Viðburðir framundan

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

VELFERÐ Á VINNUSTAÐ - Heilsuefling og viðverustjórnun hjá Kópavogsbæ

Viðburðurinn er í samstarfi við Mannauð. Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Auður Þórhallsdóttir mannauðsráðgjafi hjá Kópavogsbæ segja okkur frá tveggja ára átaksverkefni sem var sett af stað í byrjun árs 2024 til að draga úr veikindafjarvistum starfsfólks. Á sama tíma er einnig verið að innleiða nýja mannauðsstefnu með það að markmiði að byggja upp enn betra starfsumhverfi sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks jafnframt því að rýna mögulegar ástæður fjarvista. 

Ráðinn var starfsmaður í verkefnið tímabundið til að sjá um innleiðingu ferla, utanumhald, eftirfylgni,  fræðslu og til stuðnings við stjórnendur. Allir stjórnendur og starfsfólk fengu kynningar á verkefninu, jafnframt því að stjórnendur sóttu skyldunámskeið í umhyggjusamtölum.

Viðburðurinn verður haldinn í skrifstofum bæjarins að Digranesvegi 1, í Holtinu á 2. hæð. Hollar veitingar verða í boði og líka kaffi.

Athugið að húsið opnar kl.08:30 - tilvalið að mæta þá og njóta samverunnar með félögum. 

 

Án hurða - Verkefnastýrð vinnurými.

Sameiginlegur viðburður faghópa um aðstöðustjórnun og heilsueflandi vinnuumhverfi.
Í framhaldi af þessum viðburði verður boðið upp á heimsókn til Icelandair þann 14. maí.

Halldór Valgeirsson, doktorsnemi og stundakennari við Háskóla Íslands, fræðir okkur um innleiðingu verkefnamiðaðs vinnuumhverfis.
Halldór starfar hjá EMC markaðsrannsóknum auk þess að vera í doktorsnámi. Doktorsverkefni hans fjallar um áhrif þess á starfsfólk að flytja í verkefnamiðað vinnuumhverfi.
Heiti erindis Halldórs: "Hvað ræður því hvort innleiðing verkefnamiðaðs vinnuumhverfis hefur góð eða slæm áhrif á starfsfólk?"

Sirra Guðmundsdóttir, Mannauðsstjóri Landsbankans, ætlar að fjalla um innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi í nýju húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6. Hún mun fara yfir hvað hefur gengið vel, hvernig mælingar hafa verið nýttar og hvað hefur mátt læra af ferlinu.
Sirra hefur unnið í mannauðsmálum í fjölmörg ár og komið að innleiðingu á verkefnamiðuðu vinnuumhverfi hjá Eimskip, Landsbankanum og vinnur nú að innleiðingu með TM að því að flytja í samskonar vinnuumhverfi.

Heiti erindis Sirru: "Hvernig fer um þig á nýjum vinnustað? Umfjöllun um verkefnamiðað vinnuumhverfi í nýjum höfuðstöðvum Landsbankans".

Fundarstjóri verður Sverrir Bollason, sérfræðingur hjá FSRE. Sverrir situr í stjórn faghóps um aðstöðustjórnun.

 

Unlocking Team Potential: The Power and Purpose of Team Coaching

In today's fast-paced and collaborative work environments, the importance of effective team dynamics cannot be overstated. This online presentation talks about the benefits of team coaching, how to know when it is needed vs other team development methods.

Key Highlights:

1. Understanding Team Development Methods: what team development techniques are there and what are the unique advantages and limitations of each approach, helping you to choose the best strategy for your team’s needs.

2. The Benefits of Team Coaching: discover how team coaching can transform group performance, boost morale, and enhance communication based on a client experience.

3. Space and time to ask questions and discuss potential situations.

 

Um fyrirlesarann:

Ave Peetri has been a corporate executive working for The Coca-Cola Company and other international and local companies across USA and Europe. She has also created 2 of her own, one a consulting company and the other an e-commerce startup. Experiencing the fast-paced life of executives and seeing the decisions that are made in top positions started her passion for developing leadership and working with entrepreneurs, executives, and teams.

