Handhafar 2025

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands Frú Höllu Tómasdóttur og formanni dómnefndar Borhildi Erlingsdóttur forstjóra Hugverkastofu. 

Stjórnunarverðlaunin 2025

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt 10. febrúar í 16 sinn við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Veitt voru verðlaun í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru: 

Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Að þessu sinni voru afhentar tvær viðurkenningar í flokki millistjórnenda þar sem 65% tilnefninga voru í þeim flokki. Forseti Íslands, Frú Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.

Dómnefnd 2025 skipuðu eftirtalin:

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs.
  • Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf og stjórnarkona.
  • Salóme Guðmundsdóttir,  ráðgjafi og stjórnarkona.
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi 

Yfirstjórnandi ársins 2025

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes

Stjórnandi ársins í flokki yfirstjórnenda lærði upphaflega húsasmíði hjá föður sínum sem rak trésmíðafyrirtækið Trévirki í Reykjavík og fór síðar að selja handverkfæri fyrir iðnaðarmenn. Hann hafði alltaf haft áhuga á sölumennsku og öllu því sem snýr að verslun og fann fljótt að trésmíðin var ekki alveg það sem hann langaði að gera. Nokkrum árum síðar, 1987, þá 26 ára gamall, stofnar hann fyrirtæki með tveimur félögum sínum. Fyrirtækið hefur síðan vaxið og dafnað og er í dag ein stærsta heildverslun landsins með mörg þekktustu vörumerkin á matvörumarkaðinum.

Yfirstjórnandinn hefur alla tíð síðan starfað hjá fyrirtækinu og haft marga hatta. Í fyrstu var sölumennskan aðalstarfið en svo bættust innkaupin við og síðan fóru þeir félagarnir að huga mikið að markaðsmálum. Eignarhaldið hefur á þessum tíma tekið nokkrum breytingum og er nú að fullu í eigu eins meðstofnanda hans, en yfirstjórnandinn sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi í dag hefur starfað sem forstjóri fyrirtækisins undanfarin 12 ár.  Yfirstjórnandinn hefur jafnframt verið virkur í Félagi atvinnurekenda til margra ára og þar af formaður í fjögur ár.

Með tilnefningu yfirstjórnandans fylgdi langur og ítarlegur rökstuðningur með leiðtogafærni hans og ljóst að hér er á ferðinni virtur og vandaður stjórnandi með sterka samfélagsvitund.

Hjá fyrirtækinu starfa í dag í kringum 250 manns af 25 þjóðernum. Það hefur yfir að ráða um 4.000 vörunúmerum og þjónar um 5.000 viðskiptavinum.

„Hann leggur áherslu á skýra stefnu og gott upplýsingaflæði. Hann er einstaklega hæfur í samskiptum og góður hlustandi með mikla persónutöfra og á auðvelt með að hvetja og hrífa starfsfólkið með sér.“

Einnig kemur fram í rökstuðningi að yfirstjórnanda hafi tekist afburða vel að stýra fyrirtækinu í gegnum mikinn vaxtarfasa með skýra áherslu á framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini og mikilvægi þess að hlúa að vinnustaðamenningunni með gildi fyrirtækisins, gleði og fagmensku, að leiðarljósi. Eftirtektarverður árangur hefur til að mynda náðst á s.l. fimm árum þar sem tekjur félagsins hafa tvöfaldast án verulegrar skuldsetningar eða aukins fastakostnaðar og eru nú um 20 milljarðar. Á miklum umrótartímum þar sem efnahagsaðstæður, heimsfaraldur og stríð hafa m.a. sett strik í reikninginn, hefur veltan ekki bara stóraukist heldur samhliða tekist að byggja upp og innleiða hátækni vöruhús á heimsmælikvarða.

Í rökstuðningi segir áfram “Yfirstjórnandinn er ávallt opin fyrir nýstárlegum hugmyndum og segir oft: ,,Hvaða köku eigum við að setja næst í ofninn?" Nýjasta tækniundur fyrirtækisins eru hátækni þroskunarklefar fyrir banana og avocado, sem lengir líftíma þessara ávaxta og lágmarkar þar rýrnum bæði fyrir fyrirtækið og ekki síst fyrir neytendur. Þá má einnig nefna fjárfestingu í tæknilausn sem fullnýtir skemmda ferskvöru og býr til moltu.”

Þrautseigja og þolinmæði eru lýsandi fyrir þennan yfirstjórnanda og fyrirtækið verið á lista Credit info yfir Fyrirmyndarfyrirtæki ársins síðustu 12 ár. Árleg og óháð vinnustaðagreining sýnir bæði mikla ánægju starfsmanna og stolt af vinnustaðnum. Eins og einn af starfsmönnum fyrirtækisins orðar það „Yfirstjórnandinn er lausnamiðaður leiðtogi sem gefur sér alltaf tíma til þess að hlusta á það sem starfsfólk hans hefur að segja.“ Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 fær Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innes. 

