Handhafar 2021

 

Verðlaunahafar, forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson,   Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar og Davíð Lúðvíksson heiðursfélagi Stjórnvísi 2021.     

Verðlaunahafar, forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar og Davíð Lúðvíksson heiðursfélagi Stjórnvísi 2021.    

Stjórnunarverðlaunin 2021

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt 26.apríl í 12 sinn við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök heiðursverðlaun og heiðursfélagi Stjórnvísi 2021 var útnefndur. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021 eru:

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í flokki yfirstjórnenda Auður Daníelsdóttir framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár og Sigríður Harðardóttir, mannauðs og gæðastjóri Strætó í flokki millistjórnenda.

Dómnefnd veitti þremur frumkvöðlum sem vakið hafa verðskuldaða eftirtekt fyrir störf sín á heilbrigðissviði undanfarin misseri viðurkenninguna Frumkvöðlar ársins 2021:

Tryggvi Þorgeirsson stofnandi og forstjóri SideKick Health
Guðmundur Fertram Sigurjónsson stofnandi og forstjóri Kerecis og 
Gísli Herjólfsson stofnandi og forstjóri Controlant.

Sérstök heiðursverðlaun voru veitt Guðmundi Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu fyrir framlag sitt til stjórnunar á Íslandi.

Einnig var útnefndur og verðlaunaður heiðursfélagi Stjórnvísi 2021, Davíð Lúðvíksson sérfræðingur á rannsóknar-og nýsköpunarsviði Rannís.   

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.

Dómnefnd 2021 skipuðu eftirtaldir:

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. 

Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi 

Yfirstjórnandi ársins 2021

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri  

Sá sem hlýtur verðlaunin yfirstjórnandi fyrirtækis er vel að því kominn. Viðkomandi tók við embætti sínu árið 2020 og var valinn úr öflugum hópi fólks.

Áður hefur stjórnandinn gegnt ábyrðarmiklum embættum og hefur lagt sig fram um að láta til sín taka með málaflokk sem er bæði flókinn og viðkvæmur.

Þessi einstaklingur fylgir hjartanu sínu í starfi og er góður í að fá fólk í lið með sér. Hann er óhræddur við að prófa sig áfram og draga lærdóm af því sem gengur vel og ekki síst að læra af mistökum sínum.

Þessi yfirstjórnandi er talinn einn af ölfugustu leiðtogum landsins ekki síst þar sem hann býr yfir mikilli færni til að sinna málaflokkum sem eru erfiðir. Hann er með manneskjulega nálgun í starfi sínu og vill að bæði starfsmönnum sínum og skjólstæðingum líði vel. Hann leggur áherslu á gegnsæi og skilvirkni og jafnréttismál eru honum hugleikin. Hann hefur aukið hlutfall kvenstjórnenda á vinnustað sínum. Eins hefur hann lagt sig fram um að efla nám stjórnenda sinna með stjórnendaþjálfun. Hann notar Lean aðferðir í starfi sínu og er stöðugt að finna leiðir til að gera hlutina betur.

Það er óhætt að segja að stjórnandinn hafi verið frumkvöðull og rutt brautina fyrir aðra stjórnendur. Þá hefur stjórnandinn í gegnum tíðina haft Þjónandi forystu að leiðarljósi þar sem hann hefur lagt áherslu á að valdefla og þróa starfsmenn sína þar sem styrkleikar starfsmanna hafa fengið að njóta sín".

Yfirstjórnandinn er bjartsýnn, jákvæður og kærleiksríkur og skipta störf hans miklu máli fyrir landið allt. Eins er hann mikill fjölskyldumaður og vinur vina sinna. 

Það er sérstök ánægja að kynna að Yfirstjórnandi ársins 2021 er Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.

 

Millistjórnandi ársins 2021
Sigríður Harðardóttir, mannauðs- og gæðastjóri Strætó. 

Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi í ár ólst upp við rekstur fjölskyldufyrirtækis á sviði innanlandsflugs, þar sem hann gekk í öll störf nema að setjast í flugmannssætið. Rekstur og stjórnun hefur því fylgt stjornandanum alla tíð.

