Click here to join the meeting
Faghópur Markþjálfunar í samstarfi við ICF Iceland halda viðburð um nýtingu markþjálfunar.
Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun?
Arnór Már Másson deilir reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann segir frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kemur hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deilir líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu.
Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir ætlar að tala um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deila því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún segir frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.
Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum einsog að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".
Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari. Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.
Hún ætlar að fjalla um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi. Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.