Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

 

12. desember 2021  10:00 - 11:30

 Fjarfundur Zoom
 Markþjálfun,

 

Stjórnvísi í samstarfi við ICF Iceland stendur fyrir erindinu "Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?"

Erindið verður haldið á 15 ára afmælisdegi ICF Iceland félagi markþjálfa á afmælisdaginn sunnudaginn 12. desember.

Linkur á viðburðinn hér

Lilja, Rakel, Ásta og Linda ætla að deila með okkur því sem vakti áhuga þeirra á ráðstefnu ICF global sem fram fór í október á þessu árið og að því loknu verður rými fyrir spjall, kynnast betur og efla tengslanetið.

---------------------------------------------
Hvað er að frétta úr hinum stóra heimi markþjálfunar?

Ráðstefnan Converge21 var haldin af ICF global (International Coaching Federation) 26-28 október 2021 og voru fjórir félagar ICF Iceland mættir til að njóta þessarar stórkostlegu veislu.

Þema ráðstefnunnar 2021 var “Bringing Together the World of Coaching”.

--------------------------------------------
Hvernig gæti framtíð markþjálfunar litið út? Rakel Baldursdóttir

Fordæmalausir tímar hafa gefið okkur möguleika og nýjar áskoranir. Hvernig hefur covid haft áhrif á markþjálfun og hvernig getum við nýtt okkur lærdóminn til tækifæra í framtíðinni. Er rafræn markþjálfun að færast á nýtt svið í tækniþróun og hvernig getur þetta allt saman gagnast okkur í aðgerðum loftslagsmála.

Á Converge 2021, fékk framtíð markþjálfunnar fallegt rými til umhugsunar og umræðna og langar mig að deila með ykkur það sem vakti mína athygli.

Rakel Baldursdóttir, er móðir tveggja unglingsdrengja, ACC vottaður markþjálfi, tók grunn og framhaldsnám hjá Evolvia, Climate Change Coach, Whole Brain Coach og NBI leiðbeinandi frá Profectus og er að klára námskeið í Science of Well Being hjá Laurie Santos hjá Yale University auk þess sem hún situr í siðanefnd ICF á Íslandi.

Mottó mitt er: Enginn getur allt en allir geta eitthvað.
---------------------------------------------
Hvernig getum við endurhugsað traust? Lilja Gunnarsdóttir

Traust er ein af undirstöðum markþjálfunar og mikilvæg í góðum og árangursríkum samskiptum. Opnunaratriði Converge21 var flutt af Rachel Botsman sem fjallaði um hvernig við getum endurhugsað traust. Hvernig sköpum við traust, hvernig treystum við og af hverju á ég að treysta þér og þú mér?

Að þekkja hvernig traust virkar getur gert þér kleift að verða betri markþjálfi leiðtogi, liðsmaður, félagi og foreldri.

Lilja Gunnarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi, teymisþjálfari (team coach EMCC vottaður), viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja starfar sem sérfræðingur og verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfari. Lilja er fyrrverandi formaður (2018-2020) og gjaldkeri (2017-2018) ICF Iceland, Félags markþjálfa.

Mottó mitt er: Lengi getur gott batnað.
--------------------------------------------
Frá GPS yfir í Google maps. Linda Björk Hilmarsdóttir

Hversu mikilvæg er stundin fyrir samtalið sjálft, hvað þurfum við að gera til að ná þeirri samkennd og samstöðu sem við viljum ná fram í samtalinu.

Áður en við vitum hvert við erum að fara skoðum við hvar við erum stödd.

Ætlum við að labba, hjóla eða keyra ? Ætlum við að fara þá leið sem útsýnið er meira eða er betra að fara þar sem við komumst í búð á leiðinni.
Markþjálfun er kerfisbundin en ekki vélræn.

Ekki nota úreltann leiðarvísi.

Erindi Dr. D.Ivan Young MCC.

Linda Björk Hilmarsdóttir er ACC vottaður markþjálfi með NBI practitioner réttindi.

Linda er hluthafi í Sahara auglýsingastofu og eigandi BRAVA. Linda kláraði Ferðamálafræði með áherslu á markaðsmál, hún starfar einnig hjá Profectus og sinnir þar ýmsum verkefnum tengdum markþjálfun.

Mottó mitt er : Sá sem stefnir ekkert fer þangað.
---------------------------------------------
Markþjálfamenning/Coaching Culture, hvað er nú það? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir

Ég ætla að skoða með ykkur hvað markþjálfa menning er og hvað hún getur gert fyrir vinnustaði. Mig langar að deila með ykkur efni í kringum það málefni sem ég tók frá ráðstefnunni Converge 2021 .Það hafa verið gerðar rannsóknir sem sýna fram á að með markþjálfun sé hægt að leysa margar áskoranir. Og í dag þá stöndum við fyrir nýjum raunveruleika þar sem fjarvinna er orðin stór partur af vinnu umhverfinu okkar. Ozlem Sarioglu PCC markþjálfi var með áhugavert erindi “Unlock a Strong Coaching Culture in the Remote Workplace” sem ég ætla að deila með ykkur.

Öðruvísi samvinna og samskipti ásamt einmanaleika er ný staðreynd starfsmanna, markþjálfun getur leyst þessa áskorun.