Áhugi hefur alltaf legið mest á mannlegu hliðinni og valdi hann að fara í kennaranám og lauk  B.Ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands 1997. Stjórnun var samt ekki langt undan því lokaritgerðin í kennaranáminu var umfjölluninum gæðastjórnun í skólastarfi. Hugur hans stefndi á frekara nám í skólastjórnun og kenndi hann í grunnskóla frá útskrift til ársins 2004 þegar hann hóf meistaranám í mannauðsstjórnun í HÍ. Í kjölfar útskriftar réði hann sig sem fræðslustjóra Olíufélagsins ESSO. Styrkleikar stjórnandans nutu sín þá í samskiptum við starfmenn og stjórnendur um allt land.

Allt frá þessum tíma þar til hann hóf störf hjá Strætó árið 2014 hefur hann unnið með grunngildi sín sem eru gagnkvæmt traust og áreiðanleiki, að vera til staðar, vinna að eflingu starfsmanna, að sjá þá vaxa og dafna í störfum sínum og eiga jákvæð og uppbyggjandi samskipti. Sjórnandinn hefur mótað mannauðsmál hjá fyrirtækinu sem hann starfar hjá í dag. Starfsemin í dag nær yfir vítt svið innri og ytri samskipta (mannauðs, markaðs, PR, sölu og þjónustu mál), gæða- og verkefnastjórnun auk upplýsinga- og skjalastjórnunar. Stjórnandinn er árangursdrifin og metnarfullur, vill sjá hlutina gerast en er um leið sanngjarn og hvetjandi. Hann hefur enn fremur verið valin til forystu í félagsstörfum; skátaforingi á unglingsaldri, formaður nemendafélags í menntaskóla, formaður foreldrafélaga í leik- og grunnskóla sem og í íþróttafélögum.

Stjórnandinn er Sigríður Harðardóttir, mannauðs- og gæðastjóri Strætó.

Millistjórnandi ársins 2021
Auður Daníesldóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs Sjóvá

 

Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi hefur starfað í sínum geira í 18 ár.  Stjórnandinn er menntaður í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, er með gráðu í mannauðsstjórnun og lauk stjórnunarnámi erlendis.   Á þessum árum hefur viðkomandi starfað sem framkvæmdastjóri yfir þremur  stórum og krefjandi sviðum.  Segir þetta mikið um styrkleika og hæfni viðkomandi að fá tækifæri og traust til að gegna jafn ólíkum sviðum og þau eru.  Á þessum árum hefur stjórnandinn vaxið farsællega í starfi og notið mikils trausts við að leiða  umtalsverðar umbreytingar hjá fyrirtækinu sem starfar í öflugri samkeppni framsækinna fyrirtækja.  

Stjórnandanum er lýst á eftirfarandi hátt ,,Stjórnandinn er metnaðarfullur, skipulagður leiðtogi sem markar skýra sýn til framtíðar, vinnur markmiðasetningu með sínu starfsfólki, fylgir þeim fast eftir og hrífur alla samstarfsmenn sína með sér í sömu átt.  Að öðrum ólöstuðum hefur hann leitt uppbyggingu þeirrar þjónustu, á sviði mannauðs, tjóna- og sölu- og þjónustumála.  Í dag er fyrirtækið að uppskera mikla viðurkenningu fyrir sín störf og er hlutur stjórnandans mikilvægur í því“.  

Í dag er stjórnandinn orðin góð fyrirmynd og mentor yngri stjórnenda fyrir stjórnunarhæfni sína.   Það sem einkennir helst persónueiginleika stjórnandans er hógværð og lítillæti, mikið keppnisskap, gleði og opin og hreinskiptin samskipti.  Innst inni er stjórnandinn örlítið feiminn en tekur áskorunum fagnandi og blæs ekki í lúðra fyrr en verkefnin eru komin af stað og árangur er fyrirsjáanlegur,  hann hefur þor og dug til að takast á við krefjandi og flókin verkefni.  Stjórnandinn er fjölskyldumaður og hefur alið upp tvær dætur, stundar útivist af krafti, s.s. skíði, laxveiði og er að feta sín fyrstu skref í golfinu og sækir í ferðalög bæði hér heima og erlendis.  Það verður spennandi fylgjast áfram með stjórnandanum og sjá hverjar verðar næstu áskoranir sem hann tekst á við. 

