Akademias, Borgartún 23, 3. hæð Borgartún 23, Reykjavík
Markþjálfun, Leiðtogafærni,
Dr. Eyþór Ívar Jónsson ætlar að fjallað um ólíka stjórnunarstíla og af hverju þeir skipta máli við ólíkar aðstæður. Sérstaklega verður fjallað um hvernig stjórnendur vita hvaða stjórnunarstíll hentar þeim best og hvernig má þróa þann stjórnunarstíl.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forseti Akademias, Vice President European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Eyþór hefur sérhæft sig í kennslu í stefnumótun, nýsköpun og stjórnarháttum og hefur kennt við háskóla í Svíþjóð (Lund University), Danmörku (CBS, KU), Noregi (BI), Víetnam (NEU) og á Íslandi (HR, HÍ og Bifröst). Hann hefur skrifað hátt í 800 greinar um viðskipti og efnahagsmál og ritstýrt fjölda tímarita (m.a. Vísbendingu, Íslensku atvinnulífi, Góðum stjórnarháttum og Nordic Innovation). Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja og verkefna og stýrt stjórnarstarfi í um 200 fyrirtækjum (þ.m.t. ráðgjafarstjórnum). Eyþór hefur stofnað, skipulagt eða stjórnað mörgum viðskiptahröðlum fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki; eins og t.d. Growth-Train, CBS MBA Accelerator, StartupReykjavik og Viðskiptasmiðjunni. Ríflega 300 sprotafyrirtæki, vaxtarfyrirtæki og frumkvöðlar hafa farið í gegnum þessi prógröm.
Við ætlum að hittast hjá Akademias Borgartúni 23, 3. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar að viðburði loknum og vonumst við til að fólk gefi sér tíma til að staldra við og spjalla í lok viðburðar.
(Meeting ID: 814 8702 4267 Passcode: 071208)