Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum

Staðsetning: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleynir 8-12, 112 Reykjavík

Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Hvaða þættir eru það sem stjórnendur þurfa að huga að í sinni stjórnun? Farið verður yfir það helsta sem stjórnendur þurfa tileinka sér/hafa í huga tengt breytingum.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Fyrir hverja: Viðburðurinn er gagnlegur fyrir stjórnendur, markþjálfa og alla þá sem koma að breytingstjórnun innan fyrirtækja. Einnig þá sem hafa áhuga á lean, markþjálfun og breytingastjórnun.

Guðmundur Ingi Þorsteinsson er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigenda Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

 

 

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?

Fjöldi Stjórnvísifélaga mætti í sal Nýsköpunarmiðstöðar í morgun þar sem leitað var svara við spurningunni: „Er hellisbúinn stærsta hindrun breytinga?“  Faghópar um Lean, mannauðsstjórnun og markþjálfun stóðu að fundinum.  
Fyrirlesarar voru tveir, þau Guðmundur Ingi Þorsteinsson og Ágústa Sigrún Ágústsdóttir. Guðmundur Ingi er iðnaðar- og framleiðsluverkfræðingur og eigandi Lean ráðgjafar. Guðmundur hefur lært, kennt og unnið með Lean í yfir 10 ár bæði sem stjórnandi en einnig stýrt innleiðingu hjá einu af stærri fyrirtækjum landsins. Það er trú hans að Lean geti skipt sköpum fyrir fyrirtæki til að skara fram úr og auka hagræði.
Guðmundur byrjaði á að sýna einstaklega skemmtilegt myndband sem sýndi glöggt hversu erfitt er að fást við breytingar.  Í framhaldi útskýrði hann hvað er lean og hver ávinningurinn er með lean.  Guðmundur nefndi hvað Hlöllabátar upp á Höfða tekst vel upp í að láta flæðið ganga vel.  Annað dæmi um fyrirtæki sem hefur gengið vel er „pökkunarferillinn“ hjá Heimkaup. Mikilvægt er að gefa vinnuumhverfinu mikinn gaum.  Tímamælingar eru einnig mikilvægar í öllu því sem hægt er að tímamæla því allir vilja skila góðum afköstum.  Hjá Heimkaup var 550% aukning í pökkun á sendingum á milli áranna 2018-2019 og allt gengur vel.  Samkeppnisforskot Heimkaupa er „pökkunin“.  En smitast góður árangur á einum stað yfir í annan? Nei, svo þarf alls ekki að vera því árangur er ekki smitandi. 

Þriðja dæmið sem Guðmundur tók var Víkurverk.  Þar var tekið dæmi um starfsmann „Írisi“ sem tileinkaði sér að gera einn hlut í einu.  Hún er með töflu upp á vegg þar sem fram kemur hver dagur vikunnar, tími og verkefni.  Hún merkir síðan „grænt“ við verkefnin um leið og þau klárast.  Mikilvægt er að hafa borðið tómt og hafa einungis uppi eitt verkefni í einu.  

Ágústa Sigrun Ágústsdóttir var seinni fyrirlesari dagsins.  Ágústa Sigrún er mannauðsstjóri og ACC markþjálfi og hefur komið að innleiðingu breytinga sem ráðgjafi undanfarin ár. Hún hefur lokið meistaranámi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði frá HR. Hún hefur unnið sem mannauðsstjóri í fjölmörg ár, sinnt ráðgjöf og fræðsluverkefnum innan fyrirtækja.

Ágústa sagði að viðnám væri náttúrulögmál og við erum hönnuð til að veita viðnám, þetta er eðlisávísun. Margir nota oft „nei“ til að kaupa sér tíma.  Aðrir segja alltaf „já“ og þá er það spurning um efndir.  Ágústa Sigrún hvatti til að lesa greinina „The Real Reason People Won´t Change“ höf: Kegan and Lahey (2011).  Greinin tekur á mörgum áhugaverðum dæmum og hvetur til að sýna meiri skilning öllum hvort heldur þeir eru jákvæðir eða neikvæðir.  Mikilvægt er fyrir alla að sjá í töfluformi upp á vegg myndrænt hvað við erum að gera.  Stóra áskorunin er að halda áfram. Ágústa nefndi annan aðila Maxwell Maltz, bókin Psycho-cypernetics.  Maxwell var lýtalæknir og hann áttaði sig á því að eftir 21 dag voru draugaverkir að mestu horfnir vegna breytinga t.d. á nefi eða brottnám á útlim.  Ef þú gerir eitthvað í 21 dag þá eru miklar líkur á að þetta verði að vana.  En það þurfa að vera a.m.k. 21 dagur.  Bókin kom út 1960 og er barn síns tíma en samt notuð mikið í dag og vitnað í.  Öll lífræn kerfi hafa tilhneigingu til að halda jafnvægi.  Ef það verður mjög kalt fer líkaminn í að hita hann og það sama ef okkur verður of heitt þá kemur viðnám.  Líkaminn fer alltaf í fyrra horf.  Sigrún sýndi breytingajöfnu (H+Þ) er minna en (S+T+K).  H=hræðsla við breytingar, hátt viðnám Þ=þægindaramminn, stærð og styrkleiki S= sársauki og ósætti við ríkjandi ástand T=trú á betra ástandi í náinni framtíð  K=kunnátta. 

