Viðburðir framundan

Maí 2025

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
28
  •  
29
  •  
30 01
  • Frídagur
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05 06 07 08 09 10
  •  
11
  •  
12 13
  •  
14 15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20 21
  • Frídagur
22
  •  
23 24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29
  •  
30
  •  
31
  •  
01
  •  

Tökum flugið með Icelandair - Heimsókn í nýtt húsnæði Icelandair

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi

Hvernig er vinnustaður framtíðarinnar hannaður í miðjum heimsfaraldri?

Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri People & Culture, og Sigrún Össurardóttir, deildarstjóri Workplace Services, hjá Icelandair fara yfir ferðalagið frá ákvörðun um flutning höfuðstöðva úr Vatnsmýri, í upphafi árs 2021, að flutningum í Icelandair húsið í Hafnarfirði í lok árs 2024.

Farið verður yfir áherslur í þarfagreiningu, gagnasöfnun og greiningu sem hönnun hússins byggir á, samtöl og upplýsingagjöf sem spiluðu lykilhlutverk í breytingastjórnun og einnig þá óvissuþætti og áskoranir sem komu upp.   

Viðburðurinn hefst kl.9 og verður haldinn í Icelandair húsinu, Flugvöllum 1, í Hafnarfirði.  Húsið opnar 8:40 og boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.

Stefnt er að því að viðburðinum verði einnig streymt.

 

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun 2025

Aðalfundur faghóps um mannauðsstjórnun verður haldinn fimmtudaginn 15. maí klukkan 10:00 til 10:30 í gegnum Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar*
  • Önnur mál

Faghópur um mannauðsstjórnun óskar eftir framboðum til formanns stjórnar, og stjórnarfólks.

 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á sunna@vinnuhjalp.is.

 

* Stjórnarfólk sér um fundarstjórnun á viðburðum þar sem sérfræðingar koma og fræða og efla félagsfólk faghópsins um þau málefni sem eru efst á baugi. Stjórn faghóps um mannauðsstjórnun fær til þess stuðning og fræðslu um fundarstjórnun og á fræðslukerfinu LearnCove sem heldur utan um alla viðburði faghópsins.

Þjónusta og starfsemi faggildingarsviðs Hugverkastofu

Á fundinum mun Sólveig Ingólfsdóttir sviðsstjóri faggildingarsviðs ræða um starfsemi sviðsins.

Fundinum er ætlað að höfða til faggiltra aðila jafnt sem notendur þjónustu faggiltra aðila.

Áherslur:

  • Stutt kynning á fagildingarsviðinu og starfsmönnum þess
  • Ábyrgð og hlutverk og  faggildingarsviðs Hugverkastofu, samstarfið við Swedac og hvernig virkar faggildingin á alþjóðavísu.
  • Þjónusta faggildarsviðsins við vottunaraðila með séstaka áherslu á stjórnunarkerfi.
  • Helstu áskoranir á næstu misserum.
  • Starfsumhverfi og skyldur faggiltra vottunaraðila gagnvart faggildarsviði annarsvegar og þeim sem eru í vottunarúttektum hins vegar.
    • Rætt verður um  þær kröfur sem faggildingarsviðið gerir til  faggiltra aðila meðal annars í gegnum staðla og hvers er ætlast til af faggiltum aðilum gagnvart sem þeir eru með í vottunarferli.

Umræður

Fjölbreytt teymi og hlutverk leiðtoga

Við í faghóp um leiðtogafærni ætlum að enda veturinn á spennandi erindi sem verður haldið í JBT Marel í Garðabæ. Þar gefst okkur einnig tækifæri til að nýta smá tíma í tengslamyndun í leiðinni.  

Ragnheiði H. Magnúsdóttur ætlar að flytja fyrirlestur sem vakti athygli við Viðskiptaháskólann í Osló, þar sem hún var gestafyrirlesari í tengslum við opinbera heimsókn forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur,  til Noregs. Í fyrirlestrinum rýnir Ragnheiður í hlutverk leiðtoga í nútímasamfélagi og dregur fram hversu mikilvægt það er að fjárfesta meðvitað í fjölbreyttum teymum – ekki aðeins til að efla sköpunargáfu og nýsköpun, heldur einnig til að tryggja betri ákvarðanatöku og langvarandi árangur. Hún sameinar fræðilega sýn við reynslu úr atvinnulífi og stjórnun og varpar ljósi á hvernig leiðtogar geta skapað menningu þar sem fjölbreytileiki er raunverulegur styrkur.

