Join on your computer or mobile app
Click here to join the meeting
Rafrænn viðburður: Microsoft Teams meeting
Árangursrík streitu- og vellíðunarstjórnun - Jafnvægi í lífi, leik og starfi.
Meginstef þessa erindis eru streituvarnir. Fjallað verður m.a. um gagnlegustu streituráðin, H-in 4, og lykilinn að árangursríkri streitu- og vellíðunarstjórnun.
Tilgangur fræðslunnar er að þátttakandi geti eftirleiðis verið sinn eigin ,,Orkumálaráðherra“ með því að ná tökum á streitustigi, tilfinningum og viðhorfi til viðfangsefna lífsins á uppbyggilegan hátt. Kennt verður á Streitukortið og hvernig megi gera einstaklingsbundna streituvarnaráætlun til framtíðar.
Lífið snýst ekki um að bíða eftir því að storminn lægi, heldur um það að læra að dansa í rigningunni…
Fyrirlesari: Aldís Arna Tryggvadóttir, ACC vottaður markþjálfi og streituráðgjafi hjá Heilsuvernd og Streituskólanum
Aldís Arna starfar sem fyrirlesari, streituráðgjafi og markþjálfi einstaklinga og teyma. Fræðsluerindin lúta einkum að markmiðasetningu í lífi, leik og starfi, heilbrigði (heildræn heilsa), jafnvægi (streituvarnir), hamingju og sátt. Hún heldur reglulega námskeið í valdeflingu og streituvörnum, skrifar streituráð og greinar á fréttamiðlum Heilsuverndar.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara: Aldís Arna