Ábyrgar stjórnir eða skuggastjórnir - hver er munurinn ?
Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni:
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.330764793658144.78499.110576835676942&type=3&saved
Umræðuefnið verður:
Axlar fólk í stjórnum þá ábyrgð sem af því er krafist?
Hefur val á stjórnarmönnum breyst eftir hrunið?
Hvaða kröfur eru gerðar til þekkingar stjórnarmanna á stefnumótun?
Þátttaka stjórnarmanna í stefnumótun, eftirfylgni og árangri.
- mars 2012, 15:00-17:00
Icelandair Hótel Reykjavík Natura
Nauthólsvegur 52 - 101 Reykjavík - Ísland
Áhugaverð ráðstefna sem haldin verður í Natura þann 22.mars 2012 frá kl.15:00-17:00
Fyrirlesarar:
Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri og stofnandi Stika ehf.
Réttur maður á réttum stað?
Svana fjallar um mikilvægi þess að velja „rétt“ fólk í stjórnir félaga, allt eftir eðli þeirra og rekstri. Sjónum verður beint að hæfi stjórnarmanna og ábyrgð sem fylgir stjórnarsetu. Í erindi sínu ræðir Svana um mikilvægi þátttöku stjórnarmanna í stefnumótun félaga og samskipti stjórnarmanna við aðra stjórnendur og endurskoðendur.
Guðfinna S. Bjarnadóttir, PhD, framkvæmdastjóri LC ráðgjöf, fv. rektor og alþingismaður
Hvert er hlutverk stjórnarmanna í mótun stefnu og eftirfylgni
hennar?
Guðfinna ræðir um stefnumiðaða stjórnun og hlutverk og ábyrgð
stjórnarmanna við stefnumótun og eftirfylgni með árangri. Hún kynnir aðferð við stefnumótun sem byggir á gagnreyndri nálgun (e. evidence based) og greiningarvinnu. Í kynningunni verður sérstaklega fjallað um aðkomu stjórnarmanna við mótun stefnunnar og meðfylgjandi starfsáætlunar (e. operational plan), markvissa eftirfylgni og hlutverki stjórnarmanna í því samhengi.
Eyþór Ívar Jónsson, DBA, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í Stjórnarháttum hjá HÍ og framkvæmdastjóri KLAKS nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins
Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.
Eyþór segir frá mati á stjórnarháttum fyrirtækja sem byggir í
meginatriðum á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq OMX og
Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands gefa út.
Þátttakendur í pallborðsumræðum:
Vilhjálmur Bjarnason, lektor viðskiptafræðideild HÍ
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, var áður stundakennari í siðfræði við HR
Pétur Steinn Guðmundsson, lögfræðingur Hdl., skatta og lögfræðisviði Deloitte
Berglind Ó. Guðmundsdóttir, lögfræðingur hjá KPMG
Fundarstjóri er Fjóla María Ágústsdóttir formaður faghóps um stefnu og Balanced Scorecard.
Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi og ritstjóri Frjálsrar verslunar
opnar ráðstefnuna og stjórnar pallborðsumræðum.