Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldin þriðjudaginn 14. Maí kl.16:00 á Teams.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • kosning til stjórnar
  • önnur mál

Stjórn faghópsins skipuleggur og sér um fundarstjórnina. Allir þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar vinsamlega sendið tölvupóst á formann faghópsins Ástu Guðrúnar Guðbrandsdóttur asta@hverereg.is

Teams linkur: https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YzIxNDIwNjUtODMwYy00ZGI4LWE1YTctZTA4ZjdmZmFkMWI2%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%223db825e4-4612-4be8-a05f-3a00b6184832%22%2c%22Oid%22%3a%22c25d71fb-2447-4c4e-b409-006ca4d4818e%22%7d

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Aðalfundur faghóps um markþjálfun

Aðalfundur faghóps um markþjálfun verður haldi þriðjudaginn 14. Maí kl.16, allir áhugasamir um að koma í stjórn sendi formanni faghópsins tölvupóst, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, asta@hverereg.is.

Skráning:

https://www.stjornvisi.is/is/vidburdir/adalfundur-faghops-um-markthjalfun-3

Tengdir viðburðir

Hugljúfur febrúar

Lýsing kemur.

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“

„Leiðtogi, markþjálfi og AI: Hvernig ný tækni getur styrkt sjálfsþekkingu og samskipti“


"Innsýn inn í hvernig gervigreind getur stuðlað að dýpri árangri í leiðtogahlutverkinu og stuðningi markþjálfa."


Í breyttum heimi þar sem hraði, aðlögunarhæfni og dýpri tengsl eru lykilatriði, verða markþjálfar sífellt mikilvægari í að styðja stjórnendur til árangurs. En hvernig nýtum við nýja tækni eins og gervigreind til að efla sjálfsþekkingu, bæta samskipti og styðja við sjálfbærni í leiðtogahlutverkinu?

Á þessum 30-45 mínútna fyrirlestri munum við kafa í:

  • Leiðtogahlutverkið og sjálfsþekkingu: Hvernig gervigreind getur orðið spegill sem hjálpar stjórnendum að greina styrkleika sína, blinda bletti og samskiptadýnamík.
  • Markþjálfun í nýju ljósi: Hvernig markþjálfar geta nýtt tæknina til að skapa dýpri samtöl, persónulegri nálgun og meiri áhrif í vinnu með skjólstæðingum sínum.
  • Reynslusögur í verki: Innsýn í hvernig stjórnendur og teymi hafa upplifað áþreifanlegan ávinning með nýstárlegri nálgun sem byggir á AI.

Fyrirlesturinn veitir markþjálfum hugmyndir og innblástur um hvernig þeir geta mætt þörfum stjórnenda á nýjan hátt, með áherslu á persónulegar lausnir sem styrkja bæði leiðtogastíl og teymisanda. Þetta er ekki tæknifyrirlestur – þetta er ferðalag inn í framtíð markþjálfunar þar sem mannúð og tækni vinna saman.

Komdu og fáðu innsýn í hvernig AI getur breytt sjónarhorni þínu sem markþjálfi og skapað tækifæri til að leiða skjólstæðinga þína í átt að bjartari og sjálfbærari framtíð.

Linkur á TEAMS

Framkvæmdarstjóri/Markþjálfi

Kemur síðar

 

dk - Hugbúnaður ehf býður okkur í heimsókn í sín nýju heimkynni á Dalveg 30, 201 Kópavogi

TEAMS linkur hér

Eldri viðburðir

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45.

Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin. 

Alda ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni. 

Mikilvægt er að skrá sig á heimasíðu Stjórnvísis þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu og það er fjöldatakmörkun. Einnig þurfum við að senda þér leiðbeiningar um bílastæði. Þessum viðburði verður EKKI streymt.

Hugrakkir leiðtogar óskast

Faghópur Stjórnvísi um leiðtogafærni kynnir:

Kjarkur til forystu

Býður menning vinnustaðarins upp á það að allir þori að tjá sig og leggja fram nýjar lausnir? Eða óttast menn að verða sér til skammar? Að það verði hlegið að þeim? Skömm er helsta hindrun nýsköpunar. Dr. Brené Brown segir að það sem heimurinn þarfnast séu hugrakkir leiðtogar og að það sé hægt að kenna, mæla og fylgjast með. Hún er höfundur metsölubókarinnar Dare to Lead sem fjallar um hugrekki í forystu.

