Hlekkur á fundinn hér:
Glærur af fundinum eru hér
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallar um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar.
Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.
Í þessu erindi verður farið yfir hvað hluttekning sé, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá verður skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað.
Erindið er fyrir þá sem hafa áhuga á að auðga menningu vinnustaða og þeim sem trúa því að aukin vellíðan starfsfólks skili víðtækum arði. Þetta geta verið stjórnendur, mannauðsstjórar, liðsstjórar, þeir sem vinna með ferla eða uppbyggingu menningar eða bara áhugafólk um flottar mannlegar nálganir.
Um fyrirlesara:
Ylfa Edith Fenger starfar sem senior sérfræðingur hjá Deloitte með áherslu á talent. Hún hefur rekið eigið ráðgjafarfélag og verið í ráðgjöf hjá Nolta ehf með áherslu á mannauðs-og stjórnendaráðgjöf, markþjálfun, fræðslu og þjálfun. Þá var hún mannauðsstjóri Marel í fjölmörg ár. Ylfa er með mastersgráðu í vinnusálfræði frá háskólanum í Lundi og BA próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ. Hún er vottaður markþjálfi með MA diploma í jákvæðri sálfræði.
Nánar um fyrirlesara: https://www.linkedin.com/in/ylfa-edith-fenger-97827986/