggu starfsfólki þar sem mannauður fyrirtækisins er lykillinn  að farsælum rekstri þess. Mannauðsmarkmið fyrirtækisins er að vera framúrskarandi fyrirtæki sem byggir á kraftmiklu og ábyrgu starfsfólki þar sem möguleikar hvers og eins nýtast til fulls í hvetjandi starfsumhverfi með góðum aðbúnaði. Stjórnandinn hefur lengi haldið á lofti svokallaðri einnar-kaffistofu-menningu, og þar sem hann vill að allir hafi tækifæri til að hittast og ræða málin saman og kynnast störfum hvers annars.
Stjórnandanum er umhugað um að starfsfólki sínu líði vel í vinnunni og upplifi að það tilheyri hópnum,  því hann veit að annars endist fólk ekki.  En hann er mjög ánægður með hvað fólk er með háan starfsaldur hjá fyrirtækinu.
Stjórnandinn hefur leitt uppbyggingu á fjölskyldufyrirtæki sem dregið hefur vagninn í nýsköpun og þróun hátækni í fiskvinnslu hér á landi þar sem rík áhersla er lögð á fullnýtingu afurða og ábyrgar veiðar. Þegar aðilar innan sjávarútvegsins hugsa um sjávarútvegsfyrirtæki sem stendur fremst meðal jafningja nefna flestir nafn fyrirtækisins.Í mannauði byggir fyrirtækið á mikilli breidd og fjölbreytileika sem stjórnandinn hefur leitt áfram með hvatningu, víðsýni og hugsjónum. Stjórnandinn hefur persónulega og í gegnum fyrirtækið sitt sýnt mikla samfélagslega vitund og ábyrgð hvort sem er í ræðu og riti eða með athöfnum sínum.
Sem dæmi um það eru þessar gríðarlegu áskoranir sem bæjarfélagið (Grindavík) hefur staðið frammi fyrir undanfarin ár hefur hagur bæjarbúa verið honum efst í huga. Eða eins og haft er eftir honum á mbl.is eftir að bærinn var rýmdur í nóvember á síðasta ári: “Þrátt fyr­ir að mikið sé und­ir fjárhagslega fyr­ir Vísi sem slíkt þá eru stóru verðmæt­in þau að um sé að ræða 160 manna vinnustað ásamt öllu sem því starfsfólki fylg­ir. 
Það er ástæða til að hafa áhyggj­ur af sam­fé­lag­inu öllu í heild sinni. Það eru mjög stór­ir hlut­ir und­ir sem eru mun stærri en okk­ar starf­semi.“  Stjórnandinn veit vel að vöxtur og viðgangur fyrirtækis á allt undir öflugum mannauð og heilbrigðu samfélagi. Sagt hefur verið að sannir leiðtogar stígi fram fyrir skjöldu á erfiðum tímum, þá sanni þeir hvað í þeim býr og það á svo sannarlega við um stjórnandann. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 í flokki yfirstjórnenda hlýtur Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

 

 

Millistjórnandi ársins 2024   
Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir, framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og yfirlæknir krabbameinslækninga. 

Stjórnandinn er læknir sem hefur starfað á sínu sérsviði í um aldarfjórðung. Hann útskrifaðist árið 1993 frá Háskóla Íslands með BS-próf í ónæmisfræði og embættispróf í læknisfræði. Átta árum síðar lauk hann sérfræðiprófi í lyflækningum og krabbameinslækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Wisconsin í Bandaríkjunum. Árið 2009 lauk hann meistaragráðu í Stjórnun heilbrigðisþjónustu frá Háskólanum á Bifröst. Rannsókn hans fjallaði um lækna á Landspítalanum, starfsanda meðal þeirra og viðhorf þeirra til stjórnunar Landspítalans.  
Stjórnandinn starfaði í fjölda ára í Bandaríkjunum, sneri heim 2018 og er í dag stjórnandi á sjúkrahúsi á landsbyggðinni.
Stjórnandinn hefur brunnið fyrir því að efla sérfræðiþjónustu lækninga á landsbyggðinni og hans sýn er sú að það sé eðlilegra að læknar komi til fólksins í stað þess að sjúklingar hópist til lækna á höfuðborgarsvæðinu. Ásamt því að sinna sérgrein sinni krabbameinslækningum er hann faglegur yfirmaður lækna og stýri sjúkrasviði sem tekur til starfseminnar á sjúkrahúsa á landsbyggðinni.
Stjórnandinn hefur einnig látið félagsmál sig varða, var um tíma formaður Læknafélags Reykjavíkur og sat í stjórn Læknafélags Íslands. Hann er faglega leiðandi stjórnandi, sanngjarn, réttsýnn og árangursdrifinn.

