Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Lilja Gunnarsdóttir formaður faghópsins setti fundinn og kynnti þá fundi sem eru framundan hjá faghópnum. Allir fundir framundan verða á netinu. Í dag fjallar fundurinn um hvað er teymi og teymisþjálfun. Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu. Lilja brennur fyrir að gera gott betra. Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.  Örn Haraldsson kynnti sig í framhaldi, hann er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til hans er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kennir hann markþjálfun hjá Profectus. Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er hann með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. Lengi vel vann hann í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. Örn hefur mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusar hann mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Örn þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í hans andlegu og líkamlegu líðan. Hann er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

Lilja hóf umræðu sína á að spyrja: „Af hverju teymi“.  Vinnan í dag er orðin þvert á fyrirtæki, landshluta og heimshluta og áherslan er á samvinnu.  Teymið er grunneiningin en ekki einstaklingurinn sjálfur. Lilja spurði þátttakendur á fundinum hvað væri teymi og kom fjöldi svara í spjallið á fundinum enda þátttakendur á annað hundrað manns. Teymi er lítill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni. 

En er einhver munur á hóp og teymi?  Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er gagnkvæmur stuðningur milli teymismeðlima, er sameiginleg ábyrgð, er sameiginlegur tilgangur o.fl.?

Í vistkerfi teymisins er samfélagið, birgjar, viðskiptavinir, fjárfestar, eftirlitsaðilar, starfsmenn.  Mikilvægt er að passa upp á alla sem eina heild, ekki einungis að horfa sem dæmi á viðskiptavininn.  Taka þarf tillit til allra þátta.  Algengt er að teymi fari af stað en einn hagsmunaaðilinn gleymist.  Lilja spurði þátttakendur um mismun á teymum sem þeir hefðu verið í og hver sé munurinn á árangursríku teymi og teymi þar sem ekki tekst vel til.  Þegar teymi er árangursríkt þá verður heildarútkoman stærri en þegar tveir einstaklingar vinna í sitt hvoru lagi.  Kraftur leysist úr læðingi þegar þeir koma saman. En hvað styður við að teymi verði árangursríkt?  Örn talaði um 5 þætti sem Google komst að hjá sér: 1. Sálrænt öryggi var lykilatriði og var stoð fyrir hina fjóra.  Það er þegar teymið þorir að spyrja asnalegra spurninga, benda á hvað má betur fara, gefa endurgjöf og setja mínar spurningar að borðinu.  Í slíku teymi er hægt að takast á á heilbrigðan hátt.  Þegar ótti eða reiði er til staðar þá missum við getuna til að hugsa rökrétt og einnig missum tengingu við minni.  2. Samvinna. Teymismeðlimir eru háðir hver öðrum og þurfa að upplifa að þeir þurfi á hvor öðrum að halda og virði það. 3. Skipulag og skýrleiki. 4. Meining og tilgangur. Er ég að þroskast á þann hátt sem ég vil. 5. Áhrifin út á við.  Eru teymismeðlimir að upplifa að það skipti máli út á við.  Einnig minntist Örn á þætti sem gera teymi óstarfshæf. Vöntun á trausti, hrædd við ágreining, engin skuldbindingin, ekki næg ábyrgð og útkomunni ekki fylgt eftir.

En hvað er teymisþjálfun?  Hvað felst í henni?  Teymisþjálfun er markþjálfun á sterum. Grunnkjarni teymisþjálfunar er að þjálfa allt teymið sem samvinnuferli. Hjálpa teyminu að ræða það sem þarf að ræða á hverjum tíma og hafa sameiginlegan tilgang. Og hvað þarf til að vera góður teymisþjálfari? Hjálpa teyminu að taka á erfiðu málunum, búa til hópdýnamík, finna lausnir og að stíga inn í óttann. Við vitum ekki svörin fyrir fram. Góður teymisþjálfi þarf að vera góður markþjálfi, hjálpa fólki að ræða það sem er erfitt, vera leiðandi í að leiða fólk í gegnum ákveðið ferli.  Okkur er tamt að vera með ráð, út með ráðgjafann en hins vegar að hafa skýrar ráðleggingar við spurningum sem krefjast þess.  Það er meira rými fyrir ráðgjöf í teymisþjálfun en markþjálfun.  Mikilvægt er fyrir markþjálfann að fara ekki djúpt í ráðgjafann því þá er markþjálfinn orðinn ábyrgur. 

