ÁTVR Stuðlaháls 2, 110 Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Sigrún Gunnarsdóttir fjallar um hvernig nýta má þjónandi forystu sem hugmyndafræði árangursríkrar mannauðsstjórnunar með hliðsjón af ánægju og árangri starfsfólks. Kynningarerindi í samstarfi við Þekkingarsetur um þjónandi forystu.
Erindi Sigrúnar frá 1. mars um Markþjálfun og snertifleti hennar við þjónandi forystu var mjög vel tekið og nú ber hún saman þjónandi forystu og mannauðsstjórnun.
Sigrún er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.