Stjórnandinn er Auður Daníesldóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs Sjóvá

 

Frumkvöðull ársins 2021

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis. 

Hægt er að segja um frumkvöðulinn að allur heimurinn hafi verið starfsvettvangur hans.  Hann hefur starfað við jarðhitaverkefni á Íslandi og Asíu, verið stjórnarmaður í Kanadísku jarðhitaorkufyrirtæki, borið ábyrgð á stefnumótun hjá Nýsjálensku/Bandarísku fyrirtæki auk þess að starfa fyrir Össur hf þar sem var ábyrgur fyrir sárameðferð.

Með þessa reynslu í farteskinu stofnaði hann fyrirtæki sitt.  Hugmyndin var að finna lausn sem fækkaði aflimun hjá fólki verulega, en ólæknandi sár hafa oft endað í aflimun.   Ný hugsun í sárameðferð var að fæðast.  Frumkvöðullinn fann lausn sem felst í því að nota fiskroð, sem er ríkt af Omega 3 fitusýrum til að lækna sár og hjálpa við að byggja um nýjan vef.  Lausnin nýtist ma. fólki með sykursýki, erfið brunasár og önnur ill læknandi sár. 

Sárameðferð er í dag notuð af fólki í öllum heimshlutum, óháð trú og kynþáttum.  Í Bandaríkjunum er sjúklingum tryggð greiðsluþátttaka frá hinu opinbera auk þess sem Bandaríski herinn notar Kerecis vörurnar í sárameðferð.

Frumkvöðullinn er með BSc í efnafræði frá Hí og MSc í verkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn og hefur nú þegar hlotið ótal viðurkenningar fyrir störf sín. 

Frá því að fyrirtæki hans fór að markaðssetja vörur sínar í Bandaríkjunum árið 2016 hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill og er í dag með mestan vöxt allra fyrirtækja  sem selja sárameðferðarvörur í Bandaríkjunum

Frumkvöðullinn er mikill eldhugi, með mjög sterka framtíðarsýn og hefur verið óþreytandi að kynna hugmynd sína fyrir mögulegum fjárfestum til að ná í fjármagn fyrir þróunarstarf. Fyrirtækið er í dag með örugga fjármögnun, fjölda hluthafa á Íslandi, auk hluthafa frá Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjunum. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að viðurkenning Stjórnvísi árið 2021 fyrir frumkvöðlastarf hlýtur Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis.

 

Frumkvöðull ársins 2021

Gísli Herjólfsson, einn af stofnendum Controlant og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 

Viðkomandi frumkvöðull er rafmagns- og tölvuverkfræðingur að mennt og stofnaði fyrirtækið sitt árið 2009. Fyrirtækið þróar hug- og vélbúnað sem tryggir gæði viðkvæmra vara í flutningi. Fyrirtækið gefur framleiðendum lyfja og matvæla rauntímaupplýsingar um hitastig og raka meðal annars sem fást með gagnaritum sem nýta sér nettengingar í gegnum farsímanet. Gögnin safnast því inn í miðlægt tölvukerfi með sjálfvirkum hætti. Þar eru gögnin greind sjálfvirkt, viðvaranir sendar út til viðbragðsaðila ef hætta er á að varan muni skemmast og ákvarðanir um gæði vörunnar teknar. Fyrirtækið þjónar nú sem einn mikilvægasti hlekkurinn í bóluefnaflutningi vegna heimsfaraldursins fyrir alþjóðleg flutningafyrirtæki og marga stærstu lyfjaframleiðendur heims, þar á meðal Pfizer.  

Hugmyndin að fyrirtækinu kviknaði í meistaranámi við Háskóla Íslands og var stofnað af fimm félögum sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. Á þeim tíma reið Svínaflensan yfir og varð tækni fyrirtækisins nýtt til að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi.  

