Viðburðir framundan

Nóvember 2024

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
29 30 31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05 06
  •  
07 08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12 13 14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21 22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27 28 29 30
  •  
01
  •  

Upplýsingaöryggi - Hvers vegna erum við að þessu?

Join the meeting

Í þessari kynningu faghóps Stjórnvísi um upplýsingaöryggi ætlum við að reyna að skoða hvers vegna við vinnum að bættu upplýsingaöryggi. Hvernig mætum við þeim kröfum sem eru gerðar til okkar þannig að sú nálgun skili árangri en sé ekki bara til að tikka í box eða bara til að forðast sektir?

Fyrri mælandi er Björgvin Sigurðsson, Teymisstjóri í stafrænu teymi Sambands sveitarfélaga. Björgvin er kerfisfræðingur frá HR með 27 ára reynslu úr upplýsingatækni. Hann ætlar að skoða sérstaklega landslagið varðandi netöryggismál sveitarfélaga, hvaða skref séu skynsamleg núna og segja okkur frá verkefni Sambandsins um net- og upplýsingaöryggi. 

Seinni mælandi er Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, fagstjóri eftirlits með net- og upplýsingaöryggi mikilvægra innviða hjá stafrænu öryggi Fjarskiptastofu. Sigrún Lilja er iðnaðarverkfræðingur og hefur starfað við eftirlit og innri endurskoðun í 17 ár og er handhafi CISA (certified information security auditor) fagvottunar frá ISACA.

Fyrirlesturinn hennar er leitast við að svara spurningunni "Hvers vegna erum við að þessu?" og þá helst undirspurningunni "Hvers vegna þurfum við ráðstafanir til að stýra netöryggisáhættu?" Lögð verður sérstök áhersla á mikilvægi áhættuhugsunar og þar með áhættustjórnunar við stýringu á netöryggisáhættu. 

Join the meeting

 

• Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin? Hvernig nýtist gervigreindin til að bæta heilsu á vinnustöðum?

Fundurinn verður á Teams og hægt að finna hlekk hér

Hvernig nýtist gervigreindin fyrir heilsueflingu á vinnustöðum? Gervigreindin er komin til að vera og tímbært að skoða hvernig vinnustaðir geta nýtt sér hana við heilsueflingu starfsfólks. Þær Anna Sigríður Islind og Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir ætla einmitt að hjálpa okkur að skoða það. 

Dr. Anna Sigríður Islind er dósent í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík (HR) og er að vinna að rannsóknum á hönnun, þróun og notkun á stafrænni heilbrigðistækni. Hún setti á laggirnar meistaranám í HR í stafrænni heilbrigðistækni og mun m.a. segja frá þeirri vegferð og náminu í fyrirlestrinum. Dr. Anna Sigríður Islind fjallar um stafræna heilbrigðistækni og hvernig hún getur nýst á vinnustöðum.

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir er lýðheilsufræðingur með áherslu á jákvæða sálfræði. Hún starfar við hönnun inngripa hjá nýsköpunarfyrirtækinu Sidekick Health og er stundakennari við heilbrigðisvísindasvið HÍ. Áður starfaði hún fyrir Embætti landlæknis meðal annars við að setja á laggirnar Heilsueflandi vinnustað í samstarfi við VIRK og Vinnueftirlitið. 
Sigríður mun fjalla um nýtingu tækninnar þegar kemur að heilsueflingu.

Fundarstjóri er Ingibjörg Loftsdóttir, sjálfstætt starfandi lýðheilsu- og stjórnunarfræðingur. Ingibjörg er formaður faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi og situr í stjórn Stjórnvísi. 

 

 

Leiðtogi í notkun gervigreindar

Hlekkur á viðburðinn 

Hinrik Jósafat Atlason ætlar að fræða okkur um hvernig hægt er að nota gervigreind við ákvarðanatöku og hvað þarf að gera til að fá skilvirka svörun frá gervigreindinni. Hann gefur okkur dæmi um það hvernig hægt er að gefa gervigreindinni mismunandi hlutverk til að fá fram mismunandi sjónarmið.

Hinrik Jósafat Atlason er stofnandi Atlas Primer. Hinrik er leiðandi sérfræðingur á sviði gervigreindar og hefur unnið ötullega að því að þróa nýstárlegar lausnir sem hafa haft mikil áhrif á bæði atvinnulífið og samfélagið í heild. Með yfir áratug af reynslu í rannsóknum og þróun á gervigreindartækni, hefur Hinrik verið frumkvöðull í að innleiða gervigreind í fjölbreyttum verkefnum, allt frá sjálfvirkni í iðnaði til persónulegra aðstoðarmanna. Hann hefur einnig verið virkur í að miðla þekkingu sinni og reynslu, bæði í gegnum fyrirlestra og sem ráðgjafi fyrir fyrirtæki og stofnanir. Atlas Primer var valið af TIME sem eitt af fremstu menntatæknifyrirtækjum í heimi árið 2024, og að Forbes hefur fjallað um fyrirtækið og lausnina þrisvar á þessu ári.

Fjölbreytileiki og inngilding hjá Marel - reynslusaga

Charlotte Biering mun fjalla um fjölbreytileika og inngildingu og hvernig því var háttað hjá Marel. Frekari upplýsingar koma síðar. 
 
Charlotte is an award-winning diversity and inclusion leader with over 15 years of experience in consulting and industry. She excels in developing DEI strategies that align with organizational goals, creating lasting impact for both people and business. Her multidisciplinary background enables her to see strategic connections and foster synergies among diverse groups, ideas, and challenges. Having lived and worked in over a dozen countries, Charlotte thrives in multicultural environments and complex stakeholder networks.
 
Curious and compassionate, Charlotte is a principled leader who motivates others around a shared vision. Her expertise spans managing DEI and talent programs, advising senior management and boards, and delivering large-scale initiatives that drive meaningful cultural change.
 
 

Alfa Framtak - Áhrifafjárfestar í umbreytandi vegferðum

Rakel Guðmundsdóttir, Portfolio Manager hjá Alfa Framtak og stjórnarformaður Origo, mun fara yfir þeirra sýn Alfa Framtaks á breytingum, hvernig þau meta tækifæri og hvaða aðferð- og hugmyndafræði notast er við þegar sjóðurinn kemur að nýjum verkefnum sem og að leyfa okkur að skyggnast í reynslubanka sinn frá spennandi vegferðum liðinna ára.
 

Eldri viðburðir

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 

Vettvangsferð í HVIN

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.

Traust ....í samhengi við góða stjórnarhætti

Mánudaginn 21. október var haldinn viðburður í húsakynnum Akademías í Borgartúni.

Formaður faghóps um góða stjórnarhætti hélt stuttan inngang en að því loknu flutti Dr. Eyþór Ívar Jónsson ákaflega áhugavert og fróðlegt erindi um traust í samhengi við góða/ábyrga stjórnarhætti. Þar fór hann yfir nokkrar kenningar um traust og setti í samhengi við fyrirtækjarekstur, stjórnarhætti, teymisvinnu og fleiri þætti.

Óhætt er að segja að gerður hafi verið góður rómur að erindinu og að því loknu áttu sér stað líflegar umræður og skoðanaskipti sem tengdust efni erindisins, störfum stjórna og stjórnarháttum almennt.

"Slæður/glærur" eru aðgengilegar og einnig er von á að hægt verði að birta upptöku af viðburðinum fljótlega.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?