Viðburðir framundan

Lífshlaupið

Til að tengjast viðburðinum er hægt að smella hér .

Um hvað snýst Lífshlaupið og önnur almenningsíþróttaverkefni? Hvernig hefur gengið hjá vinnustöðum að taka þátt?

Linda Laufdal, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, kynnir almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ með fókus á Lífshlaupið og Hjólað í vinnuna en Lífshlaupið hefst einmitt í næsta mánuði.
Linda mun kynna verkefnin og fara yfir markmið og þátttöku. Almenningsíþróttaverkefni ÍSÍ stuðla að því að auka hreyfingu og heilbrigði allra landsmanna og hafa fyrirtæki landsins verið ötulir þátttakendur.

Þórarinn Alvar þórarinsson, sérfræðingur á Fræðslu- og almenningsíþróttasviði, tekur boltann eftir kynningu fyrir spurningar og hugleiðingar ef tími gefst til.

Hér má finna tengla á öll almenningsverkefni ÍSÍ.

Fundarstjóri verður Valgeir Ólason, Gæða og öryggisstjóri hjá ÍAV og fulltrúi í stjórn faghóps um heilsueflandi vinnuumhverfi.

 

Spáum fyrir um framtíð gervigreindar

Stutt innslag sérfræðinga á sviði gervigreindar þar sem vangaveltur um framtíð gervigreindar eru settar fram út frá ólíkum sjónarmiðum. Á fundinum fáum við sérfræðinga úr ýmsum áttum til að spá fram í tímann um hvernig staða gervigreindar verður eftir 2 ár og svo aftur eftir 5 ár. Að spádómum loknum mun fundarstjóri stýra umræðum og við fáum að heyra spurningar frá þátttakendum.

Hlekkur á Teams viðburð: https://teams.microsoft.com/meet/395106913932?p=BCK67SieGThLuS5c7V 

Umræðuvettvangur á Slido: https://app.sli.do/event/eS8NKN3hjFD2y41Rgi6HBd

Álitsgjafar

  • Dr. Helga Ingimundardóttir - Lektor í iðnaðarverkfræðideild, Háskóli Íslands

  • Tryggvi Thayer - Aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun á Menntavísindasviði HÍ

  • Róbert Bjarnason - Tæknistjóri, Citizens Foundation og Evoly

  • Hjálmar Gíslason - Stofnandi og framkvæmdastjóri, GRID

Fundarstjóri Gyða Björg Sigurðardóttir - sérfræðingur í gagnagreiningu hjá Orkunni og meðeigandi Ráður.

 

Nánari upplýsingar

Dr. Helga Ingimundardóttir

Helga hefur fjölbreytta reynslu úr hugbúnaðarþróun, vísindarannsóknum og kennslu. Hún lauk doktorsprófi í reikniverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2016. Fyrri störf hennar fela í sér hugbúnaðarþróun hjá Völku, ráðgjöf hjá AGR Dynamics, vísindastörf hjá Íslenskri erfðagreiningu, gagnavísindi hjá CCP Games og forystu í gervigreindarrannsóknum hjá Travelshift. Frá árinu 2023 starfar hún sem lektor í iðnaðarverkfræðideild Háskóla Íslands og situr í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. Helga er einnig meðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna.

 

Tryggvi Thayer 

Tryggvi lauk doktorsprófi í samanburðarmenntunarfræðum með áherslu á framtíðafræði í stjórnun og stefnumótun í menntun frá Háskólanum í Minnesóta. Hans sérsvið er upplýsingatækni í menntun og sérstaklega framtíð menntunar með tilliti til tækniþróunar. Hann hefur víðtæka reynslu úr menntageiranum. Á síðustu þremur áratugum hefur hann m.a. starfað sem sérfræðingur hjá Evrópusambandinu, leitt og tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði upplýsingatækni og menntunar og síðasta áratuginn á Menntavísindasviði HÍ sem verkefnisstjóri, kennsluþróunarstjóri og núna aðjunkt í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í menntun.

 

Róbert Viðar Bjarnason 

Róbert er tæknistjóri Citizens Foundation og Evoly, fyrirtækis sem var stofnað í samstarfi við Citizens Foundation árið 2024 til að þróa opnar gervigreindar-lausnir fyrir samvinnu manna og gervigreindar. Róbert er frumkvöðull að uppruna og hefur stofnað og stýrt fjölmörgum tæknifyrirtækjum sem hafa haft veruleg áhrif á stafræna nýsköpun. Róbert leggur áherslu á gagnsæi, og betri ákvarðanir hjá fyrirtækjum og stofnunum.

 

Hjálmar Gíslason 

Hjálmar er stofnandi og framkvæmdastjóri GRID, sem hefur umbreytt hvernig fyrirtæki og einstaklingar nálgast og vinna með gögn. Með ástríðu fyrir tækni og nýsköpun, hefur Hjálmar leiðbeint og byggt upp fyrirtæki sem nýta gagnadrifna nálgun til að bæta ákvarðanatöku og hagræðingu. Hann hefur verið virkur í þróun stafrænna lausna frá unga aldri og er þekktur fyrir sitt frumkvöðlastarf á sviði hugbúnaðar og fjölmiðla.

 

Gervigreind og upplýsingaöryggi - Að hverju þarf að huga og hvað þarf að varast?