Dómnefnd bárust afar margar og sterkar tilnefningar í flokki millistjórnanda í ár. Ákveðið var því að veitt yrðu verðlaun til tveggja einstaklinga sem báðir eiga það sameiginlegt að starfa í umhverfi sem einkennst hefur af mikilli óvissu og áskorunum um nokkurt skeið, samhliða því sem unnið er að stórum uppbyggingarverkefnum.

Millistjórnandi ársins 2025   

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar Bláa Lónsins

Stjórnandinn er framkvæmdastjóri mannauðssviðs, menningar og vellíðunar eins af stærstu fyrirtækjum landsins. Undir hans stjórn á sviðinu starfa 17 stjórnendur og sérfræðingar en hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns. Hann lauk námi í rekstrarverkfræði og meistaragráðu í Mannauðsstjórnun og hefur unnið hjá fyrirtækinu í 9 ár. 

Stjórnanda er lýst sem leiðtoga sem býr yfir afburðahæfileikum þar sem samspil gáfna, gleði og fyrirhyggju fer saman.   Einnig er honum lýst sem árangursdrifnum stjórnanda sem heldur þétt utan um mannauðinn, stefnu fyrirtæksins og menningu á mannlegan hátt og skilur að árangur næst aldrei nema með góðu fólki. Hefur tekist að skapa umhverfi þar sem starfsfólkið blómstrar, brennur fyrir verkefnum sínum og upplifir raunverulegt sjálfræði í starfi   Áhersla stjórnandans felst ekki síst í öflugri upplýsingagjöf og gagnsæi og nær þannig að byggja upp traust og virðingu. Stjórnandinn hefur verið í lykilhlutverki stjórnanda á fordæmalausum tíma í sögu fyrirtækisins. Þar hefur hann staðið í stafni ásamt lykilstjórnendum og skapað sýn,traust, innblástur og bjartsýni á framtíðina.  Á þessum tíma hefur starfsánægja og menning vaxið og dafnað og liðsheildin orðin enn þéttari en fyrr, þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 

Undir hans forystu hefur fyrirtækið lagt mikla áherslu á fræðslu og þjálfun starfsfólks en fyrirtækið hlaut Menntaverðlaun atvinnulífsins 2023 fyrir framúrskarandi fræðslustarf sem er til marks um skýra stefnu og metnað fyrir stöðugri þróun og umbótum fræðslumála.

Hann hefur einnig nýtt verkfræðilegan bakgrunn sinn á framsækinn hátt og þannig eflt mannauðsmál félagsins með gagnagreiningu og rauntímaviðbrögðum. Með skýrri sýn, metnaði og nýtingu gagna hefur hann byggt upp sterkt mannauðssvið sem hefur leitt til bættrar starfsánægju og bættrar rekstrarlegrar afkomu.

Hann er stefnumiðaður og árangursdrifin og hefur einstakan hæfileika til að skapa öfluga liðsheild, er hvetjandi og sanngjarn, og hefur hugrekki til að fara nýstárlegar leiðir í stjórnun. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 til millistjórnanda fær Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar Bláa Lónsins.

Millistjórnandi ársins 2025 
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa Lóninu

Stjórnandinn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og lauk mastersprófi í fjármálum frá Háskólanum í Reykjavík árið 2008 eftir um áratuga starf hjá Icelandair við ýmis stjórnendastörf.

Það má segja um stjórnandann að hún “eflist við hverja raun”, en hún starfaði sem fjármálastjóri og síðar framkvæmdastjóri VR á tímum fjármálahrunsins, var framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar þegar greinin var að slíta barnsskónum með tilheyrandi vaxtaverkjum. Árið 2018 hóf hún störf hjá fyrirtælinu sem hún starfar hjá í dag þar sem krefjandi aðstæður síðustu ára m.a. vegna Covid19 og nú jarðhræringanna á Reykjanesi hafa verið áskorun. Við slíkar aðstæður hefur þrautseigja og stefnufesta stjórnandans, sá hæfileiki að stíga fram við erfiðar aðstæður, ósérhlífni og leiðtogahæfni haft mikið að segja.

Það er einnig sagt um stjórnandann að hún sjái tækifæri í öllum aðstæðum – “sé í raun aldrei betri en í góðri krísu”. Með bjartsýnina að vopni, markmiðin skýr, kjark og visku hefur hún tekist á við hvert verkefnið á fætur öðru svo eftir hefur verið tekið.

