Teams Linkur á viðburð hér
Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)
Eigum við að eiga samtal um það?
Oftast er umræðan um gervigreind tengd því hvað hún nýtist okkur vel, hvaða ógnir fylgja henni og hvernig þarf að huga að lagaramma. Hér verður ekki horft á neitt af þessu heldur er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar skoðuð frá öðrum sjónarhóli.
Við allar okkar ákvarðanir og athafnir erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að samnýta vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Gervigreindin er hönnuð til að leysa verkefni sem við notum vitsunagreindina okkar til að gera. En enn sem komið er, getur hún að mjög takmörkuðu leyti leyst verkefni sem við notum tilfinningagreindina okkar til að leysa. Hvaða áskoranir fylgja þessu?
Hér verður skoðað:
- Hvað er sameiginlegt með vitsmunagreind og gervigreind?
- Hvað er tilfinningagreind og hversu mikilvæg er hún?
- Hvernig notum við tilfinningagreind og vitsmunagreind í starfi?
- Hvaða áhrif hefur tilkoma gervigreindar á áherslur okkar við nálgun úrlausna á verkefnum? Hverjar eru nýju áskoranirnar okkar?
- Hvernig mætum við þessum nýju áskorunum?
Það skemmtilega í öllu þessu er að við sem einstaklingar getum unnið með, þjálfað og þroskað tilfinningagreindina okkar með markvissum hætti.
Hjördís Dröfn er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0) ogNBI-Practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugalangri reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, greinandi og nú síðast sem markþjálfi.
Teams Linkur á viðburð hér