Ragnheiður H. Magnúsdóttir hefur áratuga reynslu af stefnumótun, breytingastjórnun og mannauðsmálum – bæði úr opinbera geiranum og atvinnulífinu. Hún hefur starfað sem ráðgjafi, stjórnandi og kennari og er þekkt fyrir skýra sýn og kraftmikla nálgun á leiðtogahæfni, jafnrétti og samfélagslega ábyrgð.

Hlökkum til að sjá ykkur. 

Ertu ekki örugglega búin að bóka þig? Vorráðstefna fagfélaga - Mótum framtíðina saman

Nú fer hver að vera síðastur að bóka sig. Sameiginleg vorráðstefna fyrir félaga Ský, Stjórnvísi og Mannauðs. Fjölbreyttir fyrirlestrar úr mismunandi áttum viðskiptalífsins um framtíðina. Smelltu hér til að bóka þig. 

Endum daginn á að stækka tengslanetið og skála fyrir framtíðinni og höldum svo út í vorið!

13:00   Setning ráðstefnunnar
Sandra Barilli
Sandra Barilli stýrir ráðstefnunni
Gu'mundur Arnar Sigmundsson
13:05   Netöryggi okkar allra
Í fyrirlestrinum verður fjallað um netöryggi út frá víðu sjónarhorni. Hvernig ógnir og áskoranir í netheimum snerta ólíka þætti samfélagsins. Hvernig tengist netöryggi einstaklinga, fyrirtækja og stofnana hvort öðru og hvernig er vænlegast að nálgast þær ógnir heildstætt svo allir séu öruggir.
LinkedIn logo Guðmundur Arnar Sigmundsson, framkvæmdastjóri CERT-IS
Elísabet Sveinsdóttir
13:30   ÉG - ef mig skyldi kalla
Fyrirlestur um hvers vegna branding skiptir máli. Branding er allstaðar og í öllu...
Hvað er brand? Getur maður brandað sjálfan sig? Hvaða virði er í því að byggja upp brand?
LinkedIn logo Elísabet Sveinsdóttir, markaðskona
Róbert Bjarnason
13:50   Hraðar breytingar á gervigreindaröld
Róbert fer yfir nýjustu þróun í gervigreind og ræðir hvernig samfélagið getur tekist á við þessar miklu og hröðu breytingar. Hvaða tækifæri og áskoranir bíða okkar, og hvernig tryggjum við að gervigreind nýtist samfélaginu til góðs?
LinkedIn logo Róbert Bjarnason, forstjóri Citizens Foundation

14:10   Kaffihlé

HelioVogas
14:40   Navigating Chaos: Proven Strategies for Crisis Leadership
In today's unpredictable world, effective crisis leadership is essential for navigating uncertainty and unlocking new opportunities. In this dynamic session, you'll discover proven strategies for adapting your leadership style to any challenge. Learn how to predict, prepare, and prevent crises before they strike, while also building the collaborative mindset needed to guide your team through turbulent times. Get ready to rethink your approach to leadership and harness the potential in every crisis.
LinkedIn logo Hélio Vogas

15:20   Umræður: Tækifærin í framtíðinni

Stjórnandi umræðna
Skapti Örn Ólafsson
Skapti Örn Ólafsson LinkedIn logo
upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar
 
Davíð Símonarson
Davíð Símonarson LinkedIn logo
framkvæmdastjóri og meðstofnandi Smitten
 
Guðrún Valdís Jónsdóttir
Guðrún Valdís Jónsdóttir LinkedIn logo
Director of Security Management, Syndis
 
Harpa Víðisdóttir
Harpa Víðisdóttir LinkedIn logo
mannauðsstjóri Landsvirkjunar
 
Hildur Einarsdóttir
Hildur Einarsdóttir LinkedIn logo
forstjóri Advania

16:00  Skálum saman fyrir framtíðinni og tengjumst!
Léttar veitingar og tengslanetið stækkað í góðra vina hópi.

17:30  Partýið búið - haldið saman út í vorið!


 

Eldri viðburðir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?