Gervigreind er hluti af upplýsingaöryggislandslagi fyrirtækja hvort sem við viljum eða ekki. Allar skipulagsheildir þurfa að ákvarða hvernig skuli nota skuli gervigreind og gæti að þeim ógnum sem gervigreindin getur haft í för með sér. 

Við ætlum að fá Arnar Gunnarsson hjá Controlant til að halda erindi fyrir okkur um hvað er nauðsynlegt að huga að þegar fyrirtæki mótar sér stefnu varðandi gervigreind og líka hvað er er nauðsynlegt að varast þegar farið í þessa vegferð. Að loknu erindi Arnars verður tækifæri fyrir umræður og spurningar. 

Arnar er VP of Technology & Security hjá Controlant með um 20 ára reynslu í rekstri og hönnun upplýsingakerfa með sérhæfingu í upplýsingaöryggi. Arnar hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og var áður Innviðahönnuður Arion Banka og Tæknistjóri hjá Origo. Arnar er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og er með fjölda af alþjóðlegum tækni og öryggisgráðum.

Join the meeting now

Þegar lager fer í öndunarvél

Undir árslok 2023 sameinaði Fastus starfsemi af 4 starfsstöðvum undir eitt þak. Ásta Rut Jónasdóttir deildarstjóri hjá Fastus verkefnastýrði flutningum félagsins í nýjar höfuðstöðvar m.a. þarfagreiningu og undirbúningi fyrir nýtt húsnæði ásamt eiginlegum flutningum. Farið verður yfir margvíslegar áskoranir sem fylgja því að flytja fyrirtæki og umfangsmikla lagera og þær fjölmörgu breytingar sem fylgja í kjölfarið.

 

Ásta Rut hefur víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi, m.a. frá Actavis og Securitas en hún verkefnastýrði m.a. flutningi Securitas í nýjar höfuðstöðvar árið 2022.

Can your dreams improve your leadership skills? (yes they can)

Link to event

Join us for an enlightening and eye-opening presentation by Michael Rohde, a renowned dream scientist, best-selling author, and awarded speaker. Michael has dedicated his career to exploring the profound impact of dreams on our waking lives, particularly in the realm of leadership and personal development. Not the least the immense potential, proactively utilizing our dreams (our unconscious intelligence), has in our career.

About Michael Rohde:

Michael Rhode holds a Master of Science in International Business and a Bachelor of Psychology. He has a rich background in leadership roles within the pharmaceutical industry and has worked as a project management and leadership training consultant. In 2012, he founded DreamAlive, a company focused on teaching leaders and employees how to harness the immense power of dreams to enhance personal and professional growth. And not the least, to find highly creative solutions to business problems, as the dream state is the most creative brain state. 

Michael is celebrated for his engaging and insightful talks, which have inspired many to tap into their unconscious intelligence. His work has been featured in numerous media outlets, and he has been a charismatic host of "The Dream Mirror," a weekly national Danish radio show on dreams.

What to Expect:

In this presentation, Michael will delve into how your dreams can serve as a powerful tool for improving your leadership skills. He will share practical techniques for interpreting and leveraging your dreams to gain deeper insights into your subconscious mind, enhance decision-making, and foster innovative thinking. Whether you're a seasoned leader or aspiring to become one, this session will provide valuable strategies to unlock your full potential through the wisdom of your dreams.

Don't miss this opportunity to learn from one of the leading experts in dream work and discover how your nocturnal visions can transform your leadership journey.

Eldri viðburðir

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 

Vettvangsferð í HVIN

Kæru félagar, okkur hefur verið boðið í vettvangsferð til HVIN. 
 
Viðburðurinn verður 22. okt. næstkomandi á milli 8:30-10:00, takmarkaður fjöldi sem kemst að, fyrstir koma fyrsti fá. 
 
Frá stofnun háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins (HVIN) hefur áhersla verið lögð á breytt vinnubrögð og áherslur í starfsemi ráðuneytisins. Markmiðið var að ná auknum árangri samhliða því að vera sveigjanlegri og hafa fólk í forgrunni allrar ákvarðanatöku, ekki kerfið sjálft.
 
 Til að styðja við þessa áherslu var það forgangsmál hjá HVIN að hafa skýra sýn og sveigjanlegt skipurit sem ýtir undir nýsköpun. Skrifstofum var fækkað og yfirbygging minnkuð. Á sama tíma er áhersla lögð á skipulagningu verkefna þannig að stefnumarkandi mál eru aðskilin almennri stjórnsýslu og rekstrarlegum viðfangsefni. Slík breyting, að hafa skýra forgangsröðun og greina á milli mikilvægra langtímaverkefna og áríðandi daglegra úrlausnarefna, hefur verið lykilatriði í því að starfsfólk ráðuneytisins er ekki fast í viðbragðsstjórnun heldur starfar eftir skýrri stefnumörkun og markmiðum. Þannig hefur HVIN tekist að hrinda stórum breytingum í framkvæmd sem hafa jafnvel verið föst á teikniborðinu um margra ára skeið.
 
 Í heimsókninni mun Ásdís Halla Bragadóttir ráðuneytisstjóri kynna verklagið og hvernig tekist hefur verið á við þau ljón sem hafa verið á veginum.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?