Uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar
Þann 23. febrúar 2010, voru kynntar niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar en þetta er ellefta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni voru 25 fyrirtæki í 5 atvinnugreinum mæld. Niðurstöður byggja á svörum rúmlega 6000 manns eða um 250 viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Hæstu einkunn allra fyrirtækja og raunar hæstu einkunn sem mælst hefur í Íslensku ánægjuvoginni frá upphafi hlaut Fjarðarkaup, 91,3 af 100 mögulegum. Í fyrsta sæti í flokki banka og sparisjóða var Sparisjóðurinn með einkunnina 78,6. Í flokki tryggingafélaga var Vörður í fyrsta sæti með 68,4. HS orka var í fyrsta sæti raforkusala með 69,8. NOVA var í fyrsta sæti í flokki farsímafyrirtækja með einkunnina 79,4.
Bankar og sparisjóðir | Ánægjuvog |
Sparisjóðurinn |
78,6 |
BYR Sparisjóður |
69,9 |
Íslandsbanki |
54,5 |
Landsbankinn |
50,1 |
Arion banki |
49,6 |
Farsímafyrirtæki | Ánægjuvog |
NOVA |
79,4 |
Vodafone |
66,0 |
Tal |
65,6 |
Síminn |
63,0 |
Tryggingafélög | Ánægjuvog |
Vörður |
68,4 |
TM |
68,0 |
VÍS |
64,7 |
Sjóvá |
59,2 |
Smásöluverslun | Ánægjuvog |
Fjarðarkaup |
91,3 |
ÁTVR |
73,1 |
Nettó |
69,2 |
Krónan |
65,7 |
BYKO |
64,6 |
Hagkaup |
62,8 |
Bónus |
60,5 |
Húsasmiðjan |
57,7 |
Raforkusölur | Ánægjuvog |
HS Orka |
69,8 |
Fallorka |
68,8 |
Orkuveita Reykjavíkur |
67,0 |
Orkusalan |
56,3 |
Aðilar sem standa að Ánægjuvoginni eru Stjórnvísi, Capacent Gallup og Samtök iðnaðarins