Passar sama stærðin fyrir alla?

Er hægt að setja okkur öll inn í sama boxið og kenna okkur að vinna eftir sömu aðferð?  Mörg námskeið og kennsluaðferðir byggja á að allir aðlagi sig að einni aðferð til vinnu og líklegt er að það virki fyrir einhverja.  En fyrir flesta sem læra, miðla og framkvæma í ólíkum og margbreytilegum störfum þá er ekki hægt að sníða sömu flík á alla.

Við erum öll fædd með mismunandi hæfleika sem gerir okkur ólík.   Hæfileikar okkar og styrleikar koma líka fram í okkar vinnustíl og tengist persónugerð okkar.   Við þurfum að sérsníða okkar vinnustíl þannig að hann samrýmist eðli okkar og þeirri persónugerð sem við fengum í vöggugjöf. Við getum farið í mörg próf til að finna okkar styrleika en það þarf að læra nýta eigin hæfileika til að hámarka eigin vinnustíl? 

Hver ert þú?  Ertu forgangsraðari, skipuleggjari, hagræðingur eða hugmyndasmiður?

Forgangsraðarinn er markmiðasækinn og hann vinnur verkefnatengt.  Skipuleggjarinn vinnur í tímalínu og hann hefur næmt auga fyrir smáatriðum.  Hagræðingurinn notar innsæi og er fljótur að átta sig á forgangsröðun.  Hugmyndarsmiðurinn vinnur í hugmyndum og hann spyr spurninga eins og getum við gert þetta öðruvísi?

Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc. .  Hún er er með MSc gráðu í stjórnun frá Háskóla Íslands, BSc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og iðnrekstrarfræði frá Tækniskólanum.  Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.

Viðburðurinn er á vegum faghóps markþjálfunar í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Passar sama stærðin fyrir alla?

Orkuveitan tók vel á móti Stjórnvísifélögum í morgun. Viðburðurinn hafði fyrirsögnina „Passar sama stærðin fyrir alla?“ og var á vegum faghóps um markþjálfun í samstarfi við faghópa mannauðs, Lean, stefnumótun og árangursmat og þjónustu- og markaðsstjórnun. Fyrirlesarinn Margrét Björk Svavarsdóttir er viðurkenndur stjórnunarþjálfari frá Work Simply Inc.  Og hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum. Margrét sagði að við værum öll fædd með mismunandi hæfileika sem koma fram í vinnustíl og tengis persónugerð hvers og eins. Margrét hvatti fundargesti til að lesa frábæra bók „A factory of one“ skrifuð af Daniel Markovitz sem inniheldur fullt af fínum aðferðum sem hafa nýst Margréti mjög vel til að skipuleggja sig í vinnunni.  Work Simply er önnur bók skrifuð af Carson Tate sem gengur út frá að fólk noti sína styrkleika í vinnu.  

Skv. tölum frá Virk er 60% aukning í kulnun frá árinu 2010.  Hjón sem vinna úti tala saman í 12 mínútur að meðaltali á dag.  Síðustu 20 ár hefur vinnutími aukist um 15% og frítími minnkað um 33%. Dagar af skilvirkri vinnu eru tapaðir hver ár vegna svefnleysis.  Atul Gawande „“Want to get great at something? Get a coach“ er frábær fyrirlestur sem Margrét hvatti alla til að hlusta á. Markþjálfun er vaxandi starfsgrein og það sem gerist við þjálfun er að frammistaða eykst, það verður aukin þróun og umbreyting á einhverjum sviðum.  Af hverju þurfa starfsmenn stöðugt að fylgjast með tölvupósti?  Leikskólar byggja allt sitt á styrkleikum barna.  Það sama ætti að eiga sér stað inn á vinnustöðum þ.e. að byggja upp hvern starfsmann sérsniðin eftir styrkleikum hans.  Margrét ræddi um vinnustílana fjóra.  Forgangsraðari verkefnamiðaður, greinandi, byggir á staðreyndum, gagnrýnin og rökrétt hugsun.  Styrkleikar: eru forgangsröðun, ýtarlegar greiningar og rökrétt laus á vandamálum, markmiðasækinn, samkvæmur sjálfum sér og tekur ákvarðandi byggðar á staðreyndum, árangurs ríkur og nýtir tímann vel. Skipuleggjarinn. Skipulagður, vinnur í tímalínum, nákvæm skipulagning og hefur auga fyrir smáatriðum. Styrkleikar: vinnur skipulega og samviskusamlega, finnur galla i áætlunum og ferlum, á auðvelt með áætlunargerð niður í smæstu atriði og hugsar í ferlum.  Hagræðingur: styðjandi, notar innsæi, opinn og með tilfinningalega hugsun.  Styrkleikar: samskipti skilur fólk, finnur hvað er undirliggjandi notar innsæi við ákvarðandi, á auðvelt að fá aðra á sitt band er staðfastur með hugmyndir kennari, límið í fyrirtækinu.  Hugmyndasmiðurinn: hefur heildræna hugsun, hugmyndaríkur, hefur framtíðarsýn, hugsar í myndum.  Styrkleikar: er opinn fyrir nýjum hugmyndum, hefur hæfileika til að sjá stóru myndina og koma auga á ný tækifæri, framkvæmir hugmyndir.  Skv. þessu er líklegt að One size fits all henti alls ekki.  Þegar þjálfaðir eru vinnustílar er farið yfir prófið. Tíminn er okkar mesta verðmæti, hægt er að safna verðmætum en ekki tíma.  Mikilvægt er að tímamæla forgangsraðara, búa til rútínu þannig að hann þurfi ekki að hugsa, nota flýtilykla á lyklaborði.  Skipuleggjarinn vill búa til litla ferla, vinnur línulega, taka pásur því hann getur gleymt sér í vinnunni, brytja niður stór verkefni.  Hagræðingurinn: raðar verkefnum eftir orkuflæði þ.e. hvenær hann er sterkastur, skipuleggja tíma af deginum til að hitta fólk, settu þig í fríham.  Hugmyndasmiðurinn er eins og spretthlaupari, ekki eins og maraþonhlaupari, setja sig í fríham. Margrét fjallaði um árekstra vinnustílanna.  Hugmyndasmiðurinn skilar alltaf á síðustu stundu.  Að lokum fjallaði Margrét um muninn á stjórnun og þjálfun.  

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Hringrás breytinga - Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu

Faghópur Stjórnvísi um lean vill vekja athygli á þessari áhugaverður ráðstefnu:  Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu eftir tveggja ára dvala. Þema ráðstefnunnar í ár er “Hringrás breytinga” og skráning á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. 

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá fyrrverandi stjórnendaráðgjafi frá Google, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Goodyear Tire, Tesco og Trinity College. 

Einnig eru þrjú námskeið í ráðstefnu vikunni en þau heita

  • Navigating change with your team - Working with change not against it
  • Leading in a hybrid world
  • The winning link - Managing the intersections of success

Hægt er að sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.leanisland.is

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?