Rými til vaxtar, (kjallari Grafarvogskirkju, gengið inn á hlið) Fjörgyn, 112 Reykjavík
Markþjálfun,
Fjórir félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2019 ráðstefnunni sem haldin var í Prag þann 23. - 26. nóvember. Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Ágústa Sigrún , Ásta Guðrún, Lilja og Ragnheiður hvað þeim fannst markverðast. Við hópinn bættist svo fimmti Íslendingurinn, Kristin Jonsdottir Sedney sem búsett er í Curaçao.
Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.
Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu.
Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur og byggja undir fjölmenna þátttöku árið 2021.
Ragnheiður Aradóttir, PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi - stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining
Lilja Gunnarsdóttir, ACC vottaður markþjálfi. Formaður ICF Iceland
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun - markþjálfi og leiðbeinandi í markþjálfanámi hjá Evolvia ehf
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, ACC vottaður markþjálfi hjá Zenter og ÁSÁ Coaching