Stjórnandinn fer í dag, fyrir rekstri fyrirtækisins (Bláa Lónsins í Svartsengi) sem og öðrum rekstrareiningum félagsins um landið. Hún stýrir einnig sölu og þjónustumálum félagsins.

Markmið hennar, rétt eins og annarra stjórnenda fyrirtækisins (Bláa Lónsins), hefur verið síðustu misseri, að halda sjó, tryggja rekstur og þjónustugæði á sama tíma og haldið sé vel utan um mannauðinn. Niðurstöður reglubundinna mælinga sýna að ánægja viðskiptavina sem og starfsánægja starfsfólks eru með þeim hæstu á landinu og hafa þær haldist áfram háar þrátt fyrir krefjandi aðstæður síðastliðna mánuði.

“Hún treystir fólki” er það sem nefnt hefur verið sem einkennandi fyrir stjórnunarstílinn. En einnig, að reglubundin, opin og markviss upplýsingagjöf hennar sem og uppbyggileg endurgjöf til starfsmanna hafi reynst vel. En í grunninn skipti þó mestu hvernig hún leggur sig  fram við að vera góður liðsfélagi og fyrirmynd.

Þetta er stjórnandi sem við þekkjum orðið öll sem andlit fyrirtækins eftir raunir síðustu ára.

Það er með ánægju sem það tilkynnist að Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 til millistjórnanda fær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, markaðs- og vöruþróunarmála hjá Bláa Lóninu.

 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 fyrir frumkvöðlastarf eru að þessu sinni veitt til sjö einstaklinga sem standa að baki þriggja ólíkra lausna sem allar hafa náð eftirtektarverðum árangri, en eiga það þó allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila.

Frumkvöðlar ársins 2025 stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson

Fyrstu verðlaunin í þessum flokki eru sameiginlega veitt til þriggja stofnenda fyrirtækis sem náð hefur einstökum árangri hér heima og erlendis í sölu matvöru án viðbætts sykurs.

Einn þeirra (Garðar Stefánsson) útskrifaðist með BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og meistaragráðu í markaðs- og nýsköpunarfræðum frá Árósaháskóla í Danmörku árið 2011.

Hann hefur verið forstjóri fyrirtækisins frá upphafi og stýrir stefnumótun, daglegum rekstri, vöruþróun, sölu og sókn þess á erlendri grundu. Nýlega flutti hann ásamt fjölskyldu sinni til Austin í Texas, til að vinna að að áframhaldandi vexti fyrirtækisins í Bandaríkjunum og á alþjóðlegum mörkuðum. 

Annar þeirra (Jóhann Ingi Kristjánsson) lauk BSc námi í viðskiptafræði frá City University of London og hlaut MSc gráðu í fjármálum frá Imperial College London. Að loknu námi starfaði hann hjá Glitni í London til ársins 2008 þegar hann flutti aftur heim til Íslands.

Frá heimkomu hefur hann setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á sviði heilbrigðis & lýðheilsu, vörustýringar, fjártæknilausna, upplýsingatækni, fasteignaþróunar og smásölu.

Þriðji þeirra (Agnar Lemack) hóf ungur störf við auglýsingagerð og hönnun, en samhliða vinnu nam hann viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík og sótti námskeið og styttri námseiningar innanlands og utan. Hann tók þátt í að gangsetja Iceland Airwaves hátíðina um aldamótin og kom einnig að fjölmörgum verkefnum á sviði tónlistar og menningar. Árið 2003 stofnaði hann við annan mann auglýsingastofu sem í dag heitir Aton. Hann var einn stofnenda Plain Vanilla leikjafyrirtækisins og hefur auk þess komið að ýmsum öðrum nýsköpunarverkefnum. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja.

Fyrir 10 árum stofnuðu þremenningarnir fyrirtækið sem sérhæfir sig í að þróa og markaðssetja sykurlausar vörur. Á síðustu árum hefur fyrirtækið náð eftirtektarverðum árangri á Bandaríkjamarkaði með sykurlausum sultum, súkkulaðismyrju og hnetusmjöri. Á bandaríska sultumarkaðnum keppa heil 609 vörumerki um hylli neytenda. Frá því að sulturnar frá þeirra komu á þarlendan markað árið 2020 hefur fyrirtækinu tekist að vinna sig upp í að vera 15 stærsta sultuvörumerki landsins, ef miðað er við sölu í Bandaríkjadölum og frá þeim tíma verið hraðast vaxandi sultumerkið á Bandaríkjamarkaði.

