2
apr.
2024
2. apr. 2024
09:00 - 09:45
/
TEAMS
Linkur hér
Stjórnendamarkþjálfun – valdefling stjórnenda með verkfærum markþjálfunar
Hvers vegna örugg tengsl svona mikilvæg í okkar nútímasamfélagi?
Hvernig nýtist markþjálfun sem tæki til að valdefla stjórnendur?
Hvaða mismunandi leiðir er hægt að nýta í nýtingu markþjálfunar í fyrirtæki?
Hvaða tengsl eru á milli öflugra spurninga, hlustunar og virkni starfsmannaþ?
Þessar spurningar mun Guðrún Snorra, PCC stjórnendamarkþjálfi ,leitast við að svara á örfyrirlestri um valdeflingu stjórnenda með verkfærum markþjálfunar.
Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.
Guðrún Snorradóttir, PCC stjórnendamarkþjálfi, hefur víðtæka reynslu af því að nota verkfæri markþjálfunar og jákvæðrar sálfræði, bæði hér heima og erlendis. Hún er með MSc í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði frá Anglia Ruskin háskólanum í Cambridge auk þess að vera vottaður PCC stjórnendamarkþjálfi frá International Coaching Federation. Sérsvið Guðrúnar er þjálfun á færni leiðtoga til framtíðar. Má þar nefna þrautseigju, tilfinningagreind, nýtingu styrkleika, leiðir til að skapa aukið traust og sálrænt öryggi , ásamt nýtingu markþjálfunar í margvíslegum samtölum við starfsmenn og viðskiptavini.
Linkur hér