Fyrirlesari:

Ragnhildur Vigfúsdóttir hefur hlotið margvíslega og fjölbreytta þjálfun og hún afar reynslumikil þegar kemur að þjálfun stjórnenda í forystu, hvort sem um er að ræða teymi eða einstaklinga. Hún hefur m.a. hlotið Dare to Lead þjálfun og hefur leyfi til að leiðbeina samkvæmt hugmyndafræðinni.

Staðsetning:

Háskólabíó - salur 3

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

TEAMS linkur hér

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Teams Linkur á viðburð hér
Gervigreind (AI) leysir vitsmunagreind (IQ) af hólmi en býr um leið til verulega aukna þörf á tilfinningagreind (EQ)

Eigum við að eiga samtal um það?

Oftast er umræðan um gervigreind tengd því hvað hún nýtist okkur vel, hvaða ógnir fylgja henni og hvernig þarf að huga að lagaramma. Hér  verður ekki horft á neitt af þessu heldur er tilkoma gervigreindarinnar og notkun hennar skoðuð frá öðrum sjónarhóli.

Við allar okkar ákvarðanir og athafnir erum við bæði meðvitað og ómeðvitað að samnýta vitsmunagreind okkar og tilfinningagreind. Gervigreindin er hönnuð til að leysa verkefni sem við notum vitsunagreindina okkar til að gera. En enn sem komið er, getur hún að mjög takmörkuðu leyti leyst verkefni sem við notum tilfinningagreindina okkar til að leysa. Hvaða áskoranir fylgja þessu?

Hér verður skoðað:

  • Hvað er sameiginlegt með vitsmunagreind og gervigreind?
  • Hvað er tilfinningagreind og hversu mikilvæg er hún?
  • Hvernig notum við tilfinningagreind og vitsmunagreind í starfi?
  • Hvaða áhrif hefur tilkoma gervigreindar á áherslur okkar við nálgun úrlausna á verkefnum? Hverjar eru nýju áskoranirnar okkar? 
  • Hvernig mætum við þessum nýju áskorunum?

Það skemmtilega í öllu þessu er að við sem einstaklingar getum unnið með, þjálfað og þroskað tilfinningagreindina okkar með markvissum hætti.   

Hjördís Dröfn er leiðtoga- og teymisþjálfi með ACC vottun frá ICF. Hún er einnig vottuð sem tilfinningagreindarþjálfi (EQ-1 2.0)  ogNBI-Practitioner & Whole Brain Coach. Hún er með MSc. í stjórnun og stefnumótun og BSc. í hagfræði frá Háskóla Íslands. Hjördís býr yfir áratugalangri reynslu sem stjórnandi, ráðgjafi, greinandi og nú síðast sem markþjálfi.

 

 

 

Teams Linkur á viðburð hér

Gervigreindar markþjálfun - tækifæri og áskorun ?

Teams linkur hér

In this session Trausti Björgvinsson will lead an interview session where Sam Isaacson (coach and AI coach developer) helps us get more familiar with some of the opportunities and challenges that arise with emerging AI based coaches. 

Content includes:

-Human vs. AI coaches - advantages and disadvantages

-Understand real-life possibilities for AI in coaching

-Identify opportunities for human-AI co-existence

-Realtime showcase on an AI based coachbot

This online session is suitable for coaches, managers, HR specialists at all levels as well as people who are curious of learning more about the applicability of AI coachbots. Join us for some inspiration on the topic. 

Sam Isaacson is an enthusiastic coach and award-winning thought leader in the coaching profession. Sam is the founder of the Coachtec Collective, a global community of fantastic coaches grappling with the cutting-edge of technology. He's co-founder of AIcoach.chat, an AI-enabled tool providing non-directive coaching to those who wouldn't have access without it and co-hosts The Future of Coaching podcasts with Nina Salomons. Before becoming a coach Sam worked with big consulting firms in technology and governance risk advisory and assurance. He led the creation of Grant Thornton’s award-winning coaching services practice, establishing England’s biggest coaching qualification and building the UK’s biggest provider of employed coaches along the way. He then led CoachHub's global consulting work before starting his own business. He’s the first person in the world to have delivered executive coaching in virtual reality.

Teams linkur hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?