Yfirlýst markmið fyrirtækisins er að tryggja öryggi sjúklinga og neytenda og minnka lyfja- og matarsóun í aðfangakeðjunni um 90%. Fyrir fjórum árum voru starfsmenn fyrirtækisins um 30 talsins og til marks um undraverðan vöxt undanfarið starfa nú hjá fyrirtækinu um 150 manns og gert ráð fyrir að stöðugildum fjölgi í um 200 í lok þessa árs. Velta fyrirtækisins var um 500 milljónir króna árið 2019, um 1 milljarður árið 2020 og búist við að hún fari ekki undir 5 milljarða árið 2021. Bróðurparturinn af starfsemi fyrirtækisins er á Íslandi en það er einnig með starfsemi í Bretlandi, Írlandi og Bandaríkjunum og framleiðslu bæði í Bandaríkjunum og Malasíu. 

Innkoma fyrirtækisins á gamalgróinn og afar þroskaðan markað með nýja tækni, aukið flæði upplýsinga og ferskar áherslur hefur dregið úr sóun í aðfangakeðjunni svo um munar og skilað samstarfsaðilum þeirra stóraukinni hagræðingu í rekstri. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að viðurkenning Stjórnvísi árið 2021 fyrir frumkvöðlastarf hlýtur  Gísli Herjólfsson, einn af stofnendum Controlant og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

 

Frumkvöðull ársins 2021

Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick Health.Sá þriðji einstaklingur sem hlýtur frumkvöðlaviðurkenningu Stjórnvísi er í forystusveit þeirra einstaklinga sem hafa beitt sér fyrir nýrri nálgun í heilbrigðiskerfum heimsins, þar sem blandað er saman heilbrigðisvísindum og heilbrigðistækni til að fyrirbyggja sjúkdóma, bæta heilsu fólks með langvinna sjúkdóma og bæta nýtingu auðlinda í heilbrigðiskerfum bæði hér á landi og erlendis. 

Viðkomandi er læknir og lýðheilsufræðingur að mennt, með bakgrunn í verkfræði. Eftir útskrift úr læknadeild Háskóla Íslands 2008, hóf hann vinnu sem læknir en komst fljótt að þeirri niðurstöðu að breyta þyrfti nálgun við meðferð langvinnra lífsstílstengdra sjúkdóma, sem valda miklum meirihluta allra dauðsfalla í heiminum. 

Með það í huga sótti hann sér viðbótarnám í Bandaríkjunum og stofnaði í kjölfarið fyrirtæki með félaga sínum úr læknadeild. Eftir margra ára uppbyggingu, fyrst samhliða klínískri vinnu og síðan í fullu starfi með sívaxandi teymi, hefur vöxtur fyrirtækisins verið hraður síðastliðin 3 ár. Undanfarna 18 mánuði hefur starfsmannafjöldi aukist úr 12 í 60 manns og stefnir í yfir 90 starfsmenn í árslok. 

Hjá fyrirtækinu starfa sérfræðingar í heilbrigðisvísindum, sál- og atferlisfræðum, rannsóknum, forritun, hönnun, verkfræði, verkefnastjórnun, gagnavísindum, lögfræði, sölu- og markaðsmálum og fjölda annarra sérsviða. 

Fyrirtækið þróar fjarheilbrigðismeðferðir sem styðja við og bæta heilsu fólks víða um heim með langvinna sjúkdóma eins og hjartabilun, ristilbólgur, liðagigt og krabbamein. 

Fjarheilbrigðismeðferð fyritækisins hjálpar fólki að taka virkari þátt í eigin meðferð og gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að fjarvakta einkenni sjúklinga, bregðast við fyrr við versnunum og styðja skjólstæðinga sína í daglegu lífi utan stofnana. Rannsóknir sýna að meðferðin hefur sterk áhrif og bætir bæði líkamlega heilsu og andlega líðan notenda. Lausnir fyrirtækisins þykja í fremstu röð í sínum flokki og fyrirtækið starfar með alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum svo sem Pfizer og Bayer og sumum af stærstu sjúkratryggingafyrirtækjum heimsins. Fyrirtækið hefur dregið að sér milljarða króna í erlenda fjárfestingu og tekjur og byggt upp nýja sérþekkingu hér á landi. 

