Sal Bindindissamtaka IOGT (áður húsnæði Arionbanka) Hverafold 1-3, Reykjavík
Markþjálfun,
Njóta eða þjóta - er valið þitt?
IOGT á Íslandi bjóða okkur til sín í nýtt húsnæði sitt í Hverafold 1-3, næg bílastæði fyrir framan og neðan hús. Viðburðinum verður jafnframt streymt hér.
Skoðum DESEMBER og allar þær áskoranir sem fylgja því að forgangsraða tíma sínum þegar um margt er að velja þennan annasama jólamánuð.
Við skyggnumst inn í atvinnulífið og kynnumst því hvað fyrirtæki gera fyrir starfsfólkið sitt á álagstímum og heyrum að auki mikilvæga umfjöllun um starfsumhverfi barna í desember.
Erindin efla þátttakendur til að taka meðvitaðar ákvarðanir um hvernig við viljum njóta okkar í leik og starfi í desember.
Dagskrá:
- "Verndaðu þínar 90 mínútur" Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu gefur okkur góð ráð um hvernig við getum forgangsraðað tíma okkar og komið því mikilvægasta að fyrst.
- Hvernig halda stjórnendur VIRK utan um starfsfólkið sitt og styðja það í desember. Auður Þórhallsdóttir sviðsstjóri mannauðsmála deilir með okkur því sem þau gera.
- Lóa Ingvarsdóttir ætlar að segja okkur frá því hvað Bláa Lónið er að gera fyrir sitt starfsfólk í aðdraganda jólanna til að minnka stress og streitu eins og kostur er. Við fáum innsýn inn í hvernig leiðarljós Bláa Lónsins Wellbeing for People & Planet endurspeglast inn í þessa þætti.
- "Að velja einfaldleikann" Jensína Edda og Arna Guðrún frá leikskólanum Laufásborg.
- Umræður og spurningar
Fyrirlesarar:
- Auður Þóhallsdóttir hefur starfað sem sviðsstjóri mannauðsmála hjá VIRK síðan árið 2014. Áður starfaði hún sem fræðslustjóri og mannauðsráðgjafi hjá Samskipum og þar áður sem leiðtogi fræðslumála hjá Ísal.
- Lóa Ingvarsdóttir er forstöðumaður fræðslu, gæðamála mannauðs og innri samskipta á mannauðssvið Bláa Lónsins. Hún hefur starfað í yfir 5 ár hjá félaginu í mannauðsmálum en auk þess er Lóa jógakennari og kennir jóga og hugleiðslu á The Retreat at Blue Lagoon Iceland.
-
Margrét Björk Svavarsdóttir hjá Akasíu er stjórnunarráðgjafi og hefur mikla reynslu í starfsmanna- og stjórnendaþjálfun. Hún heldur námskeið og fyrirlestra þar sem hún kennir og þjálfar starfsfólk og stjórnendur til að ná betri tökum á eigin starfi. Margrét hefur áratuga stjórnunarreynslu úr íslensku atvinnulífi bæði af opinberum vettvangi sem og hjá einkafyrirtækjum.
Linkur á streymi hér.