Vörur fyrirtækisins fást nú í fleiri en 6.500 verslunum þar í landi og samið hefur verið um 3.200 staðsetningar til viðbótar það sem af er ári. Þar á meðal eru verslanakeðjurnar Walmart, Costco og Fresh Market. Að auki selur fyrirtækið vörur sínar til 30 landa í Evrópu, Asíu og S-Ameríku.

Fyrirtækið er með skrifstofur í Reykjavík og Austin Texas og hjá því starfa 14 starfsmenn.

Sérstaðan felst í því að vörurnar eru bæði hollari en sykraðar vörur á markaðnum og eru góðar á bragðið. Þær eru góðar fyrir þig og góðar á bragðið – og þaðan er nafnið fyrirtækisins dregið. Það er með ánægju sem það tilkynnist að fyrsta viðurkenning Stjórnvísi árið 2025 fyrir frumkvöðlastarf hljóta fyrstir þeir Garðar Stefánsson, Jóhann Ingi Kristjánsson og Agnar Lemack stofnendur Good Good.

 

Frumkvöðlar ársins 2025 stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson.

Önnur verðlaun í þessum flokki eru veitt til frumkvöðla sem eru gamlir skólafélagar úr barnaskóla. Þeir settust niður á kaffihúsi árið 2018, þá 45 ára gamlir, og ræddu um hvað þeir vildu verða þegar þeir yrðu fullorðnir. Þá höfðu þeir starfað á fjármálamarkaði um langt skeið.

Þeir höfðu séð nýbanka spretta upp í Evrópu og hugsuðu með mér hvers vegna þetta væri ekki að gerast hér á landi.

Þegar þeir hófu undirbúning að því að láta þessa hugmynd verða að veruleika komust þeir að því að það var hægara sagt en gert að finna fjárfesta. Þeir komu alls staðar að lokuðum dyrum og fengu fleiri en fjörutíu „nei“ og nærri tuttugu ástæður fyrir því hvers vegna þetta myndi aldrei ganga upp.

Menn sögðu meðal annars að Fjármálaeftirlitið myndi aldrei leyfa nýjum banka að fara af stað og að þeir hefðu ekki eina einustu hugmynd um hversu dýrt væri að búa til bankaapp. Síðan var bent á þetta væri alltof flókið ferli enda væri hver banki með um 900 starfsmenn þrátt fyrir að hafa skorið niður í starfseminni. Þeir fengu einnig að heyra að kannanir sýndu að fólk væri líklegra til að skilja við makann sinn heldur en að skipta um banka! 

Þeir félagar létu þetta ekki stoppa sig og fengu fyrir rest öfluga fjárfesta að baki sér sem og fært hugbúnaðarfólk til samstarfs við sig. Bankinn fékk starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands í febrúar 2022 og opnaði formlega á veltureikninga fyrir almenning í lok janúar 2023. Í kjölfarið opnaði bankinn á sparireikninga og hefur nú nýlega hafið innreið sína á útlánamarkað. Í dag er bankinn með meira en 76 þúsund viðskiptavini. Stór hluti þeirra notar bankann sem sinn launareikning og er hann með um 15% hlutdeild af allri debetkortaveltu og er því orðið alvöru afl á fjármálamarkaði.

Gaman er að segja frá því að fyrirtækið er sigurvegari Íslensku ánægjuvogarinnar 2024, ekkert fyrirtæki mældist með hærri ánægju viðskiptavina.

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með þessum brautryðjendum sem ráðast svo sannarlega ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Heldur fara inn á rótgróinn markað með nýja hugsun og nýjan valkost fyrir neytendur. Í öllum atvinnugreinum er holt að skoða hvort tækifæri séu til staðar til að gera hlutina með öðrum, skilvirkari og hagkvæmari leiðum með hagsmuni neytenda að leiðarljósi.

Þetta hefur þessum frumkvöðlum tekist að gera með sínum fyrstu skrefum á markaði. Áhugavert verður að fylgjast með hvernig þeirra innkoma á markað mun hafa áhrif til framtíðar.

Það er með ánægju sem það tilkynnist að önnur viðurkenning Stjórnvísi árið 2025 fyrir frumkvöðlastarf hljóta þeir Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson stofnendur Indó.

 

Frumkvöðlar ársins 2025 stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason.  (Á móti viðurkenningunni tóku móðir Írisar Evu og bróðir Mathieu)

Þriðju verðlaunin í flokki frumkvöðla eru veitt til tveggja einstaklinga sem búið hafa til stærðfræði námskerfi sem sameinar námsleik, námsbók og upplýsingakerfi til þess að gera stærðfræðinám skemmtielgra og árungursríkara. Lausnin er hágæða námsleikur sem stenst samanburð við það skemmtiefni sem börn sækjast í þar sem nemendur eru í opnum ævintýraheimi að safna dýrum og leysa verkefni með því að svara stærðfræðidæmum rétt.