Í umsögn um tilnefningu hans segir „Hann beinir ávallt kröftum sínum í þágu  skjólstæðinga sinna og hvetur starfsfólk sitt til þess sama. Hann hefur byggt upp krabbameinslækningar nánast frá grunni yfir í það að sinna 90% allra íbúa sem fá krabbamein í heimabyggð. Hann er framsýnn og tæknilegur. Hann leggur sig allan fram við að finna leiðir sem létta skjólstæðingum sínum sem og samstarfsfólki lífið.“ Hann nálgast stjórnun þannig að hann treystir fólki, veitir því sjálfræði til að vinna verk sín.

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 í flokki millistjórnenda fær Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir, framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og yfirlæknir krabbameinslækninga. 

 

Millistjórnandi ársins 2024 
Gerður Pétursdóttir, færðslustjóri ISAVIA

Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi ársins 2023 hefur starfað sem stjórnandi nánast alla sína starfstíð eða frá því að hún hóf störf sem aðstoðarleikskólastjóri árið 1990 þá nýtútskrifuð fóstra. Hún sýndi fljótt mikla leiðtogahæfileika og 23 ára var hún orðin leikskólastjóri. Það hefur einkennt feril hennar sem stjórnanda að opna nýja skóla og byggja þar upp menningu með áherslu á góð samskipti, persónulegan þroska og gleði. Eftir að hafa verið í leikskólageiranum 18 ár vendi hún kvæði sínu í kross og sneri sér að fullorðinsfræðslu . Hún lauk viðbótarnámi til BEd, gráðu frá Kennaraskóla Íslands árið 2007 og meistarnámi í Mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands árið 2008 . Í kjölfarið  hóf hún störf sem framkvæmdastjóri Samvinnu starfsendurhæfingar á Suðurnesjum sem var mikið frumkvöðlastarf. Árið 2014 réði hún sig í starf mannauðsráðgjafa hjá hjá fyrirtækinu sem hún starfar hjá í dag en sneri sér fljótt að fræðslumálunum og hefur nú starfað sem fræðslustjóri við skóla fyrirtækisins í 8 ár. Í fyrstu var hún eini starfsmaðurinn en núna eru þau níu sem starfa í þessum öfluga fyrirtækjaskóla. Það sem hefur einkennt leiðtogastíl stjórnandans er einkum umhyggja fyrir fólki og löngun til að sjá samstarfsfólkið sitt vaxa og líða vel á vinnustaðnum. Stjórnandinn hefur gleðina að leiðarljósi, er heiðarleg og opin. Metnaður hefur einkennt störf stjórnandans, óhikað tekst hann á við breytingar og gerir kröfur til sín og annarra um þróun og nýsköpun. Stjórnandinn hefur enn fremur verið valin til forystu í ýmsum ábyrgðar- og félagsstörfum. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 til millistjórnanda fær Gerður Pétursdóttir, færðslustjóri ISAVIA.

 

 

Frumkvöðlar ársins 2024
Dr. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og dr. Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði.

 Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 fyrir frumkvöðlastarf eru að þessu sinni sameiginlega veitt til tveggja einstaklinga sem skarað hafa framúr í sínu fagi sem mikilsvirtir og afkastamiklir vísindamenn. 

Annar þeirra lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands árið 1978. Hann hélt til Bandaríkjanna þar sem hann lauk doktorsprófi í lífeðlisfræði 1981. Hann nam augnlækningar við Duke háskólann í Norður Karólínu og starfaði þar sem lektor og augnlæknir þar til hann kom til Íslands 1989 sem prófessor í augnlækningum og yfirlæknir á augndeild Landakotsspítala og síðar Landspítala. Hann var gestavísindamaður á National Eye Institute, National Institutes of Health (NIH) og varaforseti og forseti læknadeildar Háskóla Íslands. Ritrýndargreinar frumkvöðulsins eru yfir 250 talsins, auk fjölda bókarkafla og einkaleyfa. Hann hefur verið heiðraður víða um heim fyrir vísindastörf sín og unnið til fjölmargra verðlauna. Meðal annars var hann valinn heiðursvísindamaður Landspítala árið 2011 og hlaut sérstök heiðursverðlaun danska augnlæknafélagsins fyrir mikilvægt framlag til rannsókna í augnlæknisfræði á alþjóðavettvangi árið 2014. Hann hefur setið í stjórn nokkurra aðþjóðlegra samtaka á sviði augnlækninga og vísinda, en auk vísindastarfa hefur hann beitt sér sérstaklega í nýsköpun og tekið þátt í að koma á fót nokkrum fyrirtækjum sem byggja á vísindalegum grunni. 

