Pósturinn, sjá inngang ÍAV og Opinna Kerfa Höfðabakki 9d, Reykjavík
Markþjálfun,
Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi 23. janúar kl. 8.30 á skrifstofum Póstsins, Höfðabakka 9D - gengið inn portmegin.
Meðvirkni á vinnustað getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Meðvirkni stuðlar að vanlíðan starfsfólks og hamlar árangri fyrirtækisins í hraða og samkeppni nútímans. Það er því til mikils að vinna að taka á meðvirkni á árangursríkan hátt. Hvernig geta markþjálfar unnið með fyrirtækjum og einstaklingum að því að tækla meðvirknina og uppræta hana á vinnustaðnum?
Sigríður Indriðadóttir er mannauðsfræðingur og markþjálfi og hefur undanfarin ár unnið markvisst með að taka á meðvirkni í stjórnun. Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Sigríður starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá Póstinum.