Háskólinn í Reykjavík, stofu M216 Reykjavik University, Menntavegur 1, 102, Reykjavík
Markþjálfun,
Linkur á streymi hér
Teymisvinna er sífellt að verða algengari í fyrirtækjum og félagasamtökum ásamt samvinnu teyma þvert á deildir, skrifstofur og fyrirtæki. Það eru nokkur atriði sem mikilvægt að skoða áður en lagt er af stað í teymisvinnu með teymismarkþjálfa.
Í þessu erindi verður farið yfir „T-in 3“ Teymi, Teymismarkþjálfun og Traust og leitast við að svara eftirfarandi spurningum:
- Hvað teymi er og hvað ekki?
- Hvað felst í teymismarkþjálfun og hvað ekki?
- Hver er ávinningurinn af teymismarkþjálfun?
- Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar þú ræður teymismarkþjálfa?
- Hvað er og hvernig kemur traust inn í þetta?
Fyrirlesarari:
Lilja Gunnarsdóttir er teymismarkþjálfari (Team coach) með vottun frá ICF og EMCC, PCC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og stefnumótun ásamt diplóma í opinberri stjórnsýslu. Lilja er sjálfstætt starfandi teymismarkþjálfi og markþjálfi ásamt því að starfa sem sérfræðingur á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar. Mottó: Lengi getur gott batnað.
Viðburðurinn er haldinn í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegur 1, 102 Reykjavík
Linkur á streymi hér