Heilsuklasinn Bíldshöfði 9, 110 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun, Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, Heilsueflandi vinnuumhverfi, Markþjálfun, Sjálfbær þróun, Góðir stjórnarhættir , Leiðtogafærni, Almannatengsl og samskiptastjórnun,
TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.
Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.
Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.
Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.
Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.
TEAMS linkur