Reikniritið á bakvið námskerfið aðlagar erfiðleikastigið að getu hvers nemenda byggt á sex sálfræðikenningum, en aðferðafræðin var þróuð í gegnum þverfaglegar rannsóknir. Kennarar fá rauntímayfirsýn yfir námsframvindu nemenda sinna sem hjálpar þeim að veita snemmtæka íhltun og einstaklingsmiðaða aðstoð. Lausn fyrirtækisins er notuð í fimm heimsálfum og er í hröðum vexti, en námskerfið var á síðasta ári valið besta stærðfræði námsefnið á yngsta stigi á alþjóðlegu menntatækniráðstefnunni BETT.

Annar frumkvöðullinn (Íris E. Gísladóttir) er jafnframt rekstrarstjóri fyrirtækisins. Hún hefur fjölbreyttan bakgrunn í listum og viðskiptum, með nám í hönnun, frumkvöðla- og viðskiptafræði frá Tækniskólanum, Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík. Vegna fjölbreyttrar og þverfaglegrar þekkingar þessa frumkvöðuls er viðkomandi í hópi fremstu sérfræðinga heims á sviði hönnunar og innleiðingu á hágæða námsefni og þeim áskorunum sem menntakerfi standa frammi fyrir. Hjá fyrirtæki sínu hefur viðkomandi meðal annars séð um útfærslu, hönnun og innleiðingu námsefnis sem nú er notað í fimm heimsálfum í fjölmörgum löndum með ólíkar aðalnámskrár, menningu og rekstrarumhverfi. 

Frumkvöðullinn var einn af stofnendum ungliðahreyfingu Félags Kvenna í Atvinnulífinu, með það að markmiði að styðja enn frekar við ungar konur sem eru að taka sín fyrstu skref í atvinnulífinu og efla þær sem stjórnendur og frumkvöðlar framtíðarinnar.

Frumkvöðullinn er einn af stofnendum Samtaka menntatæknifyrirtækja á Íslandi (Icelandic Edtech Industry) sem stofnuð voru 2022, þar sem viðkomandi hefur leitt samtökin sem formaður. Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni fyrir íslenskt menntakerfi og samfélag

Það er óhætt að segja að eldmóður þessa frumkvöðuls og kraftur fyrir jákvæðum breytingum í íslensku samfélagi hafi drifið viðkomandi áfram í vegferð fyrirtækisins. Nú hefur þessi eldmóður fyrir jákvæðum breytingum breiðst út um allan heim og er að umbylta stærðfræðinámi barna í sumum af fátækustu svæðum sem til eru, ríkustu, og allt þar inn á milli.

Hinn frumkvöðullinn (Mathieu G. Skúlason) er meðstofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann er með þverfaglegan bakgrunn í hugbúnaðargerð, sálfræði, rannsóknum, frumkvöðlastarfi og hönnun. Þessi frumkvöðull hóf vegferð sína við að byrja að kenna sjálfum sér forritun aðeins 15 ára til að fjármagna flugnámið sitt. Tveimur árum síðar gaf hann út sinn fyrsta tölvuleik í gegnum App Store sem var þá nýverið búið að líta dagsins ljós.

Á næstu árum stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki í hugbúnaðargerð samhliða menntaskólanámi og svo síðar BSc náminu sínu í tölvunarstærðfræði við Háskólann í Reykjavík. Að því loknu sótti hann MSc nám í París þar sem hann lærði hugbúnaðargerð og viðskipti við EISTI skólann í París en fluttist stuttu síðar á ný til Íslands í Aperio námskerfið við Háskólann í Reykjavík sem stóð til boða handvöldum nemendum skólans. Þar stundaði hann þverfaglegar rannsóknir í tölvunarfræði, sálfræði og leikjafræðum næstu 4 ár. Aperio var hannað fyrir framúrskarandi nemendur sem höfðu getu og hæfni til að fara í gegnum sérsniðið nám sem hugsað er út fyrir hinn akademíska ramma og stunda sjálfstæðar rannsóknir undir handleiðslu leiðbeinenda, kennara og fræðimanna. Rannsóknirnar og reynslan í Aperio námskerfinu leiddu að stofnun fyrirtækisins sem nú er að umbylta stærðfræðinámi barna úti um allan heim með nýstárlegri nálgun sinni á stærðfræðinám.

Frumkvöðullinn hefur jafnframt setið í stjórn menntatæknisamtaka Norðurlandanna (e. Nordic Edtech Forum, frá árinu 2022.