Leiðtogi býr til rými sem aðrir eru tilbúnir að stíga inn í.  "Stjórnandi" er gildishlaðið orð og tengt eldri stjórnarháttum, segja hvað eigi að gera.  Teymið þarf að fá að taka ábyrgð. Með því að ýta ábyrgðinni á teymið fær leiðtoginn meira rými til að hugsa fram í tímann.  Góðir stjórnendur þurfa að hafa markþjálfunarfærni og teymisþjálfun. Að lokum hvatti Örn alla til að hugsa hvaða virði er verið að framleiða fyrir hvern og einn hagsmunaaðila.  Ef þú ert leiðtogi hversu mikið ef þinni vinnu gæti teymið unnið?   

 

 

Tengdir viðburðir

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

Kemur síðar

 

dk - Hugbúnaður ehf býður okkur í heimsókn í sín nýju heimkynni á Dalveg 30, 201 Kópavogi

TEAMS linkur hér

Eldri viðburðir

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45.

Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin. 

Alda ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni. 

Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísis þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu og það er fjöldatakmörkun. Einnig þurfum við að senda þér leiðbeiningar um bílastæði. Þessum viðburði verður EKKI streymt.

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Teams Linkur á viðburð hér
Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Eigum við að eiga samtal um það?

Oftast er umræðan um gervigreind tengd því hvað hún nýtist okkur vel, hvaða ógnir fylgja henni og hvernig þarf að huga að lagaramma. Hér  verður ekki horft á neitt af þessu heldur er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar skoðuð frá öðrum sjónarhóli.

Við allar okkar ákvarðanir og athafnir erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að samnýta vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Gervigreindin er hönnuð til að leysa verkefni sem við notum vitsunagreindina okkar til að gera. En enn sem komið er, getur hún að mjög takmörkuðu leyti leyst verkefni sem við notum tilfinningagreindina okkar til að leysa. Hvaða áskoranir fylgja þessu?

Hér verður skoðað:

  • Hvað er sameiginlegt með vitsmunagreind og gervigreind?
  • Hvað er tilfinningagreind og hversu mikilvæg er hún?
  • Hvernig notum við tilfinningagreind og vitsmunagreind í starfi?
  • Hvaða áhrif hefur tilkoma gervigreindar á áherslur okkar við nálgun úrlausna á verkefnum? Hverjar eru nýju áskoranirnar okkar? 
  • Hvernig mætum við þessum nýju áskorunum?

Það skemmtilega í öllu þessu er að við sem einstaklingar getum unnið með, þjálfað og þroskað tilfinningagreindina okkar með markvissum hætti.   

Hjördís Dröfn er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0)  ogNBI-Practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugalangri reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, greinandi og nú síðast sem markþjálfi.

 

 

 

Teams Linkur á viðburð hér

Gervigreindar markþjálfun - tækifæri og áskorun ?

Teams linkur hér

In this session Trausti Björgvinsson will lead an interview session where Sam Isaacson (coach and AI coach developer) helps us get more familiar with some of the opportunities and challenges that arise with emerging AI based coaches. 

Content includes:

-Human vs. AI coaches - advantages and disadvantages

-Understand real-life possibilities for AI in coaching

-Identify opportunities for human-AI co-existence

-Realtime showcase on an AI based coachbot

This online session is suitable for coaches, managers, HR specialists at all levels as well as people who are curious of learning more about the applicability of AI coachbots. Join us for some inspiration on the topic. 

Sam Isaacson is an enthusiastic coach and award-winning thought leader in the coaching profession. Sam is the founder of the Coachtec Collective, a global community of fantastic coaches grappling with the cutting-edge of technology. He's co-founder of AIcoach.chat, an AI-enabled tool providing non-directive coaching to those who wouldn't have access without it and co-hosts The Future of Coaching podcasts with Nina Salomons. Before becoming a coach Sam worked with big consulting firms in technology and governance risk advisory and assurance. He led the creation of Grant Thornton’s award-winning coaching services practice, establishing England’s biggest coaching qualification and building the UK’s biggest provider of employed coaches along the way. He then led CoachHub's global consulting work before starting his own business. He’s the first person in the world to have delivered executive coaching in virtual reality.

Teams linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?