Hinn frumkvöðullinn lauk M.S. gráðu í lyfjafræði frá Kaupmannahafnarháskóla og M.S. og Ph.D. gráðu í lyfjaefnafræði frá University of Kansas. Hann er prófessor emeritus við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands og hefur starfað sem ráðgjafi margra alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. Áður stofnaði hann og stýrði líftæknifyrirtækinu Cyclops ehf. frá 1994 þar til það rann inn í DeCode Genetics árið 2000, en varð þá vísindalegur ráðgjafi hjá Decode til ársins 2004. Eftir hann liggur fjöldi uppfinninga á sviði lyfja- og læknisfræði og tugir einkaleyfa þeim tengdum skráð víðs vegar um heim. Hann hefur skrifað og verið meðhöfundur yfir 350 greina sem birst hafa í ritrýndum vísindaritum og fjölda bókakafla, en er auk þess einn höfundur tveggja bóka um lyfjafræði og situr í ritstjórnum nokkurra alþjóðlegra tímarita. Þessi frumkvöðull hefur enn fremur prýtt lista Thomson Reuters yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. 
Rannsóknasamstarf þessara frumkvöðla hefur verið langt og gjöfult og samtvinnað starfi þeirra við Háskóla Íslands og Landspítalann. Fyrir um tuttugu árum síðan stofnuðu þeir fyrirtækið Oculis utan um augnlyfjarannsóknir sínar. Starfsemi Oculis byggir á einkaleyfavarinni tækni í lyfjaiðnaði, sem gerir það mögulegt að meðhöndla sjúkdóma í afturhluta augans með augndropum í stað augnástunga, sem er bylting fyrir þær tugmilljónir sjúklinga sem þjást af slíkum sjúkdómum.
Fyrsta vísisfjármögnun fyrirtækisins fór fram árið 2016 og var leidd af Brunni vaxtarsjóði og Silfurbergi. Í árslok 2017 urðu vatnaskil í starfsemi Oculis þegar þrír erlendir vísisjóðir komu að félaginu. Í kjölfar þess var sett upp móðurfélag og höfuðstöðvar í Sviss. Oculis sem nú er alþjóðlegt stórfyrirtæki í lyfjaiðnaði náði þeim eftirtektarverða árangri að vera skráð í bandarísku kauphöllina Nasdaq í mars 2023. Hjá félaginu starfa um 30 starfsmenn á Íslandi, í Sviss, Bandaríkjunum, Frakklandi og Kína og leiða frumkvöðlarnir tveir enn rannsóknir og nýsköpun fyrirtækisins.
Það er einróma álit dómnefndar að með frumkvöðlastarfi sínu séu þessir einstaklingar mikilvæg fyrirmynd þess hvernig byggja megi upp verðmæti og skapa vel launuð störf með hagnýtingu rannsókna. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 fyrir frumkvöðlastarf hljóta þeir dr. Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og dr. Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði.

 

Hvatningarverðlaun Stjórnvísi 2024 
Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mími símenntun.  

Dómnefnd stjórnendaverðlauna Stjórnvísi tók þá ákvörðun að veita sérstaka hvatningaviðurkenningu í ár þar sem verkefnið sem viðkomandi er að sinna er einstaklega mikilvægt og þarft í íslensku samfélagi. 
Sá stjórnandi sem hlýtur hvatningarviðurkenningu Stjórnvísi í ár starfar sem fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá fræðslufyrirtæki á sviði framhaldsfræðslu og starfsmenntunar.  Með starfi sínu hefur stjórnandinn farið í forgreiningu á íslenskunni með hagsmunaaðilum.  Að lokinni þarfa- og væntingagreiningu hjá þeim sem vilja læra íslensku hefur íslenskunám verið nútímavætt og uppfyllir nú betur þarfir og væntingar nemenda sem eru allir af erlendu bergi brotnir.  Námið hefur því tengst samfélaginu betur en áður fyrr. 
Árangurinn mælist meðal annars í aukinni aðsókn í starfstengda íslenskukennslu hjá fyrirtækjum og vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi íslenskukennslu varðandi inngildingu í samfélagið.  Umræða og áherslur stjórnandans hafa fengið meiri hljómgrunn innan fyrirtækjanna sem skilar náinni samvinnu og sveigjanlegum námstækifærum fyrir einstaklinga á vinnumarkaði.
Í starfi sínu leggur stjórnandinn mikla áherslu á nýsköpun og þróun bæði í námi og á námsefni til að tryggja árangursríkari íslenskukennslu og hefur fengið lof fyrir bæði frá nemendum sem og samstarfsaðilum. Stjórnandinn hefur farið fyrir því að sérsníða íslenskukennslu fyrir fyrirtæki sem hefur gert starfsmönnum auðveldara að tala íslensku á þeirra fagmáli og gert það að verkum að öll samskipti verða auðveldari. Íslenskan hefur því stækkað hlutdeild sína innan fyrirtækja.
Stjórnandinn fær þá umsögn að hann sé drífandi, hugmyndaríkur, framsýnn, hjálpsamur og umhyggjusamur og hefur starfað sem fagstjóri undanfarið ár af miklum metnaði 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að hvatningarviðurkenning Stjórnvísi 2024 fær Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mími símenntun.  

