LSH, skrifstofa mannauðssviðs á Eiríksstöðum Landspítali, Eiríksgötu 5, 1.hæð
Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH, kynnir verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins er að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda (t.d. deildarstjóra og yfirlækna) er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Ásta segir frá því hvernig verkefnið fór af stað og greinir frá vísbendingum um árangur verkefnisins á lokasprettinum. Markþjálfun hefur einnig verið í boði fyrir stjórnendur LSH sem vilja styrkja sig enn frekar í starfi.
Ásta Bjarnadóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra mannauðssviðs LSH í byrjun árs 2016. Hún lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá HR, Capacent og í Íslenskri erfðagreiningu. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknarverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá arínu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar.