Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020
Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands og formanni dómnefndar.
f.v. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Ísberg eiginkona Helga Hjálmarssonar, Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, og Borghildur Einarsdóttir formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Stjórnunarverðlaunin 2020
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í ellefta sinn 27. febrúar við hátíðlega athöfn á Grand hótel að viðstöddum forseta Íslands. Yfir 50 stjórnendur voru tilnefndir og þrír útnefndir. Fluttur var fyrirlestur sem tengdist þema hátíðarinnar TRAUST. Fyrirlesari var Ragnar Þórir Guðgeirsson stjórnarmaður og ráðgjafi hjá Expectus.
Handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2020 eru:
- Helgi Hjálmarsson stofnandi og framkvæmdastjóri Völku í flokki frumkvöðla.
- Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, öryggis-og gæðastjóri ISAVIA í flokki millistjórnenda.
- Margrét Tryggvadóttir forstjóri NOVA í flokki yfirstjórnenda.
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Einkaleyfastofunnar kynnti niðurstöður dómnefndar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin og flutti ávarp.
Dómnefnd 2020 skipuðu eftirtaldir:
- Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
- Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
- Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
- Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
- Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
- Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
- Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Ritari dómnefndar var Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Yfirstjórnandi ársins 2020
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA.
Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem yfirstjórnandi ársins 2020 tók við leiðtogasætinu í sínu fyrirtæki árið 2018. Það mætti segja að karakter þessa stjórnanda endurspegli menningu fyrirtækisins enda hefur hann sinnt lykilhlutverk í að móta þann árangur, stemningu og gleði sem einkennir fyrirtækið í dag. Leiðtoginn/stjórnandinn hefur starfað hjá fyrirtækinu frá upphafi og fengið fjölbreytta reynslu úr fjölbreyttum störfum.
Yfirstjórnandi ársins er virkilega nútímalegur, drífandi og hvetjandi leiðtogi sem leiðir sitt teymi með góðu fordæmi. Viðkomandi er mikil keppnismanneskja sem veit hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild enda er eitt af markmiðum fyrirtækisins að vera besti vinnustaður í heimi. Því markmiði sinnir þessi yfirstjórnandi daglega og leggur mikinn metnað í. Allt frá því að skipuleggja partí, taka þátt í búningakeppni, syngja upp á sviði, sækja pizzur og yfir í að endurhanna skrifstofuaðstöðu, halda fræðslukynningar og hvetja starfsmenn áfram í lífshlaupinu. Þá hefur yfirstjórnandinn mjög sterka og ákveðna sýn á rekstrinum og fylgist mjög vel með árangursmælikvörðum sem hafa verið settir.
Stjórnandinn er keppnismanneskja í húð og hár, stjórnandinn er liðsmaður, leiðtogi sem smitar með gleði, orku og hvatningu. Stjórnandinn er kröfuharður og vill alltaf meira og það fær liðið til að leggja sig fram og ná frammúrskarandi árangri.
Í umsögn kemur fram: "Stjórnandinn er með skýra sýn á árangur, setur kröfur og hefur kjark til að breyta hlutum. Hann er óhræddur við að taka stórar ákvarðanir ef hann telur það auka ánægju starfsmanna eða árangur fyrirtækisins.
"Yfirstjórnandinn hefur hugsjón sem kemur okkur lengra.
Opin og hreinskilin samskipti hefur hann ávallt í fyrirrúmi. Við tölum við aðra en ekki um aðra!"
Hreinskiptin, keppnismanneskja, sanngjörn, orkusprengja, hávær, hvetjandi, einstök, tapsár, Kraftmikil, klár, hvatvís, áköf, dugleg, fróðleiksfús, framsýn, fyrirmynd.
Stjórnandanum líður best úti að leika með fjölskyldu og vinum, og ekki verra ef hægt er að sigra áhugamálið.
