Menntavegi 1, 101 Reykjavík. Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur 1, 101 Reykjavík, Ísland
Markþjálfun,
Faghópur Stjórnvísi um Markþjálfun heldur fund í Háskólanum í Reykjavík (Opni háskólinn) 12.mars 2015 frá kl. 8:30 - 9:45.
Anna María er alþjóðlega vottaður ACC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF) og hefur starfað í mörg ár sem stjórnendamarkþjálfi. Anna María starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá LNS Saga og er í samstarfi við Carpe Diem. Anna María hefur stýrt hópum í stefnumótun og haldið fyrirlestra um gæðastjórnun í fyrirtækjum og hvernig stjórnendur geti nýtt sér aðferðafræði markþjálfunar til að verða betri stjórnendur. Anna María hefur starfað með fjölda félagasamtaka m.a. félagi markþjálfa á Íslandi og er nú í stjórn ICF Norge. Anna María er nýflutt heim frá Osló í Noregi þar sem hún aflaði sér reynslu í mannauðsstjórnun og vann hún m.a. sem mannauðsstjóri og sinnti stjórnendamarkþjálfun þar í landi. Anna María brennur fyrir að nýta aðferðafræði markþjálfunar og gæðastjórnunar til að byggja upp gæðastjórnendur og einstaklinga þar sem hún hefur yfir áratuga reynslu í mannauðs- og gæðastjórnun í íslenskum fyrirtækjum.
Harald Arnesen er alþjóðlega vottaður PCC markþjálfi frá International Coach Federation (ICF). Harald er einn af stofnendum ICF Norge Chapter í Noregi og gegndi hann formannsstöðu í 4 ár og situr nú í stjórn félagsins. Harald hefur mikla reynslu m.a. af innanhúss markþjálfun en hann stofnaði og stýrir innanhúss markþjálfunardeild Tine sem er eitt stærsta fyrirtæki í Noregi. Harald hefur mikla reynslu í stjórnendaþjálfun og hefur hann stýrt fjölda hópa og haldið vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi í markþjálfun og stjórnendaþjálfun.