“Púkarnir okkar”
Má bjóða þér að koma í skemmtilega hugarfarseflingu?
Kynning á hugarfarsþjálfun sérstaklega ætluð stjórnendum fyrirtækja og starfsmönnum mannauðssviða
Ef þú ert vel á þig kominn líkamlega getur þú farið upp brattar brekkur án líkamlegs álags. Á sama hátt getur þú betur tekist á við allar þær áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða ef þú ert í andlegu jafnvægi. Það að stunda líkamsrækt byggir upp vöðva líkamans en vissir þú að einnig er hægt að þjálfa heilahvelin; „vöðvana“ í heilanum á markvissan hátt?
Eftirfarandi niðurstöður samkvæmt rannsóknum sýna fram á að:
- Sölufólk selur 37% meira
- Teymi vinna 31% betur saman
- Þú verður þrisvar sinnum meira skapandi
- Þú getur lifað 10 árum lengur
- Streitustigið lækkar hjá þér og þú verður hamingjusamari
Okkur hjá Gift For Lifetime er ánægja að geta boðið upp á fjögurra stunda vinnustofu á Íslandi sem mun gefa þér skilning á svokölluðu PQ kerfi fyrir jákvæða hugarfarsþjálfun sem er ætluð bæði einstaklingum og teymum fyrirtækja. Þessi einfalda aðferð við þjálfun hugans hefur verið að riðja sér til rúms um allan heim þar sem starfsmenn fyrirtækja þurfa nú oftar að vinna heima og halda fjarstýrða fundi. PQ kerfið hjálpar starfsmönnum við að leysa úr ágreiningi á auðveldan hátt, takast á við streitu, efla framleiðni og afköst og fyrirbyggja neikvæðar tilfinningar og hugsanir. Með einfaldri aðferð má þróa með sér betri hæfni til að takast á við flókin starfsmannamál og styrkja jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.
Við erum öll með litla púka á öxlunum og með því að læra að skilja púkana okkar og þjálfa hugann með einföldum og skemmtilegum æfingum getum við virkjað betur hægra heilavelið, en það er sá staður heilans sem skynjar jákvæðar tilfinningar eins og sköpun, kærleika og framkvæmdargleði. Við stöndum okkur mun betur í lífi og starfi og verðum hamingjusamari fyrir vikið.
Af hverju er mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja og starfsmenn í mannauðsstöðum að taka þátt í svona vinnustofu?
- Í dag eru mannauðsmál að þróast mjög hratt og hafa þau einnig tekið miklum stakkaskiptum í kjölfar þess ástands sem geysar í heiminum í dag. Núna er enn frekari ástæða til að leggja meiri áherslu á gildi og afköst starfsmanna og þeirra félaslegu aðstæður og er hugarfarsefling nauðsynlegur þáttur í þeim efnum
- Samkvæmt Sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna er mikilvægi sjálfbærrar mannauðstjórnunar hjá fyrirtækjum skýr. Áherslan í þróun mannauðsmála í heiminum fyrir árið 2020 var á nám, starfsreynslu og mikilvægi persónulegra heilsu- og vellíðunaráætlana sem er stór þáttur í PQ hugarfarsþálfuninni
- Með þessari vinnustofu munt þú geta tileinkað þér eiginleika sem nýtast þér jafnt í starfi sem og einkalífi. Þetta er auðveld sjálfskoðun ásamt því að þú munt geta átt betri og dýpri samskipti við fólkið í þínu umhverfi
Það sem þú tekur með þér út í lífið eftir vinnustofuna:
- Þú munt skilja sjálfan þig mun betur og sjá afhverju við hegðum okkur eins og við gerum, hvað liggur að baki þeirra neikvæðu hugsana sem við látum stýra hegðun okkar og hvernig við sjálf getum haft áhrif á þessa þætti og kosið að líða betur
- Þegar öll deildin eða teymið lærir að þekkja sína púka og annarra verður þetta auðveld leið til að starfsfólkið í þínu fyrirtæki geti leyst deilur og áskoranir á mun hagkvæmari, jákvæðari og einfaldari máta því allir eru búnir að læra að tala sama „tungumálið“
- Þú munt öðlast betri færni í stjórnun hugans sem færir þér aukna hamingju í lífi og starfi ásamt því að láta ekki neikvæðar tilfinningar ráða för
Bakgrunnur PQ Kerfisins
PQ kerfið er unnið út frá nýjustu rannsóknum á sviði taugavísinda og hafa orðið skýr tímamót í bæði hugrænni og jákvæðri sálfræði sem og árangursstjórnun (Performance Management). Rannsóknin er undirstaða metsölubókarinnar Positive Intelligence eftir Shirzad Chamine, prófessor við Stanford háskóla.
Frekari upplýsingar um hvaðan þetta sprettur er að finna á https://giftforlifetime.com/welcome
Verð:
9.900,- (verð fyrir einn)
Ef þú ert með hóp þá endilega sendu okkur tölvupóst og við gefum ykkur hópafslátt.Hvar:
Zoom fjarfundur
Hvenær:
8. Apríl frá 13 til 16
Til að skrá sig fylla út þetta form hér eða biðja um frekari upplýsingar vinsamlegast sendið tölvupóst á info@giftforlifetime.com eða Natkahealth@gmail.com
Location:
Date: Vinnustofa, 8 apríl 2021
Time: 13-16