Það sem hefur alla tíð drifið þennan frumkvöðul í fjölbreyttri vegferð sinni er að sameina og nýta þverfaglega þekkingu í gegnum tækni, frumkvöðlastarf og rannsóknir, í sambland við óhóflegt magn seiglu, til þess að breyta samfélaginu til hins betra með nýstárlegum hætti.

Það er með ánægju sem það tilkynnist að þriðju viðurkenningu Stjórnvísi árið 2025 fyrir frumkvöðlastarf hljóta hjónin Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G Skúlason.  

Dómnefnd stjórnendaverðlauna Stjórnvísi tók þá ákvörðun að veita sérstök hvatningaverðlaun í ár til aðila sem hafa sem mark sitt á samfélagið með eftirtektarverðri nýsköpun og endurnýjun innan rótgróinna fyrirtækja.

Hvatningarverðlaun Stjórnvísi 2025
Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal

Sá stjórnandi sem hlýtur hvatningaverðlaun Stjórnvísi í ár hefur ástríðu fyrir hönnun og sú ástríða endurspeglast í öllum hans störfum. Hann hefur verið mikilvægur drifkraftur í framgangi hönnunar á Íslandi og lagt sitt af mörkum til að efla skilning og vitund almennings og atvinnulífsins á gildi góðrar hönnunar.

Með grunn í húsgagnasmíði hélt hann til Kaupmannahafnar og nam húsgagnaarkitektúr við Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn. Að námi loknu snéri hann aftur heim til Íslands og stofnaði fljótlega hönnunarverslunina EPAL sem fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Með Epal kynnti hann Íslendingum fyrir fallegri hönnun.

Samhliða rekstri hefur hann þó lagt mikla áherslu á að styðja við íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum þeirra á framfæri og í framleiðslu.

Í gegnum tíðina hefur hann leiðbeint og aðstoðað, tengt saman framleiðendur, hönnuði og annað listafólk, efnt til fjölbreytts samstarfs, skipulagt viðburði og sýningar og sett af stað kynningarátök í opinberu rými um íslenska hönnun, svo fátt eitt sé nefnt.  Hann hefur verið leiðandi í umræðu um hönnun og hvatt opinbera aðila til að standa vörð um íslenska hönnun og framleiðslu í orði jafnt sem borði.

Með áratugalangri elju og framsýnu hugarfari hefur sá sem verðlaunin hlýtur sannað sig sem einn mikilvægasta talsmann hönnunar á Íslandi og er arfleifð hans á því sviði ómetanleg. 

Það er með ánægju sem það tilkynnist að hvatningarverðlaun Stjórnvísi 2025 fær Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal.

 

Hvatningarverðlaun Stjórnvísi 2025
Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi 66°Norður.

Sá stjórnandi sem hlýtur einnig hvatningaverðlaun Stjórnvísi í ár hefur komið víða við í viðskiptalífinu. Hún útskrifaðist sem rekstrarfræðingur frá Tækniháskólanum 1995 og lauk MBA gráðu frá HR 2002, AMP námi frá IESE 2008 og  útskrifaðist úr Havard business school 2020 í sjálfbærni.

Árið 2011 keypti hún ásamt eiginmanni sínum fyrirtæki, sem hún stýrir í dag, með það markmið að  verða leiðandi vörumerki á alþjóða vísu á sínu sviði. . Markmiðið var að gera, vörumerki fyrirtækisisn, 66°Norður, að alþjóðlegu vörumerki.  Á þessum tíma kenndi hún vörumerkjastjórnun í HR og saknaði þess að geta ekki vitnað í íslenskt neytendavörumerki sem hefði náð alþjóðlegum árangri. (Fannst þó að 66°Norður hefði burði til að vera það vörumerki frá Íslandi.)

Þegar tækifæri gafst til að leiða fyrirtækið og vörumerki þess (66°Norður) var því eins og draumur væri að rætast. Spurningin var bara: Hvernig byggir þú upp alþjóðlegt neytendavörumerki frá litla Íslandi, með litinn heimamarkað og  aðal atvinnuvegir 2011 voru  fisk og orkuiðnaður. Starfið fólst því líka í að byggja upp innviði á Íslandi í hönnun, fataframleiðslu og þekkingu til að byggja upp fatamerki utanlands. 

Stefnan var tekin á að byrja á að fjárfesta í vörumerkinu hér á Íslandi; að hennar mati myndi vörumerkið aldrei ná alþjóðlegri athygli nema það væri með sterka stöðu á heimamarkaði. Þessu fylgdu fjárfestingar í hönnun, markaðssetningu og nýjum verslunum á Íslandi. Búðir voru endurnýjaðar og eða færðar á nýjar staðsetningar.

