Nýsköpunarmiðstöð Íslands Árleynir 8-12, Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun, Mannauðsstjórnun, Markþjálfun,
Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum
Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleynir 8-12, 112 Reykjavík
Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.
Hvaða þættir eru það sem stjórnendur þurfa að huga að í sinni stjórnun? Farið verður yfir það helsta sem stjórnendur þurfa tileinka sér/hafa í huga tengt breytingum.
Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð.
Fyrir hverja: Viðburðurinn er gagnlegur fyrir stjórnendur, markþjálfa og alla þá sem koma að breytingstjórnun innan fyrirtækja. Einnig þá sem hafa áhuga á lean, markþjálfun og breytingastjórnun.
Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigenda Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.
Ágústa Sigrun Ágústsdóttir er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.