Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
ICF Iceland félag markþjálfa hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum Stjórnvísi sérstök kjör á Markþjálfunardaginn 2019, sem haldinn er á Hilton hótelinu þann 24. janúar kl. 13.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Tveir erlendir fyrirlesarar ásamt fjórum íslenskum munu halda fyrirlestur á ráðstefnunni, sjá neðar.
Að gefnu tilefni hefur verið útbúinn viðskiptavina-hlekkur:
https://tix.is/is/specialoffer/t5fpx3f36aclm/
Hlekkurinn er í gildi til fimmtudags 17. janúar eða á meðan miðar endast en takmarkað framboð er á þessum kjörum.
Markþjálfunardagurinn 2019 snýst um markþjálfun til árangurs, áhrifa og arðsemis. Ég vona að þú getir nýtt þér miðana og komið á Markþálfunardaginn 2019. Þú mátt endilega nýta linkinn fyrir þá sem þú vilt taka með þér og bjóða þeim að kaupa miða á sérstökum kjörum.
Stjórnvísi vekur athygli á markþjálfunardeginum 2019 sem er á vegum ICF Iceland.
Yfirskrift dagsins í ár er: Markþjálfun til árangurs, áhrif og arðsemi – í dag, á morgun og til framtíðar.
Frekari upplýinsgar um Markþjálfunardaginn er á heimasíðu félagsins: https://icf-vidburdir.webflow.io/
Miðasala er hafin! https://tix.is/is/event/7236/mark-jalfunardagurinn-2019/
Markþjálfunardagurinn verður haldinn í sjöunda sinn á Hótel Nordica, þann 24 janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs.
Hvaða áhrif hefur markþjálfun á menningaráskorunina sem blasir við í stafrænum heimi? Hvernig gagnast markþjálfun til þess að takast á við sívaxandi kröfur á tímum hraðra breytinga í viðskiptaumhverfinu? Hvaða áhrif hefur markþjálfun á árangur og arðsemi? Hvernig er hægt að nýta kraft samfélagsmiðla og markþjálfun til þess að hafa jákvæð áhrif?
Fyrirlesarar í ár eru þau:
Örn Haraldsson, PCC markþjálfi, Kolibri.
Olga Björt Þórðardóttir, markþegi og ritstjóri Fjarðarpóstsins.
John Snorri Sigurjónsson, fjallagarpur.
Alda Karen Hjaltalín, markaðssérfræðingur.
Tveir erlendir gestafyrirlesarar eru á meðal fyrirlesara í ár, þau Nathalie Ducrot og Guy Woods.