Með það markmið að leiðarljósi að byggja vörumerkið upp á alþjóðlegum vettvangi var ljóst að félagið þyrfti að fá til liðs við sig sterkan alþjóðlegan fjárfesti sem væri með skilning á því hvað þyrfti til að byggja upp alþjóðlegt vörumerki. Það tókst.

Frá því fyrirtækið opnaði sína fyrstu verslun utan landssteinanna í Kaupmannahöfn hefur fyrirtækið (66°Norður) unnið vörulínur í samstarfi við heimsþekkt vörumerki (eins og GANNI.)

(66°Norður) Vörumerkið sem stjórnandinn leiðir er eitt fárra vörumkerkja sem státa af samfelldri 100 ára sögu, sögu sem á sama tíma er samofin þeim áskorunum sem Íslendingar hafa tekist á við síðustu öld (frá því að vera sjóstakkur 1926, björgunarsveitarfatnaður 1928 yfir í að þróast í að vera skjólfatnaður okkar íslendinga til dagsins í dag.) (66°Norður) hefur rekið eigin verksmiðjur og viðgerðarstofu frá stofnun, sem mjög fá vörumerki gera. Sú sem verðlaunin hlýtur samdi og innleiddi sjálfbærnisstefnu fyrirtækisins (66°Norður).

Að taka vörumerki með áratugasögu og gera það viðeigandi í dag fyrir fólk á öllum aldri á alþjóðlegum mörkuðum er ekki sjálfgefið. Slíkt krefst þess að þú hafir skýra langtímasýn, kjark og úthald.

Fortíð okkar Íslendinga byggir að stórum hluta á auðlindum Íslands en verðmætustu fyrirtæki Evrópu í dag byggja á hugviti og (tvö af) verðmætustu fyrirtækjum (álfunar) byggja á vörumerkjum. Sú sem verðlaunin hlýtur er með metnað og lantímasýn til að ná slíkum árangri.  

Með veitingu þessara verðlauna viljum við bæði vekja athygli á þeirri mögnðu vinnu og úthaldi sem Bjarney og hennar teymi hefur innt af hendi ásamt þeirri skýru sýn sem Bjarney hefur haft fyrir vörumerkið (66°Norður.)

Það er með ánægju sem það tilkynnist að hvatningarverðlaun Stjórnvísi 2025 fær Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri og eigandi 66°Norður. 

 

Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2025:

Agnar Tryggvi Lemacks, stofnandi Good Good

Agnar Þorláksson, þjónustustjóri bílamála hjá Íslandspósti

Andri Dan Traustason, CFO og deputy CEO PCC BakkiSilicon

Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi

Anna Þóra Jóhannsdóttir, yfirmaður lögnnheimtu Motus

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Travel Connect

Ásdís Virk Sigtryggsdóttir, framkvæmdastjóri reksturs hjá DTE

Áslaug Harpa Axelsdóttir, forstöðumaður vörustjórnunar Coca-Cola á Íslandi

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi

Ásgeir Vísir, stofnandi Smitten  

Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður kennslumiðstöðvar hjá Háskólanum á Akureyri.

Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar

Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar hjá Isavia ohf.

Bartosz Glazowski, rekstrarstjóri sorphirðu Íslenska Gámafélagsins

Benedikt Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Lauf Cycles

Birkir Jóhannsson, forstjóri TM

Bjarney Harðardóttir, meðeigandi og stjórnandi hjá 66North

Bjarni Örn Kærnested, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá Isavia

Björg Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri BHM

Björn Björnsson, framkvæmdastjóri upplýsingasviðs Arion banka hf.

Björn Ragnarsson, forstjóri Ferðaskrifstofunnar Icelandia

Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri  klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu Landspítalans

Brynhildur Guðmundsdóttir, sviðsstjóri þjónustu og ræstingar hjá Dögum hf.

Brynja Guðjónsdóttir, markaðsstjóri hjá Orkunni IS

Brynja Ragnarsdóttir, forstöðukona þjónustu hjá Veitum

Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia ohf.

Dagný Dögg Franklínsdóttir, forstöðumaður viðskiptastýringar Creditinfo

Davíð Símonarson, stofnandi Smitten  

Einar Bjarnason, gæða-og verkefnatjóri Límtré Vírnet

Elín Björg Ragnarsdóttir, fiskistofustjóri hjá Fiskistofu

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni

Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal

Eva Georgs Ásudóttir, sjónvarpsstjóri hjá Sýn.