Auk þess að stýra fyrirtækinu hefur viðkomandi einnig umsjón með kennslu í fyrirbyggjandi læknisfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, er gestakennari við Harvard-háskóla, stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs og situr í Hugveitu nýsköpunarráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins um nýsköpun.  

Það er með ánægju sem það tilkynnist að viðurkenning Stjórnvísi árið 2021 fyrir frumkvöðlastarf hlýtur Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og annar stofnenda Sidekick Health.

 

Heiðursverðlaun fyrir framlag til stjórnunar í íslensku atvinnulífi 2021

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu 

Sá sem hlýtur heiðursverðlaun Stjórnvísi 2021 er Guðmundur Þorbjörnsson, framkævmdastjóri Eflu. Guðmundur er stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann nam byggingarverkfræði við Háskóla Íslands og lauk M.Sc. prófi frá University of Washington í Seattle árið 1983, með sérhæfingu í jarðskjálftaverkfræði. Árið 1993 tók hann MBA gráðu frá Rotman School of Management í Toronto í Kanada, með sérhæfingu í almennri stjórnun, stefnumörkun og fjármálum. Hann hlaut þar Roger Wolff viðurkenninguna fyrir bestan námsárangur. Þá hefur Guðmundur lokið námskeiði fyrir starfandi stjórnendur í Wharton Business School. Guðmundur hefur einnig sótt námskeið í Raja Yoga í Mount Abu í fjöllum Indlands ásamt eiginkonu sinni Jóhönnu Björk Briem – sem eru eins konar æfingabúðir í andlegri rækt – og hefur haldið þeim tengslum síðan.

Guðmundur hóf starfsferil sinn eftir háskólanám árið 1983 hjá verkfræðistofunni Línuhönnun, við almenn verkfræðistörf, hönnun og ráðgjöf. Þar starfaði hann til ársins 1991, að undanskildum árunum 1985-1987 þegar Guðmundur var atvinnumaður í knattspyrnu hjá FC Baden í Sviss, og starfaði samhliða á verkfræðistofunni í Baden. 

Eftir MBA nám í Kanada árið 1993 hóf Guðmundur störf hjá Eimskipafélagi Íslands. Fyrstu tvö árin starfaði hann við uppbyggingu gæðastjórnunar og stefnumörkun í félaginu. Síðan varð hann forstöðumaður Sölu millilandaflutninga, framkvæmdastjóri Sölu- og markaðssvið og loks framkvæmdastjóri Eimskip Logistics. Á þessum árum var Eimskipafélagið leiðandi í stjórnendaþróun, sem skilaði fjölda leiðtoga víða í atvinnulífinu.

Guðmundur sneri aftur til Línuhönnunar árið 2005, þar sem hann tók við sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Árið 2008 varð síðan EFLA verkfræðistofa til við samruna fjögurra verkfræðifyrirtækja, þ.m.t. Línuhönnunar. Í kjölfarið hafa fleiri verkfræðistofur bæst í hópinn, bæði innanlands og erlendis, og nýir sprotar vaxið. Varð Guðmundur frá upphafi framkvæmdastjóri sameinaðs félags.

EFLA er í dag leiðandi þekkingarfyrirtæki í verkfræði, tækni og tengdum greinum með sífellt breiðara og fjölbreyttara verksvið. Hlutverk fyrirtækisins er að koma fram með lausnir sem stuðla að framförum viðskiptavina og efla samfélög. Fyrirtækið tvöfaldaðist að stærð á síðasta áratug, og starfa nú í samstæðunni á Íslandi og erlendis hátt í 400 starfsmenn. Erlend velta er nálægt fjórðungi af heild, og er félagið nú þátttakandi í dóttur- og hlutdeildarfélögum í 7 þjóðlöndum utan Íslands. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð, bæði í eigin innri starfsemi og ekki síður í allri sinni ráðgjöf og lausnum. EFLA hefur hlotið fjölda viðurkenninga á sviði umhverfismála og verið valið af Creditinfo og Festu sem framúrskarandi í samfélagslegri ábyrgð og hefur verið framúrskarandi í rekstri skv. mati Creditinfo frá upphafi.