Sigrún ræddi síðan um viðnámsgemsana sem við öll þekkjum í okkar lífi því þetta er alveg ómeðvitað og því þarf að: 1. Sýna þeim skilning 2.gefa þeim tíma 3.bjóða þeim aðstoð 4.fá þá með.  Oft verða þetta bestu talsmennirnir og ekki má gleyma að styrkja stjörnurnar því þær geta fölnað og fallið ef þær fá ekki að skína.   

Hvernig markþjálfun getur stutt við breytingar og innleiðingu á Lean í fyrirtækjum.  Fyrirtæki eru í auknum mæli að leggja áherslu á að hagræða í rekstri og draga úr sóun. Á þeirri leið verður oft vart við viðnám hjá þeim sem þurfa að tileinka sér ný vinnubrögð, breytt vinnulag og hugsunarhátt. Hlutverk stjórnanda hjá fyrirtæki sem hefur innleitt Lean er umtalsvert frábrugðið hlutverki stjórnanda hjá hefðbundnu fyrirtæki. Stjórnendur þurfa í því samhengi að uppfæra sína þekkingu og kynnast nýjum aðferðum til að styðja sem best við starfsfólkið og innleiðingarferlið. Það er hins vegar jafn erfitt fyrir stjórnendur og almenna starfsmenn að tileinka sér breytingar.

Markþjálfun getur stutt við og greitt fyrir breytingum. Stjórnendur geta þurft að tileinka sér nýjan stjórnendastíl með áherslu á að virkja allan mannauðinn og stuðla að stöðugum umbótum. Það eru vissar áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir þegar stórar skipulagsbreytingar eiga sér stað. Að stýra breytingum felur í sér að skilja hvers vegna fólk berst á móti breytingum. Það er ómeðvitað viðnám sem mannskepnan sýnir oft þegar breytingar standa til og þá er stutt í hellisbúann í okkur. Markþjálfun getur aðstoðað starfsmenn við að vera jákvæðari gagnvart breytingum og lágmarka varnarviðbrögð. 

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Lean Ísland vikan í hnotskurn - Ráðstefna í Hörpu 22. mars 2024

Lean Ísland vikan í hnotskurn!

Ráðstefna:

  • Lean Ísland - Framtíðarleiðtoginn
    Fyrirlesarar koma m.a. frá IKEA Portúgal, Össuri Suður Afríku, OC Tanner, Spreadgroup og Datera.

    Erindin fjalla m.a. um:
    • hvernig auka eigi áhrif með orðum
    • hvernig auka eigi sjálfstæði framlínustarfsfólks
    • hvernig efla eigi samheldni og starfsánægju
    • umbótahugsun framtíðarleiðtogans
    • nýja tegund af gervigreind
    • seiglu til að halda áfram þrátt fyrir mótlæti

Námskeið:

  • Activating Possibilities: Dare to have Dynamic Conversations
    Lois Kelly leiðir okkur í sannleikann um það hvernig megi hafa áhrif með orðum
  • Maintaining a Successful Lean System
    Gary Peterson fer yfir hvernig eigi að búa til árangursríkt straumlínulagað stjórnkerfi

Stjórnvísi er stoltur samstarfsaðili Lean Ísland og minnir á ráðstefnu í Hörpu 22. mars nk. og námskeið í tengslum við ráðstefnuna sem verða haldin í húsakynnum Opna háskólans í HR. 

ATHUGIÐ:  Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. Þema ráðstefnunnar í ár er framtíðarleiðtoginn

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að og starfa m.a. hjá IKEA, OC Tanner og Allied Irish Banks.  

Dagskrá ráðstefnu og skráning má finna á www.leanisland.is

Aðalfundur Faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

https://meet.google.com/eiz-pwhg-nuq?authuser=1&hs=122

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður halding í gegnum Teams miðvikudaginn 3 maí n.k. frá 11:30-13:00.
 
Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar.
  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál
 
Þeir sem eru áhugasamir um framboð til stjórnar faghópsins, vinsamlegast sendið tölvupóst á brimar@nfd.is

Hringrás breytinga - Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu

Faghópur Stjórnvísi um lean vill vekja athygli á þessari áhugaverður ráðstefnu:  Lean Ísland verður haldin 17.mars 2023 í Hörpu eftir tveggja ára dvala. Þema ráðstefnunnar í ár er “Hringrás breytinga” og skráning á www.leanisland.is

Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi en þar er fjallað um það heitasta í stjórnun og stöðugum umbótum hverju sinni. Öll viljum við stýra betur, bæta ferla og vinnustaðinn en það er umræðuefni stjórnenda og sérfræðinga á ráðstefnunni. 

Ráðstefnan er fyrir stjórnendur, sérfræðinga, byrjendur, lengra komna og áhugasama í hvaða þjónustu og iðnaði sem er. Það ættu allir áhugasamir að finna eitthvað við sitt hæfi. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá fyrrverandi stjórnendaráðgjafi frá Google, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Goodyear Tire, Tesco og Trinity College. 

Einnig eru þrjú námskeið í ráðstefnu vikunni en þau heita

  • Navigating change with your team - Working with change not against it
  • Leading in a hybrid world
  • The winning link - Managing the intersections of success

Hægt er að sjá nánar um dagskrá og skráningu á www.leanisland.is

 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?