In 2013, Ave started her own coaching company in Canada, coaching entrepreneurs on how to grow their business and develop themselves as leaders. Ave is a graduate of CTI Co-Active Coaching and Leadership course. She was credentialed as the Professional Certified Coach (PCC) by International Coach Federation in 2017 and acquired the Advanced Credential in Team Coaching (ACTC) in 2023. She is also the holder of EMCC Global Individual and Team Coaching Accreditation. Ave is a Maslow Certified Culture Coach, supporting organisations in transforming their leadership culture.

She is the Past President of ICF Oman Chapter. The company where she coached senior leaders individually and in teams, received an Honorary Mention on the 2020 ICF Middle East Prism Award. Award is given to companies who have used coaching to best support their strategic goals. Ave is coaching executives, teams, and organisations in Europe and the Middle East.

https://www.linkedin.com/in/ave-peetri/

https://www.facebook.com/CoachingByAvePeetri

https://www.avepeetri.ee/en/

 

TEAMS linkur hér

Notkun gervigreindar í stjórnsýslunni

Nánari lýsing kemur síðar. Fyrirlesari verður Gísli Ragnar Guðmundsson.

Eldri viðburðir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Heimsókn í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Við vorum svo heppin að fá boð í heimsókn til HVIN, þar sem Ásdís Halla Bragadóttir  ráðuneytisstjóri og Þórir Hrafnsson mannauðsstjóri tóku á móti okkur í nýju og glæsilegu húsi ráðuneytisins að Reykjastræti 6.
 
Ásdís Halla fór vel yfir það sem þau kalla Stiklur í starfsemi sinni og er leiðarvísir þeirra að árangri fyrir Ísland. HVÍNandinn var ræddur sem leggur áherslu á að samstarfsfólk hjálpist að og vandi sig, viðurkenni mistök og læri af þeim, hlusti, virði og sýni hvert öðru umhyggju, gleðjist og fagni áföngum og viðhaldi heiðarlegum samskiptum. Þau Ásdís Halla og Þórir telja að þetta sé búið að ganga mjög vel og húsið sé eins og hannað fyrir þessi samskipti með opnum rýmum.
 
Þau fóru einnig vel yfir hvernig verkefni innan ráðuneytisins eru unnin. Þá er verkefnum forgangsraðað og þau bútuð niður og unnin í tímasettum sprettum. Þau beita sýnilegri stjórnun þar sem farið er yfir sprettina einu sinn í viku á töflum sem eru sýnilegar öllum. Með þessari aðferð hefur náðst að ljúka við fleiri verkefni, einnig þau sem alla jafna þurfa að bíða þegar önnur mikilvæg verkefni sem brennur á að ljúka koma fram. Verkefnin eru skilgreind sem þríþætt, sífellu verkefni, tilfallandi verkefni og sprettir. Verkefnin eru eðlilega ólík að stærð og úrlausnir þeirra kalla oft á ólík vinnubrögð.  Verklagið stýrir því í hvaða flokk verkefnin fara og stundum geta þau þróast þannig að þau færast á milli flokka.
 
Starfsfólk ráðuneytisins starfar í þverfaglegum teymum þar sem sérfræðingar frá ólíkum skrifstofum starfa saman og leiða saman einstaklinga sem hafa sérþekkingu á ólíkum sviðum. Að lokum fengum við túr um húsnæðið þar sem einn starfsmaður frá hverri skrifstofu sagði stuttlega frá þeirra verkefnum og uppbyggingu.
 
Heimsóknin var virkilega skemmtileg og fróðleg, það var gaman að spjalla við starfsfólkið og allir tóku hópnum okkar vel. Við þökkum öllum í HVIN fyrir að gefa sér þennan dýrmæta tíma til að taka á móti okkur og félögum okkar í breytingastjórnunarhópnum. 
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?