VIRK Guðrúnartún 1 (áður Sætún) 4. hæð, kaffistofa
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Oft heyrist sagt að við eigum að vera besta útgáfan af sjálfum okkur og því sé svo gagnlegt að þekkja styrkleika sína. Við eigum að einblína á þá, nýta þá betur og hætta að velta okkur uppúr veikleikunum – sem við þekkjum þó oftast mun betur. Það er minna rætt um það að þegar við ofnýtum styrkleika geta þeir jafnvel dregið úr okkur lífsgleði og kraft. Vannýttir styrkleikar bíða hins vegar eftir því að vera virkjaðir okkur til heilla og hamingju. Eitt af því sem jákvæða sálfræðin boðar einmitt er að það að nýta styrkleika á nýjan hátt getur aukið hamingju okkar.
Almenningur hefur aðgang að nokkrum styrkleikaprófum á netinu, á þessum viðburði verður eitt þeirra, Strengths Profile, kynnt til sögunnar. Strengths Profile býður upp á styrkleikamat fyrir einstaklinga og teymi. Það gefur auga leið að það að hafa yfirsýn yfir styrkleika teymis getur gagnast á ýmsan hátt, til dæmis bætt afköst og anda.
Viðburðurinn er hugsaður fyrir þá sem vilja hagnýta eigin hestöfl sem best og fá sem mesta ánægju út úr deginum. Einnig tilvalið fyrir stjórnendur til að kynna sér hvernig styrkleikamatið geti hámarkað árangur í teymisvinnu.
Ragnhildur og Ágústa Sigrún eru mannauðsráðgjafar og ACC markþjálfar hjá Zenter. Þær nýta Strengths Profiler við markþjálfun og í vinnu með einstaklingum eða teymum. Helsti styrkleiki Ragnhildar skv. Strength Profiler er kímnigáfa og Ágústa hefur hugrekki í efsta sæti.
Þátttakendum býðst að fá styrkleikamat og endurgjöf í tengslum við viðburðinn á sanngjörnu verði.