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir heiti ég og hóf mína markþjálfa vegferð í september árið 2014 eftir rúm 20 ár í ferðaþjónustunni sem ferðaráðgjafi. Síðan þá hefur líf mitt snúist um þetta öfluga og skilvirka verkfæri. Ég hef lokið bæði grunn- og framhaldsnámi og einnig kennt það frá árinu 2016-2021. ACC vottun kom í apríl 2015, PCC í byrjun árs 2018 og MCC er í ferli. Ég sat í tvö ár í stjórn Félag Markþjálfa á Íslandi, tók þátt í sameiningu FMÍ og ICF, var svo formaður ICF Iceland 2017-2018. Ég hef leitt Ignite verkefni sem er á vegum félagsins og snýst um að vera kveikja að verkfærinu í samfélaginu, og hef ég gert það í skólasamfélaginu og vil gera það sem víðast.

Mottó mitt er: Allt sem þú veitir athygli vex.

Linkur á viðburðinn hér.

Tengdir viðburðir

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45. Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin.  Hún ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni.  Mikilvægt er að skrá sig þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu.

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

Kemur síðar

 

dk - Hugbúnaður ehf býður okkur í heimsókn í sín nýju heimkynni á Dalveg 30, 201 Kópavogi

TEAMS linkur hér

Eldri viðburðir

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Teams Linkur á viðburð hér
Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Eigum við að eiga samtal um það?

Oftast er umræðan um gervigreind tengd því hvað hún nýtist okkur vel, hvaða ógnir fylgja henni og hvernig þarf að huga að lagaramma. Hér  verður ekki horft á neitt af þessu heldur er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar skoðuð frá öðrum sjónarhóli.

Við allar okkar ákvarðanir og athafnir erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að samnýta vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Gervigreindin er hönnuð til að leysa verkefni sem við notum vitsunagreindina okkar til að gera. En enn sem komið er, getur hún að mjög takmörkuðu leyti leyst verkefni sem við notum tilfinningagreindina okkar til að leysa. Hvaða áskoranir fylgja þessu?

Hér verður skoðað:

  • Hvað er sameiginlegt með vitsmunagreind og gervigreind?
  • Hvað er tilfinningagreind og hversu mikilvæg er hún?
  • Hvernig notum við tilfinningagreind og vitsmunagreind í starfi?
  • Hvaða áhrif hefur tilkoma gervigreindar á áherslur okkar við nálgun úrlausna á verkefnum? Hverjar eru nýju áskoranirnar okkar? 
  • Hvernig mætum við þessum nýju áskorunum?

Það skemmtilega í öllu þessu er að við sem einstaklingar getum unnið með, þjálfað og þroskað tilfinningagreindina okkar með markvissum hætti.   

Hjördís Dröfn er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0)  ogNBI-Practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugalangri reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, greinandi og nú síðast sem markþjálfi.

 

 

 

Teams Linkur á viðburð hér

Gervigreindar markþjálfun - tækifæri og áskorun ?

Teams linkur hér

In this session Trausti Björgvinsson will lead an interview session where Sam Isaacson (coach and AI coach developer) helps us get more familiar with some of the opportunities and challenges that arise with emerging AI based coaches. 

Content includes:

-Human vs. AI coaches - advantages and disadvantages

-Understand real-life possibilities for AI in coaching

-Identify opportunities for human-AI co-existence

-Realtime showcase on an AI based coachbot

This online session is suitable for coaches, managers, HR specialists at all levels as well as people who are curious of learning more about the applicability of AI coachbots. Join us for some inspiration on the topic. 

Sam Isaacson is an enthusiastic coach and award-winning thought leader in the coaching profession. Sam is the founder of the Coachtec Collective, a global community of fantastic coaches grappling with the cutting-edge of technology. He's co-founder of AIcoach.chat, an AI-enabled tool providing non-directive coaching to those who wouldn't have access without it and co-hosts The Future of Coaching podcasts with Nina Salomons. Before becoming a coach Sam worked with big consulting firms in technology and governance risk advisory and assurance. He led the creation of Grant Thornton’s award-winning coaching services practice, establishing England’s biggest coaching qualification and building the UK’s biggest provider of employed coaches along the way. He then led CoachHub's global consulting work before starting his own business. He’s the first person in the world to have delivered executive coaching in virtual reality.

Teams linkur hér

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldin þriðjudaginn 14. Maí kl.16:00 á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • kosning til stjórnar
  • önnur mál

Stjórn faghópsins skipuleggur og sér um fundarstjórnina. Allir þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlega sendið tölvupóst á formann faghópsins Ástu Guðrúnar Guðbrandsdóttur asta@hverereg.is

Teams linkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YzIxNDIwNjUtODMwYy00ZGI4LWE1YTctZTA4ZjdmZmFkMWI2%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Linkur hér 

Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar

Hvers vegna örugg tengsl svona mikilvæg í okkar nútímasamfélagi?

Hvernig nýtist markþjálfun sem tæki til að valdefla stjórnendur?

Hvaða mismunandi leiðir er hægt að nýta í nýtingu markþjálfunar í fyrirtæki?

Hvaða tengsl eru á milli öflugra spurninga, hlustunar og virkni starfsmannaþ?


Þessar spurningar mun Guðrún Snorra, PCC stjórnendamarkþjálfi ,leitast við að svara á örfyrirlestri um valdeflingu stjórnenda með verkfærum markþjálfunar.

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

Guðrún Snorradóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis.  Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.

Linkur hér

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?