Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi veitt í fjórða sinn 2013

Verðlaunahafar ásamt forseta Íslands. Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Ísland, voru erlendis. Frá vinstri: Auður Þórhallsdóttir, mannauðsráðgjafi Samskipa og Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa, sem tóku við verðlaunum fyrir hönd Ásbjörns Gíslasonar, Eyjólfur Þ. Haraldsson læknir, sem tók við verðlaunum fyrir hönd eiginkonu sinnar Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, Egill Jónsson, framleiðslustjóri Össurar, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem afhenti verðlaunin

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi voru veitt í fjórða sinn þriðjudaginn 12. mars í Turninum í Kópavogi að viðstöddum forseta Íslands. Þetta var í senn verðlaunahátíð og ráðstefna þar sem þrír kunnir stjórnendur úr atvinnulífinu fluttu erindi. Markmið stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á faglegu og framúrskarandi starfi hins almenna stjórnenda og hvetja hann til áframhaldandi faglegra vinnubragða og árangurs á öllum sviðum stjórnunar og rekstrar. Horft er meira til millistjórnenda við útnefningu þessara verðlauna en flestra annarra sambærilegra verðlauna hér á landi.

Handhafar stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2013 eru:

  • Egill Jónsson, framleiðslustjóri Össurar,
  • Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa og
  • Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi.
  • Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin og
  • Bára Sigurðardóttir, formaður dómnefndar, flutti ræðu fyrir hönd dómnefndar. Mikið fjölmenni var við afhendingu verðlaunanna.

Dómnefnd skipuðu eftirtaldir:

  • Agnes Gunnarsdóttir, situr í stjórn Stjórnvísi og er framkvæmdastjóri sölu-og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins
  • Ásta Bjarnadóttir, ráðgjafi Capacent
  • Bára Sigurðardóttir formaður dómnefndar og mannauðsstjóri hjá Termu
  • Helgi Þór Ingason, dósent og forstöðumaður MPM náms við HR
  • Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands og formaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana

Ummæli um verðlaunahafa á hátíðinni:

Verðlaunahafar árið 2013 eiga það sameiginlegt að hafa starfað lengi hjá fyrirtæki sínu og unnið sig upp innan þess.

Framleiðslu og straumlínustjórnun.

Stjórnandinn (Egill Jónsson) er framkvæmdastjóri framleiðslusviðs í Össuri og hefur verið í teymi æðstu stjórnenda þar í 16 ár og á ríkan þátt í ótrúlegri velgengni Össurar. Hann fær lof fyrir frábæra leiðtogahæfileika og rétt að verðlauna hann ekki síst fyrir mikinn árangur í framleiðslustjórnun og það að hafa byggt upp hátækniverksmiðju í lágtækniumhverfi (Mexiko) og að hafa leitt breytingar og umbætur í allri framleiðslu Össurar með straumlínuhugmyndafræðinni. Stjórnandinn hugsar um heildarhagsmuni fyrirtækisins en ber jafnframt umhyggju fyrir nýjum starfsmönnum og hefur eflt aðra stjórnendur i þeirra starfi.

Stjórnandinn er Egill Jónsson framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Össuri.

Þjónustu og markaðsstjórnun

Stjórnandinn (Ásbjörn Gíslason) hefur stýrt stóru alþjóðlegu fyrirtæki í gegnum mjög viðamikla endurskipulagningu. Hann er öflugur leiðtogi, árangursdrifinn og hvetjandi sem stjórnandi. Umsagnir um hann bera vitni um mikla áherslu á að efla starfsfólkið, til dæmis með fræðslu og þjálfun og undir hans stjórn hefur fyrirtækið dafnað við erfiðar kringumstæður og starfsánægja í fyrirtækinu er með hæsta móti, sem og stolt starfsmanna af því að starfa fyrir Samskip.

Stjórnandinn er Ásbjörn Gíslason forstjóri Samskipa.

Stefnumótun

Stjórnandinn (Guðbjörg Edda Eggertsdóttir) hefur mikla, langa og farsæla reynslu af stjórnunarstörfum í samheitalyfjageiranum eða yfir 30 ár. Stjórnandinn (Guðbjörg) hefur verið forstjóri Actavis á Íslandi frá árnu 2010, þar sem starfa tæplega 800 af 17 þús. starfsmönnum fyrirtækisins. Jafnframt því að stýra margvíslegum verkefnum á heimsvísu. Stjórnandinn hefur unnið ötullega að í starfsstöðinni hér heima fari fram mikið þróunarstarf til að sýna fram á sérstöðu og styrk Actavis á Íslandi innan samstæðunnar. Stjórnandinn er fagmanneskja fram í fingurgóma og sá eiginleiki birtist vel í starfi hans sem stjórnanda. Þá hefur stjórnandinn áunnið sér virðingu bæði innan og utan fyrirtækisins.

Stjórnandinn sem hér er lýst og hlýtur hér með stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2012 heitir Þórsteinn Ágústsson og hann er framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Stjórnvísi óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju

Tilnefningar til Stjórnunarverðlaunanna 2013

Eftirtaldir aðilar voru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi árið 2013

Tilnefningar til stjórnunarverðlaunanna 2013 - PDF skjal

  • Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri sölu og markaðssviðs Íslenska gámafélagsins
  • Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
  • Auðunn Pálsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslenska gámafélagsins
  • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri tjónasviðs Sjóvá
  • Árni Pálsson, yfirrafvirki/verkstjóri hjá Eimskip
  • Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskipa
  • Ásta Malmquist, þjónustustjóri hjá Landsbankanum
  • Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa
  • Berglind G. Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri Rúv
  • Elínrós Líndal, forstjóri ELLU
  • Elísabet Einarsdóttir, mannauðsstjóri Ölgerðarinnar
  • Elvar Vilhjálmsson, gæða- og öryggisstjóri Íslenska gámafélagsins
  • Emil Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri og Serrano Ísland ehf
  • Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits
  • Gísli Þór Arnarson, forstöðumaður innflutningsdeildar Samskipa
  • Guðjónína Sæmundsóttir, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum
  • Haraldur Diego, framkvæmdastjóri Fagráðs
  • Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
  • Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar
  • Helga Fjóla Sæmundsdóttir, framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs Íslenska gámafélagsins
  • Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair
  • Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdarstjóri TM
  • Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
  • Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR
  • Jóel Sverrisson, viðhaldsstjóri Landsvirkjunar OAÞ
  • Jón G Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar
  • Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins
  • Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands
  • Margrét B. Tryggvadóttir. sölu-og þjónustustjóri Nova
  • Rúnar Ingibjartsson, gæðastjóri Nóa Siríus
  • Sigríður Indriðadóttir, mannauðsstjóri Mosfellsbæjar
  • Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins
  • Sigurður Viðarsson, forstjóri TM
  • Sigurjón Þór Árnason, sérfræðingur hjá Tryggingastofnun ríkisins
  • Snorri Jónsson, mannauðsstjóri Creditinfo
  • Stefán Hrafnkelsson, framkvæmdastjóri Betware
  • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans
  • Sævar Sigurðsson, framkvæmdastjóri fasteignasviðs Íslenska gámafélagsins
  • Trausti Harðarson, stjórnarformaður CEO HUXUN
  • Þóra Sigríður Ingólfsdóttir, forstöðumaður Blindrabókasafns Íslands
  • Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar Háskólans í Reykjavík
  • Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas
  • Þórsteinn Ágústsson, framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?