Ef það ætti að lýsa þessum yfirstjórnanda í einni setningu þá væri það "Magga vill meira!" en einmitt þannig gerum við betur í dag en í gær, hættum aldrei að leita leiða til að vaxa&dafna og pössum auðvitað að hafa nægan tíma til að leika okkur! Starfsmenn fyrirtækisins segja "Takk Magga, þú ert fyrirmynd og það er einstaklega skemmtilegt að fá að leika með þér alla daga!"
Yfirstjórnandi ársins 2020 að mati dómnefndar er Margrét B. Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Millistjórnandi ársins 2020
Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir forstöðumaður öryggisstjórnunar og gæðastjóri hjá Isavia ohf.
Sá stjórnandi sem hlýtur viðurkenningu Stjórnvísi sem millistjórnandi í ár hefur starfað í sínum geira í tæp 30 ár og hjá núverandi vinnuveitenda í 13 ár þar sem viðkomandi gegnir stjórnunarstöðu í 1500 manna fyrirtæki. Stjórnandinn er efnaverkfræðingur að mennt og hefur unnið mikið á sviði öryggis-, gæða, og umhverfismála. Viðkomandi hefur einnig látið fræðslu- og starfsþróunarmál sig mikið varða. Þetta er farsæll stjórnandi sem leggur mikla áherslu á að efla samstarfsfólk sitt í starfi og hvetja það til dáða. Stjórnandanum hefur verið lýst sem hversdagslegum og hógværum leiðtoga sem leggur hart að sér, hamhleypa til verka og er umhugað um velferð annarra. Stjórnandinn er góð fyrirmynd sem hefur sinnt mentor hlutverki fyrir yngri stjórnendur, þykir einstaklega góður leiðbeinandi og hefur tekið virkan þátt í fræðslustarfi á vinnumarkaði.
Stjórnandinn nýtur mikillar virðingar vegna starfa sinna og hefur átt frumkvæði í efla þverfaglega nálgun á þeim sviðum sem tengjast störfum hans og sérsviði.
Gildi stjórnandans eru – Þekking – Þróun – Samvinna. Leiðarljósið er skýr framtíðarsýn og gott skipulag þar sem starfsmenn hafa skýra ábyrgð og hlutverk og viti til hvers er ætlast til af þeim. Stjórnandinn leggur áherslu á að hjálpa starfsmönnum að ná markmiðum sínum, eflast og þroskast í starfi. Stjórnandinn aðhyllist aðferðir markþjálfunar þar sem starfsmaður leggur sjálfur línurnar og kemur með lausnir. Þá leggur hann áherslu á teymisvinnu þar sem þekking og kraftar allra eru nýttir til betri árangurs.
Stjórnandinn er Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir forstöðumaður öryggisstjórnunar og gæðastjóri hjá Isavia ohf.
Helga er efnaverkfræðingur að mennt. Útskrifaðist með meistaragráðu frá háskólanum í Lundi. Hún hefur starfað hjá Flugstoðum og Flugmálastjórn við öryggis- og gæðamál, einnig fræðslustjóri Rannsóknarstofnunar Fiskiðnaðarins og sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun. Hún hefur einnig sinnt stundakennslu við matvæla- og verkfræðiskor HÍ og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.
Frumkvöðull ársins 2020
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku.
Sá einstaklingur sem hlýtur frumkvöðlaviðurkenningu Stjórnvísi er í forystusveit þeirra einstaklinga sem hafa beitt sér fyrir aukinni verðmætasköpun og bættri nýtingu haftengdra afurða og náð framúrskarandi árangri bæði hér heima og erlendis.
Viðkomandi er verkfræðingur að mennt og starfaði í hátt í áratug hjá einu stærsta fyrirtæki Íslands áður en hann söðlaði um og stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 2003 í bílskúrnum hjá systur sinni, þá í fæðingarorlofi. Fyrsta árið vann hann einn í fyrirtækinu en í framhaldinu fór starfsmönnum smám saman að fjölga og árið 2008 hófu þau í fyrsta skipti viðskipti utan landsteinanna, í Noregi. Fyrirtækið sérhæfir sig í hönnun og sölu á heildstæðri kerfislausn fyrir fiskiðnaðinn og var fyrst í heiminum til að gera skurðarvél sem getur skorið beingarð úr fiskflökum, með meiri nákvæmni og hraða en mannshöndin. Starfsemi fyrirtækisins byggir á veittum einkaleyfum og selur tækni sína og búnað til sjávarútvegsfyrirtækja víða um heim – en þó helst á Íslandi og í Noregi. Styrkir úr rannsóknarsjóðum og gott samstarf við háskóla og lykilaðila innan sjávarútvegsins hafa skipt sköpum á eftirtektarverðri vegferð þeirra.