Guðmundur hefur ákveðið að stíga til hliðar sem framkvæmdastjóri EFLU eftir aðalfund fyrirtækisins nú í vor, en mun starfa áfram í félaginu.

Guðmundur hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og félaga á sínum á ferli. Sem stendur er Guðmundur í stjórn Grænvangs – samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir, Fannborgar - þróunarfélags um Kerlingafjöll,  er í fjárfestingarráði Iceland Travel Fund sjóðsins um uppbyggingu í ferðaþjónustu, í Loftslagsráði og í stjórn og framkvæmdastjórn Viðskiptaráðs. Guðmundur situr að auki í stjórnum nokkurra félaga í EFLU samstæðunni.

Guðmundur á eins og áður sagði einnig að baki farsælan feril í afreksíþróttum. Hann er margfaldur Íslandsmeistari í knattspyrnu, fyrirliði, verið valinn knattspyrnumaður ársins og landsliðsmaður.

Guðmundur er lýst sem framsýnum leiðtoga sem hefur lagt sig fram við að skapa skilyrði innan fyrirtækisins þamnig að starfsmenn hafi umboð til athafna, geti vaxið og náð árangri. Hann samgleðst í sigrum og styður vel við þegar á móti blæs. 

Heiðursverlaun Stjórnvísi árið 2021 hlýtur Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu:                                  

 

Heiðursfélagi Stjórnvísi 2021  

Davíð Lúðvíksson sérfræðingur á rannsóknar og nýsköpunarsviði Rannís.

Heiðursfélagi Stjórnvísi er einstaklingur sem hefur unnið gott starf fyrir félagið. Mikilvægt er að þessi einstaklingur hafi þekkingu á stjórnun, bæði fræðilega og ekki síst verklega, sé frumkvöðull í starfi og öðru fólki góð fyrirmynd. 

Við val á heiðursfélaga er litið til þess að viðkomandi hafi unnið gott starf fyrir félagið, hafi unnið að rannsóknum, kennslu eða fræðslu á sviði stjórnunar, sé frumkvöðull að innleiðingu nýjunga á sviði stjórnunar og verið öðrum góð fyrirmynd í starfi sínu.  

Þessi viðmið uppfyllir nýr heiðursfélagi öll og miklu meira til. Það er því með ánægju og mikill heiður að fá að kynna heiðursfélaga Stjórnvísi árið 2021, Davíð Lúðvíksson.  

Davíð er með grunnmenntun í vélarverkfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í rekstrarverkfræði frá Tækniháskólanum í Danmörku. Hann hefur unnið alla sína starfsævi sem sérfræðingur fyrir nýsköpun og tækni í landinu. Fyrst fyrir Samtök iðnaðarins og nú sem sérfræðingur á rannsóknar og nýsköpunarsviði Rannís. Eins er hann stjórnarformaður Vottunar hf. 

Davíð var formaður Stjórnvísi frá árinu 1991 til ársins 1995 (GSFÍ) og fulltrúi þess í stjórn European Organization for Quality frá árinu 1991 til ársins 1998. Hann réð fyrsta framkvæmdastjóra félagins, stóð fyrir þjóðarsókn í gæðamálum, stofnaði ISO hóp félagsins sem enn er starfandi, stofnaði Íslensku ánægjuvogina 1998   og var formaður hennar til ársins 2017 svo fátt eitt sé nefnt.  Davíð er sívirkur á vettvangi Stjórnvísi enn í dag, fulltrúi í fagráði þess og félagi í nokkrum faghópum og á enn þátt í stofnun nýrra faghópa eins og Jafnlaunastjórnunarhópsins. 

Þá hefur Davíð komið við í flestum háskólum landsins í tengslum við kennslu og þróunarstarf á sviði stjórnunar og gæðamála. 

Davíð er mikill frumkvöðull. Hann innleiddi aðferða-og hugmyndafræði straumlínustjórnunar (Lean) á Íslandi,  Undir forystu hans sem forstöðumanns stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI voru stofnaðir fjöldi starfsgreinahópa og samstarfshópa á sviði tækni-og nýsköpunargreina og hefur Davíð verið viðloðinn flestar þær breytingar sem gerðar hafa verið fyrir starfsumhverfi nýsköpunarfyrirtækja í landinu. Þá kom Davíð kom að stofnun Staðlaráðs Íslands 1988 og  Vottunar hf. 1991.  

