Viðburðurinn fer fram á Teams. Linkur hér.
Hvernig velur þú þér markþjálfa?
Hvað þarf ég að hafa í huga þegar ég vel mér markþjálfa?
Hvaða kröfur geri ég til þess markþjálfa sem ég vil ráða?
Hvað er mikilvægt að hafa í huga?
Hvað er fagleg markþjálfun og hvað þýða þessar vottanir?
Farið verður yfir helstu niðurstöður könnunar sem faghópurinn sendi út “Hvernig velur þú þér markþjálfa?”
Einnig verður farið yfir og kynntar vottanir International Coaching Federation – ICF, hvað liggur á bak við þær og hvers vegna þær geta skipt máli.
Tilgangur faghóps markþjálfunar er að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar. Könnunin er leið okkar til að efla vitund og skoða hvernig samfélagið velur sér markþjálfa.
Fyrirlesarar eru Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Lilja Gunnarsdóttir formaður faghóps markþjálfunar hjá Stjórnvísi. Ásta Guðrún og Lilja eru fyrrverandi formenn ICF Iceland og brenna fyrir því að efla vitund um fagmennsku og virði markþjálfunar.
Við værum þakklátar ef þú myndir svara könnuninni okkar (tekur 2 mínútur) og þú mátt gjarnan deila henni áfram. Hér er linkur á könnunina.
Verkefnið er unnið í samstarfi við ICF Iceland.