Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur starfsárið með krafti með tveimur áhugaverðum fyrirlestrum.
Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti, mun fjalla um ávinning þess að setja fókus á vinnustaðamenningu til að ná árangri við innleiðingu breytinga. Tölfræðin sýnir að menning vinnustaða sé aðalorsök þess að breytingaverkefni heppnist ekki. Rætt verður hvað þarf að hafa í huga til að ná árangri.
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, mun ræða þær áskoranir sem fyrirtækið stóð frammi fyrir eftir kaup á fjölmiðlarekstri 365. Þar reyndi á að breyta öllu vinnulagi, innri kerfum, ferlum og meðferð upplýsinga. Eins þurfti að endurfjármagna reksturinn. Almennt verður fjallað um hvað beri að varast þegar farið er inn í endurskipulagningu fyrirtækja og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar svo að vel takist til.
Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun leiðir fundinn.
Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00
Dagskrá:
09:00 – 09:05 Ágúst Kristján Steinarrsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun
09:05 – 09:20 Maríanna Magnúsdóttir, leiðtogi breytinga hjá Landsneti
09:20 – 09:50 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar
09:50 – 10:00 Umræður og spurningar