12. desember 2019 11:35
Fundinum var streymt og má nálgast streymið á facebooksíðu Stjórnvísi. Pétur og Marianna fóru til Hartford, Connecticut í október til að vera með erindi á ráðstefnunni The Northeast Lean Conference, sem haldin er af þekkingar- og ráðgjafafyrirtækinu GBMP. Þessi ráðstefna er ein af virtustu Lean ráðstefnum sem haldin er í Ameríku og mörg erindi voru áhugaverð. Þema ráðstefnunnar var “Total employee engagement – engaging hearts and minds” en eins og heitið gefur til kynna þá snýst Lean um að þróa fólk.
Marianna sagði að ráðstefnan hefði snúist um fólk. Lean var framleiðslumiðað en er nú meira þjónustumiðað og nú er það nýjasta að lean snýst um fólk. Allt snýst loksins um menningu. Vegferðir snúast um lærdóm. Grunnurinn í lean er að hjálpa og það er í lagi að vera auðmjúkur í lærdómsferlinu. Maríanna spurði Stjórnvísifélaga að svara: „Hvernig er góður leiðtogi“? Ýmis svör komu eins og „Hvetjandi, fyrirmynd, er til staðar, skapar umgjörðina, virkjar fólk, hlusta, ber virðingu, skapar vettvang þar sem má gera mistök og ríkir traust, þróar fólkið. Marianna sagði að það að vera leiðtogi væri ekki háð titli. Allir eru leiðtogar og bera vonandi virðingu fyrir hvorir öðrum. En hvernig er hægt að skapa rými þar sem allir eru leiðtogar, virkja hugvit allra?. Mikið var rætt um ráðningarferli á ráðstefnunni því lean snýst um fólk. Hvernig er verið að ráða inn; eftir menntun, hæfni, karakter, karisma. „Hire for Character, Train for Skill“. Mikilvægt er að manneskjan sem er ráðin passi inn í þá menningu sem er til staðar. Varðandi menningu þá er mikilvægt að vinnustaðir þekki sína menningu. Á ráðstefnunni var verið að lemja niður múra og veggi. Mannauður er það sem skiptir öllu máli. Tvö fyrirtæki eru með allt það sama til staðar en það sem sker úr um hvort nær samkeppnisforskoti er sú menning sem er til staðar. Fyrirtæki eru oft rög við að fjárfesta í fólki en ekki við að fjárfesta í tækni. Innleiðing á Íslandi hefur mest snúist um ferla að gera þá skilvirkari en megintilgangurinn er að þróa fólk. Er einhver ótti til staðar? Helgun í starfi þýðir að mæta með höfuð, hendur og ekki síst hjartað í vinnuna.
Lean er inntak á hverjum einasta degi, ekki uppáskrifað frá lækni og sýndi Marianna skemmtilegar myndlíkingar sem fyrirlesarar tóku. Lean snýst um að gera stöðugt betur í dag en í gær. Eins og í öðru er til þroskamódel í Lean. Mikilvægt er frá degi eitt að fjárfesta í menningu. Þegar nýliðar koma inn í fyrirtæki þá eiga þeir að finna hvernig menningin er „Svona gerum við“. Daglegi takturinn, töflufundirnir snúast ekki um töfluna sjálfa heldur samskiptin við töfluna, þetta snýst um að hver einasti aðili við töfluna sé leiðtogi. Á ráðstefnunni voru allir sammála um og studdu við með rannsóknum að allt snýst þetta um fólk en hvernig á þá að gera hlutina? Mikilvægt er að læra að sjá hvernig flæðið er í fyrirtækinu. Er viðskiptavinurinn að fá það sem hann vill? Ef ekki hvað er þá að? Hvað er í gangi? Nota daglega vettvanginn til að spyrja hvernig við getum stöðugt bætt okkur. Þetta snýst aldrei um neitt annað en umhverfið og það er fólkið sjálft sem þekkir það best, hvernig kem ég hugmynd á framfæri? Allt snýst því um árangur og samskipti. Lærdómslykillinn er að koma saman á hverjum degi og læra eitthvað nýtt. Hvar er fókusinn okkar? Er hann á tólin eða er hann á fóllkið?
Pétur fór yfir stöðuna á lean í dag skv. fyrirlestri Dr. Alan G. Robinsson. Er lean gölluð hugmyndafræði? Eru geirar þar sem lean er ekki að ná fótfestu? T.d. í menntageiranum, heilbrigðisgeiranum? Útgáfa Alan var sú að erfiðasta fólkið er langskólagengna fólkið sem er komið á þann stað að erfiðast er að ná í það. Þegar verið er að tala um lean er verið að tala um Japani sem eru löngu dánir. Í lok dags, alveg sama hvað þú gerir þá snýst þetta alltaf allt um fólk. Mikilvægt er að allir í fyrirtækinu séu með, ekki einungis efsta lagið. Hversu margar hugmyndir erum við með innleiddar pr. starfsmann á dag. Marel og Össur mæla þetta og í framleiðslu þá skipta hugmyndir frá starfsmönnum öllu máli. Þetta er frábær mælikvarði á hugmyndir frá starfsfólki. Af hverju er ekki farið í alla starfsmenn þegar verið er að innleiða þekkingu. Mannlegi fókusinn er það sem öllu máli skiptir í dag varðandi lean og flöskuhálsinn erum við sjálf, ekki virkja einungis höfuðið á öllum heldur hjartað.
Pétur og Marianna báðu félaga í lokin um að ræða sín í milli hverjar væru helstu áskoranirnar á þeirra vinnustað. Sem dæmi var eftirfarandi nefnt: Ná sama kúltúr í öllum deildum, stóra áskorunin er að hleypa starfsmanninum að, til að komast áfram þarf maður að fá stöðuhækkun og til að fá völdum þarftu að halda hlutunum að þér en í lean verðurðu miklu betri stjórnandi, talandi um sjálfan sig, þá er mikilvægt að fá þessa auðmýkt, opna á hana, mikilvægt með töflufundi er „samskipti“ – af hverju var allt þetta mannlega tekið út úr vinnunni? Af hverju er ekki hægt að tala um hvernig við höfum það daglega? Ótti er eitt af því sem truflar okkur hvað mest. Trúverðugleiki þarf að vera til staðar, það er hornsteinninn. Fólk finnur traustið í menningunni. Fyrsta skrefið er að koma auga á áskoranirnar. Hvað vantar til að vinna í gegnum hlutina? Hvað vantar þig til að allir gangi í takt? Tími? Er það virði að fjárfesta í mannauðnum? Mikilvægt er að auglýsa hvað vel er gert, fagna sigrum. Mikilvægt er að geta tekið á móti hrósi, vel gert! En fyrir hvað? Mikilvægt er að veita sérsniðna endurgjöf,