Fanney Björk Frostadóttir, lögfræðingur yfirstjórnar og fjármálastjóri  Héraðssaksóknara

Freyja Leópoldsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og sjálfbærni Krónunnar

Garðar Stefánsson, stofnandi Good Good

Gestur Kolbeinn Pálmason, markþjálfi hjá complete Coherence Ltd

Gróa Björg Baldvinsdóttir, framkvæmdarstjóri sjálfbærni og menningar Terra

Guðberg Björnsson, stofnandi Lauf Cycle

Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Ausurlands

Guðjón Óskar Kristjánsson, deildarstjóri fasteigna, húskerfa og svæða hjá ON

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets

Guðmundur Ingi Þorsteinsson, framkvæmdastjóri sölu og þróunar Orkunnar IS

Guðný Benediktsdóttir, gæða-og mannauðsstjóri Fagkaupa

Guðrún Finnsdóttir, Human Resource Business Partner NOVA

Guðrún Inga Guðlaugsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Securitas

Guido Siebers, Academy Manager JBT Marel

Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hafdís Huld Björnsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Rata

Hákon Steinsson, framkvæmdastjóri Lyfjavers

Halldór Guðni Traustason, tæknistjóri PCC BakkiSilicon

Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins

Harpa Hödd Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs-og samskiptasviðs Eimskips

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Landsvirkjunar

Haukur Skúlason, stofnandi og framkvæmdastjóri Indó

Heiðar Lind Hansson, fagstjóri gagnaskila og eftirlits hjá Þjóðskjalasafni Íslands

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins

Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Hornsteins

Helga Halldórsdóttir, forstöðumaður mannauðs hjá Arion banka

Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra rannsókna og nýsköpunar OR

Hildur Hörn Daðadóttir, forstöðumaður rekstrarsviðs Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Hörður Ingi Þorbjörnsson, mannauðsstjóri Orkunnar

Inga Dís Richter, framkvæmdastjóri sölu-og markaðsmála hjá Icelandia

Inga Hrund Arnardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar IS

Ingibjörg Jónsdóttir, mannauðsstjóri hjá Sæplast/Rotovia

Ingibjörg Kolbeinsdóttir, markaðs-og sölustjóri Lyfjavers

Ingunn Hjaltalín Ingólfsdóttir, Operations Managers Cruise Service hjá Iceland Travel

Íris E. Gísladóttir, stofnandi Evolytes

Íris Dögg Harðardóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðissþjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Jóhann Ingi Kristjánsson, stofnandi Good Good

Jóhann Ingi Magnússon, deildarstjóri sölu- og þjónustu ON

Jón Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri fasteigna-og umhverfissviðs Hörpu  

Karl Ágúst Matthíasson, stofnandi DTE

Kolbrún Halldórsdóttir, forstöðukona UT hjá Vegagerðinni

Kristján M. Ólafsson, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustu hjá ÁTVR

Lilja Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Straums greiðslumiðlun hf.

Lýður Skúlason, sviðsstjóri orku og umhverfissviðs HD ehf

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes ehf.

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi PayAnalytics

Margrét Tryggvadóttir, skemmtanastjóri og forstjóri NOVA

Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarstjóri á heilsugæslustöð Selfossi

Mathieu G. Skúlason , stofnandi Evolytes

Oddný Sófusdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs Distica

Ólafur Daníelsson, framkvæmdastjóri þróunar og framkvæmda hjá FSRE

Ólafur Kári Júlíusson, mannauðsstjóri DTE ehf.

Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum

Óskar Jörgen Sandholt, sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs hjá Reykjavíkurborg

Perla Ösp Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar

Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi hönnunarmerkisins Fólk Reykjavík

Róbert Wessmann, forstjóri Alvotech

Rúna Vigdís Guðmarsdóttir, forstöðukona landsskrifstofu Erasmus+ Rannís

Runólfur Þór Ástþórsson, framkvæmdastjóri VSÓ ráðgjöf

Sigríður Ósk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri umhverfis- og gæðasviðs Eignarhaldsfélagsins Hornsteins

Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar Bláa Lónsins

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs Stætó bs.

Steinunn Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá Verði

Svanbjörn Thoroddsen, sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG

Sveinn Hinrik Guðmundsson, stofnandi DTE

Sæunn Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og vörustýringar hjá Controlant

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar

Svævar Sigurðsson, forstöðumaður sölu á matvöumarkaði Coca-Cola á Íslandi. 

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Kara Connect

Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, stofnandi og framkvæmdastjóri Öldu

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf.

Trausti Björn Ríkharðsson, þjónustustjóri BL ehf.

Trausti Harðarson, stofnandi og starfandi stjórnarformaður hjá Ceo Huxun

Tryggvi Björn Davíðsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Indó

Tryggvi Gunnar Teitsson, afgreiðslustjóri vöruafgreiðslu hjá Distica

Vaka Ágústsdóttir, mannauðsstjóri IKEA

Vífill Ingimarsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Orkunnar IS

Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands

Þór Sigfússon, stjórnarformaður og stofnandi Sjávarklasans

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?