Hvernig er hægt að byggja upp leiðtogamenningu? Þær Sigga og Edda eiga það sameiginlegt að hafa leitað svara við þessarri spurningu um árabil. Sigga kynntist hugmyndum um leiðtogamenningu í meistaranámi sínu við Lundarháskóla í Svíþjóð og hefur unnið markvisst að uppbyggingu slíkrar menningar þar sem hún hefur starfað sem mannauðsstjóri. Edda nam ábyrga stjórnun við Steinbeis háskóla í Berlín og hefur rekið leiðtogamarkþjálfun með áherslu á leiðtogaþróun og ábyrga stjórnarhætti.
Þær sameinast í þeirri trú að leiðtogamarkþjálfun og markviss leiðtogaþróun séu lykillinn að því að byggja upp leiðtogamenningu innan fyrirtækja og stofnana. Þær segja frá innanhússmarkþjálfun hjá Póstinum og því hvernig markþjálfunin fléttast inn í starfsemi mannauðsdeildar. „Pósturinn er fyrirtæki þar sem allir eru leiðtogar. Þetta er mikilvægur hluti af innleiðingu nýrrar mannauðsstefnu okkar og þar kemur innanhúss markþjálfun sterklega við sögu ásamt markvissri leiðtogaþróun,“ segir Sigga.
Sigríður Indriðadóttir mannauðsstjóri Póstins býr yfir ríkulegri reynslu og þekkingu af mannauðsmálum en hún hefur starfað í greininni um 13 ára skeið. Auk MS gráðu í stjórnun og mannauðsmálum lauk Sigríður markþjálfunarnámi frá HR árið 2018 og hefur nýtt sér aðferðir markþjálfunar í starfi æ síðan. Sigga elskar að skrifa ljóð og fara á skíði.
Edda Jónsdóttir markþjálfi Póstsins hefur starfað við markþjálfun í rúman áratug. Auk MA gráðu í ábyrgri stjórnun lauk hún markþjálfunarnámi frá Alþjóðlegu markþjálfunarakademíunni (e. International Coach Academy) í Ástralíu árið 2012 ásamt sérnámi í fjármálatengdri markþjálfun og úrvinnslu takmarkandi undirliggjandi hugmynda (e. limiting beliefs) hjá virtum mentorum í Bandaríkjunum. Edda elskar bóklestur og gönguferðir í náttúrunni.