Við gætum verið í allan dag að heyra að verkefnum Davíðs því þau eru svo ótalmörg. Mig langar að lokum að leyfa ykkur að heyra nokkrar setningar sem samstarfsfólk í gegnum tíðina og sonur hans höfðu um hann að segja:   

,,Davíð er mikil og góð fyrirmynd, heiðarlegur, samviskusamur kraftmikill, vandvirkur og nákvæmur – hafsjór af upplýsingum komnar til vegna hans.

„Hann brennur fyrir nýsköpun, framsækni og tækni“

„Frábær fluguveiðimaður og ekki skemmir fyrir hvað hann er skemmtilegur og já góður á gítar“.

„Skemmtilegt mótvægi við svo marga aðra því hann er jarðbundinn, smá embættismaður í honum sem er dýrmætt í samtali við ríkisstjórnina“

 ,,Hann er tryggur samstarfsfélagi sem klárar hlutina, auðmjúkur og setur egóið til hliðar við málefnið."

,,Davíð hefur allt til brunns að bera og svo er hann einnig alltaf smart til fara og einstaklega myndarlegur."

,,Hann er guðfaðir Íslensku ánægjuvogarinnar og sannkallað gæðablóð“

„Og talandi um fyrirmynd þá hefur  þessi brennandi umbóta og gæðahugsun augljóslega litað Hrafn son hans sem er einnig vélaverkfræðingur að mennt og starfar við gæða og framleiðslustýringu.

Bjóðum velkominn heiðursfélaga Stjórnvísi 2021 Davíð Lúðvíksson. 

 

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2021: 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths

Alda Steingrímsdóttir, rekstrarstjóri American Style Höfðabakka

Andri Geir Eyjólfsson, forstöðumaður tæknideildar flugrekstrarsviðs FlyPLay

Anna Kristín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri nýsköpunar hjá Marel

Arnar Már Magnússon, forstjóri FlyPLAY

Arne Friðrik Karlsson, forstöðumaður skrifstofu um málefni fatlaðs fólks á velferðasviði Reykjavíkurborgar

Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár

Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri Virk starfsendurhæfingasjóðs

Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár

Ásmundur H. Jónsson, forstöðumaður hjá Póstinum

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans

Barbara Guðnadóttir, safnstjóri Borgarbókasafnsins í Grófinni

Bartosz Glazowski, rekstrarstjóri hjá Íslenska gámafélaginu

Benedikt Ragnarsson, framkvæmdastjóri fjarskiptasviðs NOVA

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar

Birgir Jónsson, fyrrverandi forstjóri Póstsins

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair

Framkvæmdastjórn Icelandair – Bogi Nils Bogason, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Birna Ósk Einarsdóttir, Jens Þórðarson, Elísabet Helgadóttir, Árni Hermannsson, Tómas Ingason, Gunnar Már Sigurfinnsson

Dagný Laxdal, sviðsstjóri viðskiptalausnasviðs Já.is

Edda Blumenstein, ráðgjafi beOmni

Elfur Logadóttir, framkvæmdastjóri ERA

Elín Björg Guðmundsdóttir, stöðvarstjóri Póstsins í Keflavík

Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Hvíta hússins

Elísabet Austmann, framkvæmdastjóri markaðssviðs ORF Líftækni

Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur

Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium

Eyjólfur Guðmundsson, teymisstjóri viðskiptakerfa hjá Póstinum

Fjóla María Ágústsdóttir, breytingarstjóri stafrænnar þróunnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

Georg Haraldsson, forstöðumaður stafrænna lausna og upplýsingatækni Póstsins

Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir, forstöðumaður framtíðarsýnar og reksturs  hjá Veitum ohf

Guðjón Ingi Ágústsson, tæknirekstrarstjóri Póstsins

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi Kerecis

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga

Guðmundur Ólafsson, forstöðumaður flugþjónustu Icelandair Keflavíkurflugvelli

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Eflu

Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar VÍS

Guðríður Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri Borgarbókasafns Reykjavíkur

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins

Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa

Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sementsverksmiðjunnar

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, deildarstjóri upplýsinga-og skjala hjá Reykjavíkurborg

Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa

Hafdís Huld Björnsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri RATA

Halla Garðarsdóttir, forstöðumaður póstmiðstöðvar Íslandspósts

Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, framkvæmdastjóri Keðjunnar hjá Reykjavíkurborg

Harpa Brynjarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Álftaborgar

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar trygginga hf.

