Ánægjuvogin 2013

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013

Þann 28. febrúar 2013 voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 kynntar og er þetta fimmtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 21 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöðurnar á 200-1300 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.

Sú breyting var gerð á fyrirkomulagi í ár að einungis var afhent viðurkenning til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en þess með næst hæstu einkunnina. Í ár var því afhent viðurkenning í tveimur flokkum; raforkumarkaði þar sem HS orka fékk viðurkenningu með 62,9 stig af 100 mögulegum og farsímamarkaði þar sem Nova var með marktækt hæstu einkunnina, 72,6 stig. Ekki voru afhentar viðurkenningar á bankamarkaði, tryggingamarkaði, í flokki olíufélaga eða fyrir sigurvegara ársins, en ÁTVR mældist með hæstu einkunnina í ár, 74,1, sem reyndist ekki tölfræðilega marktækt hærri en einkunn Nova, sem var næsthæst. Einkunnir allra birtra fyrirtækja í hverri atvinnugrein má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Bankar Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
Íslandsbanki 64.6 60.1
Landsbankinn 62.3 62.9
Arion banki 57.7 56.4
Tryggingafélög Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
TM 69.0 69.0
Vörður 66.7 67.2
Sjóvá 65.1 63.2
VÍS 64.4 62.1
Raforkusala Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
HS Orka 62.9 62.1
Orkuveita Reykjavíkur 57.9 54.4
Orkusalan 53.4 47.4
Farsímafyrirtæki Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
Nova 72.6 71.6
Síminn 62.8 60.7
Vodafone 58.9 62.2
Olíufélög Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
Atlantsolía 68.8 68.8
Shell 67.6 Ekki mælt
Olís 67.4 64.8
Orkan 67.0 64.5
ÓB 66.4 66.4
N1 63.8 62.5
Smásala á áfengi Ánægjuvog 2013 Ánægjuvog 2012
ÁTVR 74.1 71.1

Athygli er vakin á siða- og viðmiðunarreglum um notkun á merki Íslensku ánægjuvogarinnar sem einnig voru kynntar þann 28. febrúar:

  • Merki Íslensku ánægjuvogarinnar er í eigu félagsins Íslenska ánægjuvogin. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Capacent ehf., Samtaka iðnaðarins og Stjórnvísis.
  • Þau fyrirtæki sem nafngreind eru í mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar mega nota merkið í auglýsingum og kynningarefni að því gefnu að upplýsingar um niðurstöður og framkvæmd séu réttar.
  • Aðeins getur fyrirtæki sagst vera sigurvegari eða með ánægðustu viðskiptavinina á markaði ef ánægjuvogareinkunn þess er marktækt hæsta einkunnin í viðkomandi atvinnugrein. Að jafnaði er tölfræðilega marktækur munur á einkunnum aðeins til staðar ef munurinn nær um 3 stigum á 100 punkta kvarða og er þá miðað við 95% vissu.

Nánari upplýsingar veita Davíð Lúðvíksson hjá SI í síma 5910114/8246114, netfang david@si.is og Vilborg Helga Harðardóttir hjá Capacent Gallup í síma 5401074 / 8601074, netfang
vilborg.hardardottir@capacent.

Upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina má finna á: http://stjornvisi.is/anaegjuvogin

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?