 

 

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2024:

Agnar Þorláksson, deildarstjóri hjá Íslandspósti

Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar

Ármann Gylfason, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Árni Magnússon, forstjóri Íslenskra orkurannsókna (ÍSOR)

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi

Bjarni Örn Kærnested, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia

Björn Ingi Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri JYSK Ísland

Bryndís Guðnadóttir, sviðsstjóri kjaramálasviðs VR

Brynja Guðjónsdóttir, forstöðumaður markaðs-og þjónustumála hjá Orkunni IS

Brynja Ragnarsdóttir, forstöðumaður þjónustu hjá Veitum

Cecilie B.H. Björgvinsdóttir, mannauðsstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix

Einar Aron Einarsson, framkvæmdastjóri rafgreiningasviðs ISAL

Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og stofnandi Oculis

Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits hjá Fiskistofu

Emma Kjartansdóttir, deildarstjóri skipadeildar hjá Iceland Travel

Erlendur Gíslason, svæðisstjóri Fiskeldi Austfjarða

Erna Guðrún Stefánsdóttir, mannauðs-og skrifstofustjóri Maven ehf.

Erna Jónsdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslu- og upplýsingasviðs hjá Fiskistofu

Ester Gústafsdóttir, mannauðsstjóri Háskólans í Reykjavík

Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp ehf.

Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir, gæðastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands

Gerður Pétursdóttir, fræðslustjóri Isavia

Gestur Pétursson, forstjóri PCC BakkiSilicon 

Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar Orkunnar IS

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stofnandi Lucinity

Guðný Benediktsdóttir, gæðastjóri Fagkaupa

Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Landsvirkjunar

Helga Guðrún Lárusdóttir, deildarstjóri vörustýringar Securitas hf.

Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka

Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar

Inga Hrund Arnardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar IS

Ingibjörg Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Sæplast/Rotovia

Íris E. Gísladóttir, stofnandi og rekstrarstjóri Evolytes

Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun

Kristín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik ehf.

Kristjana Milla Snorradóttir, CPO Travel Connect

Lilja Kristín Birgisdóttir, forstöðumaður markaðs-og samskiptamála hjá Vodafone.

Marella Steinsdóttir, mannauðsstjóri PCC BakkiSilicon

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics

Matthías Sveinbjörnsson,  forstöðumaður tekjustýringar Icelandair

Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá FSRE

Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum

Óskar Jörgen Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs hjá Reykjavíkurborg

Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf útgerðafélags í Grindavík

Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sérfræðingur umhverfi og sjálfbærni hjá Mannvit/COWI

Siggeir Örn Steinþórsson, forstöðumaður vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn

Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, verkefnastjóri mannauðs hjá Múlaþingi

Sigurður Böðvarsson, framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Sonja Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs HR Monitor

Sonja Scott, mannauðsstjóri Coca-Cola á Íslandi 

Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu tónlistar-og ráðstefnuhúss.

Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia

Trausti Harðarson, stjórnarmaður hjá Ceo Huxun

Vaka Ágústsdóttir, mannauðsstjóri IKEA

Vaka Óttarsdóttir, gæða og mannauðsstjóri Háskólans á Akureyri

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk

Vilhjálmur Theodór Jónsson, forstöðumaður sölu hjá Vodafone

Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar IS

Þórhildur Helgadóttir, forstjóri Póstsins.

Þröstur V. Söring framkvæmdastjóri eignasviðs Sjómannadagsráðs og Naustavarar

Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði og stofnandi Oculis 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?