Hjá fyrirtækinu starfa í dag rúmlega eitt hundrað starfsmenn og velta fyrirtækisins komin yfir þrjá milljarða króna. Yfir helmingur veltunnar er vegna útflutnings og er tæplega 10% tekna varið í frekari rannsóknir og þróun sem mun áfram stuðla að bættri nýtingu auðlinda með nýsköpun, en fyrirtækið vinnur jafnframt að uppbyggingu á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum.
Innkoma fyrirtækisins á markaðinn hefur skilað fiskútflytjendum stóraukinni framlegð og var dómnefnd sammála um að viðkomandi frumkvöðull væri öðrum mikil fyrirmynd. Undir hans stjórn hefur fyrirtækið vaxið og dafnað og er nú eitt hraðast vaxandi hátæknifyrirtæki landsins.
Það er með ánægju sem það tilkynnist að viðurkenning Stjórnvísi árið 2020 fyrir frumkvöðlastarf hlýtur Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku.
Eftirtaldir aðilar eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2020:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri á viðskiptalausnasviði Advania
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri FlyOver Iceland
Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrar WOW air
Arne Friðrik Karlsson, forstöðumaður á skrifstofu um málefni fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans
Auður Þórhallsdóttir, mannauðsstjóri Virk starfsendurhæfingarsjóðs
Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu
Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspósts
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og þjónustusviðs Icelandair
Bjarney Sólveig Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Hugverkastofunnar
Edda Hermannsdóttir, markaðs-og samskiptastjóri Íslandsbanka
Eiríkur Blumenstein, Manager Planning at Air Iceland Connect
Elin Þórunn Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá
Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar trygginga
Halla Garðarsdóttir, forstöðumaður Póstmiðstöðvar Íslandspósts
Helga Erla Albertsdóttir, deildarstjóri reikningshalds og uppgjöra Isavia
Helga Ragnheiður Eyjólfsdóttir, öryggis-og gæðastjóri Isavia
Helgi Hjálmarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Völku
Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs
Hildur Erla Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá 1912
Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri mannauðs-og fjármála hjá Fiskistofu
Hjálmar Gíslason, forstjóri Grid
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs B&L
Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangasviðs Innnes
Jón Mikael Jónasson, framkvæmdastjóri Danól
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís
Jón Von Tetzchner, stofnandi og framkvæmdastjóri Vivaldi
Kolbrún Hrafnkelsdóttir, stofnandi og forstjóri Florealis
Kolbrún Ottósdóttir, stofnandi Nox Health
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans
Lilja Gísladóttir, þjónustustjóri Íslandspósts
Lilja Gunnarsdóittir, formaður ICF á Íslandi
Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðagarður
Margrét Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Gerum betur ehf.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA
María Fjóla Harðardóttir, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna
Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts
Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show
Rósa Dögg Ægisdóttir, verkefnastjóri REON
Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðar Íslandspósts
Sigríður Dröfn Ámundadóttir, mannauðsstjóri Lyfjastofnunar
Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Íslandspósts
Sigurður M. Magnússon, forstjóri Geislavarna ríkisins
Silja Úlfarsdóttir, stofnandi Klefans
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslu og þróunar hjá Háskóla Íslands
Sveinbjörn Höskuldsson, stofnandi Nox Health
Trausti Harðarson, stjórnarformaður Ceo Huxun
Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips
Þóra Kristín Sigurðardóttir, deildarstjóri ferlastýringa hjá Eimskip