Vinnumálastofnun Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Átt þú þér DRAUM?
Taktu DRAUMINN þinn með þér gegnum örstutt markþjálfunarferli:
- Hvað gerist ef þú gerir þetta EKKI?
- Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta?
- Hvað gerist EKKI ef þú gerir þetta EKKI?
- Hvað gerist ÞEGAR þú gerir þetta?
Er DRAUMURINN orðinn að MARKMIÐI?
Markþjálfarnir Ásgeir Jónsson og Hrefna Birgitta Bjarnadóttir koma og veita innsýn í sín verkefni með áherslu á NLP og markþjálfun.
Ásgeir rekur ráðgjafafyrirtækið Takmarkalaust líf ehf. sem hefur á sl. árum haslað sér völl í ráðgjöf, námskeiðahaldi og fyrirlestraröðum fyrir fyrirtæki á almennum markaði og einnig fyrir opinbera aðila.
Hrefna Birgitta er NLP Master Coach kennari, starfsþróunarþjálfi og á og rekur fyrirtækið Bruen sem býður uppá nám og námskeið í NLP markþjálfun, atferlis- og samskiptatækni.
Hrefna vinnur að fyrirbyggingu brottfalls af vinnumarkaði og hefur haldið fjölda námskeiða fyrir m.a. stjórnendur, starfsfólk og notendur Vinnu-, Heilbrigðis- og Velferðasviða á Norðurlöndum.
Þau starfa bæði að verkefnum fyrir Vinnumálastofnun og Velferðasvið.