Faghópar

Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (174)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 ýtti í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl og samskiptastjórnun (183)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1295)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (259)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (514)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Gervigreind (229)

Hverju breytir gervigreind? Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að. Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum? Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri. Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með. Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Góðir stjórnarhættir (941)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (795)

Umfang faghópsins snýr að almennri gæðastjórnun en jafnframt látum við okkur varða ISO stjórnunarkerfisstaðla sem og aðra staðla sem þeim tengjast og eru vottunarhæfir. Faghópurinn leggur áherslu á þá þætti sem eru sameiginlegir/eins í öllum stjórnunarkerfunum ásamt því að auka vitund og virkni starfsfólks.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (783)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (364)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Jafnlaunastjórnun (328)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Lean - Straumlínustjórnun (1218)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

Leiðtogafærni (951)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Loftslags- og umhverfismál (261)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

Mannauðsstjórnun (982)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (745)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (393)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun (582)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun fyrirtækja leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi.

Stafræn fræðsla (490)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.

Stefnumótun og árangursmat (1020)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (10)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) (407)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin „þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni“ vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggi (402)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1349)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Öryggisstjórnun (398)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun (567)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

ÖÖ: Óvirkur Excel (304)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (94)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (306)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (56)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (199)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (209)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (53)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (380)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (393)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (252)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur (162)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (198)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (59)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?