Orkuveita Reykjavíkur Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun, Mannauðsstjórnun, Stefnumótun og árangursmat, ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Markþjálfun,
Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð? Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja. En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.
Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík. Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar. Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl?
Hver ert þú? Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?
Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt. Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum. Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun. Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?
Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. . Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum. Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.
Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.