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Reykjavíkurborgar

Herdís Borg Pétursdóttir, stjórnandi hjá Gylfaflöt dagþjónustu

Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri Grid

Hrefna Sif Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Tix miðasölu

Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins

Hörður Þórhallsson, forstjóri Icepharma

Inda Björk Gunnarsdóttir, skólastjóri leikskólans Kiðagils Akureyrarbæ

Ingi Sturla Þórisson, teymisstjóri verkáætlunar hjá Veitum

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Gæludýr.is

Ingibjörg Þorsteinsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri 3 Skref bókhaldsþjónustu

Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytisins

Jon Stephensen von Tetzchner stofnandi og eigandi Vivaldi

Jóhann Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Keilis

Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis-og auðlindadeildar Landsvirkjunar

Jónas Skúlason deildarstjóri FÁST, fjármála og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar

Jórunn Ósk Frímannsdóttir, forstöðumaður Droplaugarstaða hjúkrunarheimilis

Júlía Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Þjóðskrá Íslands

Kjartan Flosason, forstöðumaður Pósthúsa hjá Póstinum

Kristín Björk Bjarnadóttir, forstöðumaður sölu-og þjónustusviðs hjá SÝN

Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Lilja Gísladóttir, þjónustustjóri hjá Póstinum.

Magnús Norðdahl, forstjóri LS Retail

Magnús Sigurjónsson, staðgengill flugrekstrarstjóra Air Iceland Connect

Margrét Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður Pay Analytics

Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri og forstjóri NOVA

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands

Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingaþjálfari hjá Manino

Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas hf.

Ósk Heiða Sveinsdóttir, markaðsstjóri Póstsins

Óskar Dýrmundur Ólafsson, hverfisstjóri Breiðholts hjá Reykjavíkurborg

Óskar H. Valtýsson, stofnandi og CTO Laka Power

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri áhættustýringar Landsbankans

Pétur Hans Pétursson, framkvæmdastjóri Smellins, BM Vallá

Ragna Ragnarsdóttir, forstöðukona, Byggðarenda 6

Ragnar Skúlason, teymisstjóri hugbúnaðarþróunar Póstsins

Sesselía Birgisdóttir, forstöðumaður nýsköpunar og markaðsmála hjá Högum

Sigmar Sigfússon, teymisstjóri verkefnastýringar Póstsins

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, Embætti ríkislögreglustjóra

Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar

Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó

Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Póstsins

Sigurlaug Svava Hauksdóttir, teymisstjóri heimaþjónustu Reykjavíkurborgar

Snorri Karlsson, forstöðumaður þjónustu Símans

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og menningar hjá OR

Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi og ráðgjafi RATA 

Sverrir Scheving Thorsteinsson, forstöðumaður tækni hjá Verði tryggingarfélagi

Trausti Harðarson, stofnandi Ceo Huxun.

Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri og stofnandi Sidekick Health

Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður stjórnunarkerfis og umbóta Landsvirkjunar

Valgerður Hrund Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs

Vilborg Helga Harðardóttir, forstjóri Já

Þorvaldur Jacobsen, framkvæmdastjóri kerfisstjórnunarsviðs Landsnets

Þóra Björg Clausen rekstrarstjóri dagskrárdeildar Sjónvarps hjá Stöð 2

Þóranna Jónsdóttir, markaðsstjóri SVÞ

Þórður S. Óskarsson, framkvæmdastjóri Intellecta

Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspósts

Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstjóri upplýsinga og gagnadeildar FÁST

Þuríður Björg Guðnadóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu NOVA

Ævar Örn Hermannsson, hópstjóri hjá Vodafone.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?